Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 06:49 Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir áríðandi að þessar breytingar á skattkerfinu verði greindar ítarlega. Vísir/Arnar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir afnám samsköttunar ekkert annað en dulbúna skattahækkun og svik við kjósendur. Í færslu á Facebook segir hann slíkar breytingar á skattkerfinu geta verið högg fyrir barnafjölskyldur. „Stjórnvöld hafa nú boðað að hætta samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Þessi breyting er kynnt sem skref í átt að einfaldara og sanngjarnara skattkerfi, en í raun er hér um að ræða skattahækkun upp á 2,5 milljarða króna. Þetta eru ekki smámunir – þessi fjárhæð jafngildir fjórðungi af fyrirhuguðum hækkunum á veiðigjöldum,“ segir Vilhjálmur í færslu sinni. Hann segir enn alvarlegra að stjórnarflokkarnir tilkynni þetta núna en hafi lofað því í aðdraganda kosninga að tekjuskattar einstaklinga yrðu ekki hækkaðir. Eftir um hundrað daga við völd sé boðuð breyting sem feli í sér hækkun á skattbyrði heimilanna. Ríkisstjórnin hefur svarað gagnrýni á þessar breytingar og vísað til þess að samsköttun nýtist helst þeim sem eru í hæstu tekjutíundinni. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurnum formanns Sjálfstæðisflokksins um málið á þingi í gær. Nýting persónuafsláttar óbreytt Þar sagði hann breytinguna einungis eiga við um nýtingu skattþrepa ekki nýtingu persónuafsláttar, það haldist óbreytt. „Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum,“ sagði Daði Már og ítrekaði að þessar breytingar hafi aðeins áhrif á efstu tekjutíundina. Fjallað er um orðaskipti þeirra í fréttinni hér að neðan. Vilhjálmur segir það ekki rétt. Breytingin muni einnig hafa mikil áhrif á skuldsettar barnafjölskyldur þar sem annað foreldrið er í fleiri en einni vinnu eða vinnur mikla yfirvinnu á meðan hitt sinnir börnum eða er í hlutastarfi. „Þessi heimili hafa hingað til getað dreift skattbyrðinni á milli sín með sameiginlegri nýtingu skattþrepa – en sú leið verður nú lokuð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að áður en þetta verður innleitt verði að fara fram greining á þessum breytingum. „Því eitt er alveg ljóst: þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur.“ Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stéttarfélög Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Stjórnvöld hafa nú boðað að hætta samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Þessi breyting er kynnt sem skref í átt að einfaldara og sanngjarnara skattkerfi, en í raun er hér um að ræða skattahækkun upp á 2,5 milljarða króna. Þetta eru ekki smámunir – þessi fjárhæð jafngildir fjórðungi af fyrirhuguðum hækkunum á veiðigjöldum,“ segir Vilhjálmur í færslu sinni. Hann segir enn alvarlegra að stjórnarflokkarnir tilkynni þetta núna en hafi lofað því í aðdraganda kosninga að tekjuskattar einstaklinga yrðu ekki hækkaðir. Eftir um hundrað daga við völd sé boðuð breyting sem feli í sér hækkun á skattbyrði heimilanna. Ríkisstjórnin hefur svarað gagnrýni á þessar breytingar og vísað til þess að samsköttun nýtist helst þeim sem eru í hæstu tekjutíundinni. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurnum formanns Sjálfstæðisflokksins um málið á þingi í gær. Nýting persónuafsláttar óbreytt Þar sagði hann breytinguna einungis eiga við um nýtingu skattþrepa ekki nýtingu persónuafsláttar, það haldist óbreytt. „Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum,“ sagði Daði Már og ítrekaði að þessar breytingar hafi aðeins áhrif á efstu tekjutíundina. Fjallað er um orðaskipti þeirra í fréttinni hér að neðan. Vilhjálmur segir það ekki rétt. Breytingin muni einnig hafa mikil áhrif á skuldsettar barnafjölskyldur þar sem annað foreldrið er í fleiri en einni vinnu eða vinnur mikla yfirvinnu á meðan hitt sinnir börnum eða er í hlutastarfi. „Þessi heimili hafa hingað til getað dreift skattbyrðinni á milli sín með sameiginlegri nýtingu skattþrepa – en sú leið verður nú lokuð,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að áður en þetta verður innleitt verði að fara fram greining á þessum breytingum. „Því eitt er alveg ljóst: þetta er skattahækkun – og hún er ekkert annað svik við kjósendur.“
Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stéttarfélög Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira