Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2025 12:50 Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Sögulegar hækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að bíða með ofurtollahækkanir á öll lönd nema Kína í gær. . Hagfræðiprófessor telur að mögulega sé ákvörðunin hluti af fléttu forsetans eða viðbrögð við miklum lækkunum á öllum mörkuðum vestanhafs síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í síðdegis í gær að íslenskum tíma um frestun boðaðra tollahækkanna á öll lönd nema Kína um 90 daga. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Mögulega hluti af fléttu forsetans Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að mögulega sé ákvörðunin í gær hluti af fyrir fram ákveðnum leik forsetans. „Það er erfitt að átta sig á hvort þetta sé útspil í lengri fléttu sem endar með samningum við þau lönd sem áttu að fá á sig mun hærri tolla. Kannski var þetta bara til að hræða löndin til að koma og semja. Það eru tugir landa sem eru að koma núna og semja um tolla og milliríkjaviðskipti við Bandaríkin,“ segir Gylfi. Og eða viðbrögð Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Hlutabréfamarkaðir höfðu hrapað og erlendir bandamenn virtust við það að grípa til gagnaðgerða. Gylfi segir að það geti einnig verið hluti af skýringunni. „Hin mögulega skýringin á frestuninni er að skuldabréfamarkaður lækkaði í Bandaríkjunum í gær meðan vextir á bandarískum skuldabréfum hækkuðu. Það er auðvitað alvarlegt þegar vextir á ríkisbréfum hækka því ríkissjóður skuldar mjög mikið. Það er mjög óvanalegt og hættumerki þegar bæði hlutabréfamarkaður og skuldabréfamarkaður fara niður á sama tíma. Þá lækkaði dollarinn við fyrirætlanirnar um tollahækkanirnar sem hefði heldur ekki átt að gerast. Þannig að mögulega er ákvörðunin í gær einhver samblanda af þessu tvennu sem ég hef nefnt,“ segir Gylfi. Aðspurður um hvort hann vilji spá fyrir um hvað Bandaríkjaforseti gerir eftir 90 daga svarar Gylfi: „Nei ég held að það viti það engin. Ekki heldur sjálfur Bandaríkjaforseti eða nokkrir aðrir.“ Eftir miklar lækkanir á hlutabréfum í kauphöllum vítt og breitt urðu sögulegar hækkanir vestanhafs í gær og í morgun hafa hlutabréfamarkaðir tekið vel við sér í Evrópu og Asíu. Hér heima hefur úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hækkað um tæp fimm prósent það sem af er degi. Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Alþingi Viðskiptaþvinganir Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði svikin um íbúð þrátt fyrir samning Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í síðdegis í gær að íslenskum tíma um frestun boðaðra tollahækkanna á öll lönd nema Kína um 90 daga. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Mögulega hluti af fléttu forsetans Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að mögulega sé ákvörðunin í gær hluti af fyrir fram ákveðnum leik forsetans. „Það er erfitt að átta sig á hvort þetta sé útspil í lengri fléttu sem endar með samningum við þau lönd sem áttu að fá á sig mun hærri tolla. Kannski var þetta bara til að hræða löndin til að koma og semja. Það eru tugir landa sem eru að koma núna og semja um tolla og milliríkjaviðskipti við Bandaríkin,“ segir Gylfi. Og eða viðbrögð Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Hlutabréfamarkaðir höfðu hrapað og erlendir bandamenn virtust við það að grípa til gagnaðgerða. Gylfi segir að það geti einnig verið hluti af skýringunni. „Hin mögulega skýringin á frestuninni er að skuldabréfamarkaður lækkaði í Bandaríkjunum í gær meðan vextir á bandarískum skuldabréfum hækkuðu. Það er auðvitað alvarlegt þegar vextir á ríkisbréfum hækka því ríkissjóður skuldar mjög mikið. Það er mjög óvanalegt og hættumerki þegar bæði hlutabréfamarkaður og skuldabréfamarkaður fara niður á sama tíma. Þá lækkaði dollarinn við fyrirætlanirnar um tollahækkanirnar sem hefði heldur ekki átt að gerast. Þannig að mögulega er ákvörðunin í gær einhver samblanda af þessu tvennu sem ég hef nefnt,“ segir Gylfi. Aðspurður um hvort hann vilji spá fyrir um hvað Bandaríkjaforseti gerir eftir 90 daga svarar Gylfi: „Nei ég held að það viti það engin. Ekki heldur sjálfur Bandaríkjaforseti eða nokkrir aðrir.“ Eftir miklar lækkanir á hlutabréfum í kauphöllum vítt og breitt urðu sögulegar hækkanir vestanhafs í gær og í morgun hafa hlutabréfamarkaðir tekið vel við sér í Evrópu og Asíu. Hér heima hefur úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hækkað um tæp fimm prósent það sem af er degi.
Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Alþingi Viðskiptaþvinganir Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði svikin um íbúð þrátt fyrir samning Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Sjá meira