Handbolti

Steinunn hætt í lands­liðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steinunn Björnsdóttir fagnar HM-sætinu og sigri í síðasta landsleiknum sínum.
Steinunn Björnsdóttir fagnar HM-sætinu og sigri í síðasta landsleiknum sínum. Vísir/Hulda Margrét

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, kvaddi landsliðið í kvöld í leik þar sem íslensku stelpurnar tryggðu sér sæti á heimsmeistaramótinu í desember.

Steinunn og liðsfélagar hennar unnu tvo stórsigra á Ísrael í umspilinu og verða með á HM sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi.

Eftir leikinn gaf Steinunn það út að hún sé hætt í landsliðinu.

Þetta var því hennar 57. og síðasti landsleikur.

Steinunn nýtti öll þrjú skotin sín í lokaleiknum.

Það eru kynslóðaskipti hjá íslenska liðinu því Þórey Rósa Stefánsdóttir og Sunna Jónsdóttir hættu í landsliðinu eftir síðasta Evrópumót. Steinunn tók tvo leiki í viðbót og skilur við landsliðið á leið á HM í þriðja sinn í sögunni.

Allar hafa þær verið í stóru leiðtogahlutverki síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×