„Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Hinrik Wöhler skrifar 5. apríl 2025 18:45 Árni Bragi Eyjólfsson og samherjar hans hjá Aftureldingu byrjuðu úrslitakeppnina á sigri. Vísir/Jón Gautur Fyrirliði Aftureldingar, Árni Bragi Eyjólfsson, var ánægður með sigurinn á móti ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar sigruðu ÍBV, 32-30, í spennandi og jöfnum leik í Mosfellsbæ í dag. „Þetta er drullu gaman að vera kominn í úrslitakeppnina. Sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessum liðum sem lentu í öðru til sjötta sæti í deildinni þá er þetta alltaf mjög jöfn einvígi. Þetta var hörku leikur og sem betur fer unnum við,“ sagði Árni Bragi eftir leikinn í Mosfellsbæ í dag. Afturelding leiddi lengst af í seinni hálfleik en Eyjamenn voru þó aldrei langt undan. Að lokum sigruðu Mosfellingar með tveimur mörkum, þó Árni Bragi hefði viljað klára leikinn fyrr. „Við ákváðum að hleypa þessu upp í vitleysu í lokin. Ég átti að taka ábyrgð í lokin og skora mark og þá væri þetta búið en það var stöngin út.“ Hallur Arason sækir að marki ÍBV.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur og markvarsla beggja liða var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik, en þegar leið á leikinn jókst hraðinn og liðin skiptust á að skora. „Við vorum búnir að standa hörku vörn í seinni hálfleik, undir lokin bættist þó hratt við mörkin. Það var útaf því að bæði lið voru að keyra hratt upp og taka færin,“ „Varnarlega náðum við nokkurn veginn að læsa á þetta sem var að ganga illa í fyrri hálfleik. Mér leið þó ekkert illa með þetta þó þetta hafi verið tæpt í lokin,“ sagði Árni Bragi þegar hann spurður út í síðustu mínútur leiksins. Leikplanið gekk upp Árni Bragi sagði að leikurinn hafi spilast eins og lagt var upp með. Mosfellingar stóðu fastir fyrir í vörninni, en þurftu að halda einbeitingu allan tímann gegn sterkum mótherjum. „Í rauninni gekk leikplanið upp. Í fyrri hálfleik var þetta 10% sem vantaði upp á. Stóðum oft góðar varnir í 40 til 50 sekúndur en ÍBV eru seigir. Þeir eru lengi á boltanum og finna sín pláss, þeir gripu tækifærin um leið og við gáfum þau.“ „Við héldum að við vorum að standa góða vörn en svo endaði það oft með marki hjá þeim en leikplanið gekk þannig séð upp á móti góðu liði,“ bætti Árni Bragi við. Afturelding leiðir nú einvígið 1–0 en sigra þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit. Næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag og Mosfellingar þurfa að leggja allt í sölurnar. „Við þurfum enn betri frammistöðu í dag, við erum að fara til Vestmannaeyja og vitum að þeir fá auka 20% þar. Rétt eins og við hér með okkar fólki þannig við þurfum að fara klárir í það,“ sagði Árni Bragi. Stór dagur hjá félaginu Stuðningsmenn Aftureldingar í samstilltum dansi í stúkunni.Vísir/Jón Gautur Það er stór dagur hjá Mosfellingum í dag en knattspyrnulið Aftureldingar leikur á Kópavogsvelli í opnunarleik Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti sem karlalið Aftureldingar leikur í efstu deild og er mikil eftirvænting meðal bæjarbúa. Árni Bragi ætlar ekki að láta sig vanta á leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. „Já, nú er bara að hlaupa í sturtu, beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag,“ sagði Árni Bragi að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Þetta er drullu gaman að vera kominn í úrslitakeppnina. Sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessum liðum sem lentu í öðru til sjötta sæti í deildinni þá er þetta alltaf mjög jöfn einvígi. Þetta var hörku leikur og sem betur fer unnum við,“ sagði Árni Bragi eftir leikinn í Mosfellsbæ í dag. Afturelding leiddi lengst af í seinni hálfleik en Eyjamenn voru þó aldrei langt undan. Að lokum sigruðu Mosfellingar með tveimur mörkum, þó Árni Bragi hefði viljað klára leikinn fyrr. „Við ákváðum að hleypa þessu upp í vitleysu í lokin. Ég átti að taka ábyrgð í lokin og skora mark og þá væri þetta búið en það var stöngin út.“ Hallur Arason sækir að marki ÍBV.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur og markvarsla beggja liða var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik, en þegar leið á leikinn jókst hraðinn og liðin skiptust á að skora. „Við vorum búnir að standa hörku vörn í seinni hálfleik, undir lokin bættist þó hratt við mörkin. Það var útaf því að bæði lið voru að keyra hratt upp og taka færin,“ „Varnarlega náðum við nokkurn veginn að læsa á þetta sem var að ganga illa í fyrri hálfleik. Mér leið þó ekkert illa með þetta þó þetta hafi verið tæpt í lokin,“ sagði Árni Bragi þegar hann spurður út í síðustu mínútur leiksins. Leikplanið gekk upp Árni Bragi sagði að leikurinn hafi spilast eins og lagt var upp með. Mosfellingar stóðu fastir fyrir í vörninni, en þurftu að halda einbeitingu allan tímann gegn sterkum mótherjum. „Í rauninni gekk leikplanið upp. Í fyrri hálfleik var þetta 10% sem vantaði upp á. Stóðum oft góðar varnir í 40 til 50 sekúndur en ÍBV eru seigir. Þeir eru lengi á boltanum og finna sín pláss, þeir gripu tækifærin um leið og við gáfum þau.“ „Við héldum að við vorum að standa góða vörn en svo endaði það oft með marki hjá þeim en leikplanið gekk þannig séð upp á móti góðu liði,“ bætti Árni Bragi við. Afturelding leiðir nú einvígið 1–0 en sigra þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit. Næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag og Mosfellingar þurfa að leggja allt í sölurnar. „Við þurfum enn betri frammistöðu í dag, við erum að fara til Vestmannaeyja og vitum að þeir fá auka 20% þar. Rétt eins og við hér með okkar fólki þannig við þurfum að fara klárir í það,“ sagði Árni Bragi. Stór dagur hjá félaginu Stuðningsmenn Aftureldingar í samstilltum dansi í stúkunni.Vísir/Jón Gautur Það er stór dagur hjá Mosfellingum í dag en knattspyrnulið Aftureldingar leikur á Kópavogsvelli í opnunarleik Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti sem karlalið Aftureldingar leikur í efstu deild og er mikil eftirvænting meðal bæjarbúa. Árni Bragi ætlar ekki að láta sig vanta á leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. „Já, nú er bara að hlaupa í sturtu, beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag,“ sagði Árni Bragi að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira