„Það eru ekki skattahækkanir“ Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2025 16:09 Daði Már svaraði Guðrúnu fullum hálsi. Vísir/Anton Brink Fjármála- og efnahagsráðherra vísar því á bug að ríkisstjórnin ætli að hækka skatta á almenning. Hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu falli samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar til ársins 2030. Þá muni afnám samsköttunar hjóna milli skattþrepa einungis koma niður á þeim sem eru í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þannig skili það ekki skattahækkunum til almennings. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp þráðinn frá því í síðustu viku og gagnrýndi harðlega áform ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks, sem koma fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2026 -2030. Fjármálaáætlunin er til umræðu í þinginu í dag en Guðrún ákvað að nýta óundirbúinn fyrirspurnartíma til þess að spyrja Daða Má Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, út í áformin. „Meðal annars er lagt til að afnema samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Ég hef áður bent á að sú breyting bitni helst á heimilum þar sem annað foreldri er tímabundið með lægri tekjur – vegna náms, veikinda, fæðingarorlofs eða barnauppeldis. Heimilin í landinu glíma nú þegar við áskoranir. Húsnæðiskostnaður er hár, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt,“ sagði Guðrún. Segir breytingarnar munu koma niður á heimilunum Guðrún rakti að samhliða þessu hefði verið vakin athygli á alvarlegum afleiðingum fyrirhugaðra tolla í Bandaríkjunum undir forystu Donalds Trump. Þótt markmið tollastefnunnar beindist að stórum efnahagsvæðum eins og Evrópusambandinu og Kína, væri ljóst að hún myndi hafa keðjuverkandi áhrif á Ísland. Samkvæmt forsvarsmönnum atvinnulífsins mætti búast við hærra innflutningsverði, röskun í aðfangakeðjum og samdrætti í ferðaþjónustu. Þeir hefðu lýst áhrifunum sem „alltumlykjandi“. Þegar slík ytri óvissa bættist við heimagerðar skattabreytingar og auknar álögur, þá kæmi það mest niður á heimilunum, fólkinu í landinu sem þegar glímdi við þrengingar í rekstri daglegs lífs. „Því spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra: Af hverju velur ríkisstjórnin að auka álögur á heimili landsins – einmitt nú – þegar efnahagsleg framtíðarsýn er óviss, alþjóðlegar aðstæður óstöðugar og heimilin þegar undir þrýstingi?“ Svaraði aftur með sambærilegum hætti Daði Már þakkaði Guðrúnu fyrir spurninguna og sagði hana raunar hafa spurt að henni áður. Það gerði flokksbróðir hennar Guðlaugur Þór Þórðarson einnig í síðustu viku. „Ég vil svara henni með sambærilegum hætti og ég hef gert áður. Það er að segja, farið hefur verið vandlega yfir afleiðingar þessarar samsköttunar og afnáms hennar. Ég vil vekja athygli þingheims á því að hér á einungis við um nýtingu skattþrepa og ekki nýtingu persónuafsláttar, sem helst áfram óbreytt. Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum.“ Svarið þunnt Guðrún þakkaði ráðherra fyrir svarið en sagði þó að henni þætti það frekar þunnt. Það væri grundvallaratriði í ríkisfjármálum að þjóðin geti treyst því að forsendur standist. Að þegar skattar eru hækkaðir, eða nýjar álögur kynntar, þá liggi fyrir hvers vegna og hvert markmiðið er. En við umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar virtist þessi einfalda krafa vera lögð til hliðar. Áformin um aukna tekjuöflun væru sett fram án þess að sýnt væri fram á hver áhrifin verða á heimili landsins. Engin gögn fylgdu um hvaða hópar bera byrðarnar, aðeins yfirlýsingar um að ríkið þyrfti meiri peninga. „Það er eins og skattheimta sé orðin markmið í sjálfu sér, ekki tæki til að byggja upp betra samfélag. Þeir sem eiga að greiða meira fá engin svör – ekki um tilganginn, ekki um afleiðingarnar. Þessu til viðbótar liggja enn ekki fyrir nauðsynlegar greiningar og útreikningar sem gera Alþingi kleift að meta áhrifin. Og þegar ríkisstjórn leggur fram fjármálaáætlun án fullnægjandi gagna – en með fullmótaða áætlun um álögur – þá er það ekki aðhald. Það er ábyrgðarleysi.“ Almenningur eigi betra skilið Á sama tíma hefði ríkisstjórnin ekki birt skýra sýn á áhrif áætlunarinnar á ráðstöfunartekjur, atvinnustig eða verðbólguþróun. „Við blasir stefna sem hvílir á álögum, ekki trausti.“ „Því spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra: Hvernig getur ríkisstjórn, sem kynnti það með hátíðlegum orðum á sínum fyrsta blaðamannafundi að skattar yrðu ekki hækkaðir á almenning, réttlætt að fyrsta verkið sé að gera nákvæmlega það? Almenningur á betra skilið en ríkisstjórn sem segir eitt og gerir hið gagnstæða.“ Varla hægt að halda því fram að þeir tekjuhæstu séu hluti af almenningi Daði Már þakkaði Guðrúnu aftur fyrir ítrekaða spurningu. „Ég tek það fram, svo að ég sé alveg skýr, að þessi breyting hefur einungis áhrif í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Það er að segja, það er varla hægt að halda því fram að hér sé um álögur á almenning að ræða. Síðan vil ég rifja upp með háttvirtum þingmanni að fyrir liggur bæði fjármálastefna og fjármálaáætlun, sem sýnir að hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu fellur samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar. „Það eru ekki skattahækkanir.“ Alþingi Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp þráðinn frá því í síðustu viku og gagnrýndi harðlega áform ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar hjóna og sambýlisfólks, sem koma fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2026 -2030. Fjármálaáætlunin er til umræðu í þinginu í dag en Guðrún ákvað að nýta óundirbúinn fyrirspurnartíma til þess að spyrja Daða Má Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, út í áformin. „Meðal annars er lagt til að afnema samsköttun hjóna og sambýlisfólks. Ég hef áður bent á að sú breyting bitni helst á heimilum þar sem annað foreldri er tímabundið með lægri tekjur – vegna náms, veikinda, fæðingarorlofs eða barnauppeldis. Heimilin í landinu glíma nú þegar við áskoranir. Húsnæðiskostnaður er hár, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt,“ sagði Guðrún. Segir breytingarnar munu koma niður á heimilunum Guðrún rakti að samhliða þessu hefði verið vakin athygli á alvarlegum afleiðingum fyrirhugaðra tolla í Bandaríkjunum undir forystu Donalds Trump. Þótt markmið tollastefnunnar beindist að stórum efnahagsvæðum eins og Evrópusambandinu og Kína, væri ljóst að hún myndi hafa keðjuverkandi áhrif á Ísland. Samkvæmt forsvarsmönnum atvinnulífsins mætti búast við hærra innflutningsverði, röskun í aðfangakeðjum og samdrætti í ferðaþjónustu. Þeir hefðu lýst áhrifunum sem „alltumlykjandi“. Þegar slík ytri óvissa bættist við heimagerðar skattabreytingar og auknar álögur, þá kæmi það mest niður á heimilunum, fólkinu í landinu sem þegar glímdi við þrengingar í rekstri daglegs lífs. „Því spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra: Af hverju velur ríkisstjórnin að auka álögur á heimili landsins – einmitt nú – þegar efnahagsleg framtíðarsýn er óviss, alþjóðlegar aðstæður óstöðugar og heimilin þegar undir þrýstingi?“ Svaraði aftur með sambærilegum hætti Daði Már þakkaði Guðrúnu fyrir spurninguna og sagði hana raunar hafa spurt að henni áður. Það gerði flokksbróðir hennar Guðlaugur Þór Þórðarson einnig í síðustu viku. „Ég vil svara henni með sambærilegum hætti og ég hef gert áður. Það er að segja, farið hefur verið vandlega yfir afleiðingar þessarar samsköttunar og afnáms hennar. Ég vil vekja athygli þingheims á því að hér á einungis við um nýtingu skattþrepa og ekki nýtingu persónuafsláttar, sem helst áfram óbreytt. Rannsóknir skattayfirvalda á því hverjir hafa getað nýtt sér þennan möguleika staðfesta ekki það sem háttvirtur þingmaður, Guðrún Hafsteinsdóttir, heldur fram, um að hér sé um að ræða barnafjölskyldur og þá sem tímabundið verða fyrir tekjulækkun. Heldur fyrst og fremst efsta hluta tekjudreifingarinnar. Þar sem raunverulega einhver munur er á skattþrepum.“ Svarið þunnt Guðrún þakkaði ráðherra fyrir svarið en sagði þó að henni þætti það frekar þunnt. Það væri grundvallaratriði í ríkisfjármálum að þjóðin geti treyst því að forsendur standist. Að þegar skattar eru hækkaðir, eða nýjar álögur kynntar, þá liggi fyrir hvers vegna og hvert markmiðið er. En við umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar virtist þessi einfalda krafa vera lögð til hliðar. Áformin um aukna tekjuöflun væru sett fram án þess að sýnt væri fram á hver áhrifin verða á heimili landsins. Engin gögn fylgdu um hvaða hópar bera byrðarnar, aðeins yfirlýsingar um að ríkið þyrfti meiri peninga. „Það er eins og skattheimta sé orðin markmið í sjálfu sér, ekki tæki til að byggja upp betra samfélag. Þeir sem eiga að greiða meira fá engin svör – ekki um tilganginn, ekki um afleiðingarnar. Þessu til viðbótar liggja enn ekki fyrir nauðsynlegar greiningar og útreikningar sem gera Alþingi kleift að meta áhrifin. Og þegar ríkisstjórn leggur fram fjármálaáætlun án fullnægjandi gagna – en með fullmótaða áætlun um álögur – þá er það ekki aðhald. Það er ábyrgðarleysi.“ Almenningur eigi betra skilið Á sama tíma hefði ríkisstjórnin ekki birt skýra sýn á áhrif áætlunarinnar á ráðstöfunartekjur, atvinnustig eða verðbólguþróun. „Við blasir stefna sem hvílir á álögum, ekki trausti.“ „Því spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra: Hvernig getur ríkisstjórn, sem kynnti það með hátíðlegum orðum á sínum fyrsta blaðamannafundi að skattar yrðu ekki hækkaðir á almenning, réttlætt að fyrsta verkið sé að gera nákvæmlega það? Almenningur á betra skilið en ríkisstjórn sem segir eitt og gerir hið gagnstæða.“ Varla hægt að halda því fram að þeir tekjuhæstu séu hluti af almenningi Daði Már þakkaði Guðrúnu aftur fyrir ítrekaða spurningu. „Ég tek það fram, svo að ég sé alveg skýr, að þessi breyting hefur einungis áhrif í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Það er að segja, það er varla hægt að halda því fram að hér sé um álögur á almenning að ræða. Síðan vil ég rifja upp með háttvirtum þingmanni að fyrir liggur bæði fjármálastefna og fjármálaáætlun, sem sýnir að hlutfall tekna ríkisins af vergri landsframleiðslu fellur samfellt allt tímabil fjármálaáætlunar. „Það eru ekki skattahækkanir.“
Alþingi Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira