Handbolti

„Gekk vel að þjappa hópnum saman“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steinunn fagnar með stelpunum í kvöld.
Steinunn fagnar með stelpunum í kvöld. vísir/hulda margrét

Steinunn Björnsdóttir landsliðsfyrirliði var að vonum ánægð með stórsigurinn á Ísrael í kvöld.

„Það var mikill hugur í hópnum að gera þetta fagmannlega og mér fannst það takast í dag. Stórsigur en margt sem við getum gert betur. Það er samt klárt að það er getumunur á þessum liðum,“ sagði Steinunn sátt.

Undirbúningurinn var óhefðbundinn og umgjörðin sérstök í kvöld með tómar stúkur og fólk sparkandi í hurðir. Steinunn hafði samt aldrei áhyggjur af liðinu.

„Það var einbeiting og hugur við þessar krefjandi aðstæður. Það gekk vel að þjappa hópnum saman miðað við aðstæður. Þetta var sérstakt og snúið. Ég er stolt af frammistöðu liðsins,“ segir Steinunn en var einhver skrekkur í henni þegar spörkin að utan glumdu um húsið?

„Nei. Það truflaði ekkert. Einbeitingin var á leiknum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×