Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2025 11:17 Á ferðum okkar um borgina og raun landið allt blasa við okkur skilti og skjáir. Þessi litli færanlegi oftast kallaður sími, skjárinn í bílnum, auglýsingaskjáir og skilti á verslunum sem og auglýsingaskjáir sem finna má við fjölfarna staði. Hvaðan koma þessi skilti og hver á þau? Á höfuðborgarsvæðinu eru flest skiltin í eigu íþróttafélaga en einhver í einkaeigu húseigenda sem og annara. Þessi skilti skila íþróttafélögunum samanlagt um 100 milljónum á ársgrundvelli inn í reksturinn. Því er óhætt að segja að þau séu lykilbreyta í rekstri íþróttafélaganna í borginni. En nú er óvissa um þessar tekjur félaganna, Vegagerðin hefur sent sveitarfélögum beiðni um að nokkur þessara skilta verði fjarlægð og er það gífurlegt áfall fyrir íþróttir og heilsu barna í viðeigandi hverfum. En hvers vegna skyldi óskað eftir að skitlin séu fjarlægð? Það er ekki vegna fagurfræðilegra sjónarmiða eins og margir gætu ályktað, heldur vegna umferðaröryggis. Engin töluleg gögn um það hafa þó verið lögð fram.. Er nauðsynlegt að fjarlægja skiltin? Sveitarfélögin hafa brugðist við á ólíkan hátt. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík brugðust við með því að takmarka skiltin og óskað eftir að slökkt verði á einhverjum þeirra. Í Kópavogi var hafður annar háttur á, þar var haft samband við Eflu verkfræðistofu sem fór í greiningarvinnu á áhrifum skiltana á umferðaröryggi og eru niðurstöður þeirra í beinu samræmi við norrænar rannsóknir sem skrá ekki aukningu á umferðaróhöppum á birtingarsvæði skiltana í sínum heimalöndum. Hefur bærinn því tekið ákvörðun um að skiltin standi áfram. Ef horft er til birtu af skjánum hefur ný tækni verið nýtt til að vinna að birtustýringu auglýsingaskjáa þannig að ekki verður óhófleg birta af skjánum og er hún bein tengd umhverfis birtu í nágrenni skjáanna. Einnig er gætt að því að ekki séu á skjánum hreyfimyndir eða ört skipt svo áreitið sé sem minnst. Enda sýnir tölfræði úr skýrslu Eflu greinilega að hér er vandað til verka og áhrif á umferð ekki teljandi. Skilti ÍR við Árskóga Eitt þeirra skilta sem nú stendur til að slökkt verði á er skilti á vegum ÍR við Árskóga. Skiltið færir félaginu verulegar tekjur eða sem nemur um það bil heilu stöðugildi á ári. Það munar um minna í því umfangi sem felst í að þjóna þeim fjölda barna sem stunda íþróttir hjá ÍR en þau eru í dag hátt í 2000 þvert á greinar. Einnig er þjónusta við eldri borgara, og börn í skólaleikfimi svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir rekstrarstyrk frá Reykjavíkurborg til félagsins þá þarf líka að hafa möguleika til að afla eigin tekna og tilmæli um að slökkva á skiltinu heggur verulega í tekjustofn félagsins. Mikill neikvæður fréttaflutningur hefur verið um Breiðholt, hvort sem litið er til einnar lægstu nýtingu frístundastyrks í hlutfalli við önnur hverfi eða þá erfiðleika sem hafa átt sér stað hjá börnum á unglingastigi. Það hlýtur öllum að vera ljóst að það er forgangsmál að tryggja þessum börnum aðgang að hreyfingu og uppbyggilegri samveru og það gerum við ekki svona. Skiltin eru mikilvægur tekjustofn í rekstri íþróttafélaga. Það er dagsljóst að þessi vegferð Vegagerðarinnar leiðir til þess að börn verða af þjónustu sem okkur flestum þykir, réttilega, bæði sjálfsögð og mikilvæg. Skiltin veita okkur oftar en ekki gagnlegar upplýsingar og sumhver birta tíma og hitastig. Þó við flest hver í akandi umferð séum með slíkt í mælaborði bílsins má ekki gleyma því að fleiri faramótar eru á ferð í borginni. Einnig hafa umsjónarmenn þessara skilta, lagt sitt á vogarskálarnar þegar það kemur að nærsamfélaginu. Ef um viðburði lítilla leikfélaga eða söfnunarátak í góðgerðarmálum eru birtingar oft boðnar án endurgjalds. Einnig má þar finna verkefni sem birtir reglulega orð og mynd á íslensku og vísar í forrit sem nýtt er til að kenna íslensku og auka lesfærni. Í kjölfar þeirra auglýsinga hefur viðkomandi kerfi verið sett upp á flestar spjaldtölvur grunnskólana í Reykjavík. Ekki má gleyma Auglýsingahlé sem í upphafi hvers árs síðastliðin 5 ár hefur birt verk eftir ólíka listamenn. Þykir greinarhöfundi hléið skemmtilegt upphaf á nýju ár og listaverkin oftar en ekki kynning á nýjum listamönnum. Verkin vekja forvitni og gleði og oftar en ekki verður umfjöllun og umræður um verkin töluverð. Er það mikilvægur liður í að styðja við skapandi greinar. Stöldrum við og hugsum þetta aðeins betur Hæpið verður að telja að skiltin séu í of miklum mæli í borgarlandinu, þau skili sannarlega sínum tilgangi, styrkja við íþróttafélög og styðji þannig við að bæta líf borgarbúa og jafnvel auðga þegar litið er til fjölda þeirra samfélagsverkefna sem fengið hafið að nýta skiltin til að miðla hvort sem er vitundarvakningu, söfnunum já eða listasýningum. Þar af leiðandi hef ég óskað eftir að málið verði tekið fyrir á fundi Borgarstjórnar nú 8 apríl og vonast til þess að í kjölfarið verði komið í veg fyrir rothögg á heilsu ungra barna í stærsta hverfi Reykjavíkur. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auglýsinga- og markaðsmál ÍR Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á ferðum okkar um borgina og raun landið allt blasa við okkur skilti og skjáir. Þessi litli færanlegi oftast kallaður sími, skjárinn í bílnum, auglýsingaskjáir og skilti á verslunum sem og auglýsingaskjáir sem finna má við fjölfarna staði. Hvaðan koma þessi skilti og hver á þau? Á höfuðborgarsvæðinu eru flest skiltin í eigu íþróttafélaga en einhver í einkaeigu húseigenda sem og annara. Þessi skilti skila íþróttafélögunum samanlagt um 100 milljónum á ársgrundvelli inn í reksturinn. Því er óhætt að segja að þau séu lykilbreyta í rekstri íþróttafélaganna í borginni. En nú er óvissa um þessar tekjur félaganna, Vegagerðin hefur sent sveitarfélögum beiðni um að nokkur þessara skilta verði fjarlægð og er það gífurlegt áfall fyrir íþróttir og heilsu barna í viðeigandi hverfum. En hvers vegna skyldi óskað eftir að skitlin séu fjarlægð? Það er ekki vegna fagurfræðilegra sjónarmiða eins og margir gætu ályktað, heldur vegna umferðaröryggis. Engin töluleg gögn um það hafa þó verið lögð fram.. Er nauðsynlegt að fjarlægja skiltin? Sveitarfélögin hafa brugðist við á ólíkan hátt. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík brugðust við með því að takmarka skiltin og óskað eftir að slökkt verði á einhverjum þeirra. Í Kópavogi var hafður annar háttur á, þar var haft samband við Eflu verkfræðistofu sem fór í greiningarvinnu á áhrifum skiltana á umferðaröryggi og eru niðurstöður þeirra í beinu samræmi við norrænar rannsóknir sem skrá ekki aukningu á umferðaróhöppum á birtingarsvæði skiltana í sínum heimalöndum. Hefur bærinn því tekið ákvörðun um að skiltin standi áfram. Ef horft er til birtu af skjánum hefur ný tækni verið nýtt til að vinna að birtustýringu auglýsingaskjáa þannig að ekki verður óhófleg birta af skjánum og er hún bein tengd umhverfis birtu í nágrenni skjáanna. Einnig er gætt að því að ekki séu á skjánum hreyfimyndir eða ört skipt svo áreitið sé sem minnst. Enda sýnir tölfræði úr skýrslu Eflu greinilega að hér er vandað til verka og áhrif á umferð ekki teljandi. Skilti ÍR við Árskóga Eitt þeirra skilta sem nú stendur til að slökkt verði á er skilti á vegum ÍR við Árskóga. Skiltið færir félaginu verulegar tekjur eða sem nemur um það bil heilu stöðugildi á ári. Það munar um minna í því umfangi sem felst í að þjóna þeim fjölda barna sem stunda íþróttir hjá ÍR en þau eru í dag hátt í 2000 þvert á greinar. Einnig er þjónusta við eldri borgara, og börn í skólaleikfimi svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir rekstrarstyrk frá Reykjavíkurborg til félagsins þá þarf líka að hafa möguleika til að afla eigin tekna og tilmæli um að slökkva á skiltinu heggur verulega í tekjustofn félagsins. Mikill neikvæður fréttaflutningur hefur verið um Breiðholt, hvort sem litið er til einnar lægstu nýtingu frístundastyrks í hlutfalli við önnur hverfi eða þá erfiðleika sem hafa átt sér stað hjá börnum á unglingastigi. Það hlýtur öllum að vera ljóst að það er forgangsmál að tryggja þessum börnum aðgang að hreyfingu og uppbyggilegri samveru og það gerum við ekki svona. Skiltin eru mikilvægur tekjustofn í rekstri íþróttafélaga. Það er dagsljóst að þessi vegferð Vegagerðarinnar leiðir til þess að börn verða af þjónustu sem okkur flestum þykir, réttilega, bæði sjálfsögð og mikilvæg. Skiltin veita okkur oftar en ekki gagnlegar upplýsingar og sumhver birta tíma og hitastig. Þó við flest hver í akandi umferð séum með slíkt í mælaborði bílsins má ekki gleyma því að fleiri faramótar eru á ferð í borginni. Einnig hafa umsjónarmenn þessara skilta, lagt sitt á vogarskálarnar þegar það kemur að nærsamfélaginu. Ef um viðburði lítilla leikfélaga eða söfnunarátak í góðgerðarmálum eru birtingar oft boðnar án endurgjalds. Einnig má þar finna verkefni sem birtir reglulega orð og mynd á íslensku og vísar í forrit sem nýtt er til að kenna íslensku og auka lesfærni. Í kjölfar þeirra auglýsinga hefur viðkomandi kerfi verið sett upp á flestar spjaldtölvur grunnskólana í Reykjavík. Ekki má gleyma Auglýsingahlé sem í upphafi hvers árs síðastliðin 5 ár hefur birt verk eftir ólíka listamenn. Þykir greinarhöfundi hléið skemmtilegt upphaf á nýju ár og listaverkin oftar en ekki kynning á nýjum listamönnum. Verkin vekja forvitni og gleði og oftar en ekki verður umfjöllun og umræður um verkin töluverð. Er það mikilvægur liður í að styðja við skapandi greinar. Stöldrum við og hugsum þetta aðeins betur Hæpið verður að telja að skiltin séu í of miklum mæli í borgarlandinu, þau skili sannarlega sínum tilgangi, styrkja við íþróttafélög og styðji þannig við að bæta líf borgarbúa og jafnvel auðga þegar litið er til fjölda þeirra samfélagsverkefna sem fengið hafið að nýta skiltin til að miðla hvort sem er vitundarvakningu, söfnunum já eða listasýningum. Þar af leiðandi hef ég óskað eftir að málið verði tekið fyrir á fundi Borgarstjórnar nú 8 apríl og vonast til þess að í kjölfarið verði komið í veg fyrir rothögg á heilsu ungra barna í stærsta hverfi Reykjavíkur. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun