„Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Hinrik Wöhler skrifar 5. apríl 2025 18:45 Árni Bragi Eyjólfsson og samherjar hans hjá Aftureldingu byrjuðu úrslitakeppnina á sigri. Vísir/Jón Gautur Fyrirliði Aftureldingar, Árni Bragi Eyjólfsson, var ánægður með sigurinn á móti ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar sigruðu ÍBV, 32-30, í spennandi og jöfnum leik í Mosfellsbæ í dag. „Þetta er drullu gaman að vera kominn í úrslitakeppnina. Sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessum liðum sem lentu í öðru til sjötta sæti í deildinni þá er þetta alltaf mjög jöfn einvígi. Þetta var hörku leikur og sem betur fer unnum við,“ sagði Árni Bragi eftir leikinn í Mosfellsbæ í dag. Afturelding leiddi lengst af í seinni hálfleik en Eyjamenn voru þó aldrei langt undan. Að lokum sigruðu Mosfellingar með tveimur mörkum, þó Árni Bragi hefði viljað klára leikinn fyrr. „Við ákváðum að hleypa þessu upp í vitleysu í lokin. Ég átti að taka ábyrgð í lokin og skora mark og þá væri þetta búið en það var stöngin út.“ Hallur Arason sækir að marki ÍBV.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur og markvarsla beggja liða var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik, en þegar leið á leikinn jókst hraðinn og liðin skiptust á að skora. „Við vorum búnir að standa hörku vörn í seinni hálfleik, undir lokin bættist þó hratt við mörkin. Það var útaf því að bæði lið voru að keyra hratt upp og taka færin,“ „Varnarlega náðum við nokkurn veginn að læsa á þetta sem var að ganga illa í fyrri hálfleik. Mér leið þó ekkert illa með þetta þó þetta hafi verið tæpt í lokin,“ sagði Árni Bragi þegar hann spurður út í síðustu mínútur leiksins. Leikplanið gekk upp Árni Bragi sagði að leikurinn hafi spilast eins og lagt var upp með. Mosfellingar stóðu fastir fyrir í vörninni, en þurftu að halda einbeitingu allan tímann gegn sterkum mótherjum. „Í rauninni gekk leikplanið upp. Í fyrri hálfleik var þetta 10% sem vantaði upp á. Stóðum oft góðar varnir í 40 til 50 sekúndur en ÍBV eru seigir. Þeir eru lengi á boltanum og finna sín pláss, þeir gripu tækifærin um leið og við gáfum þau.“ „Við héldum að við vorum að standa góða vörn en svo endaði það oft með marki hjá þeim en leikplanið gekk þannig séð upp á móti góðu liði,“ bætti Árni Bragi við. Afturelding leiðir nú einvígið 1–0 en sigra þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit. Næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag og Mosfellingar þurfa að leggja allt í sölurnar. „Við þurfum enn betri frammistöðu í dag, við erum að fara til Vestmannaeyja og vitum að þeir fá auka 20% þar. Rétt eins og við hér með okkar fólki þannig við þurfum að fara klárir í það,“ sagði Árni Bragi. Stór dagur hjá félaginu Stuðningsmenn Aftureldingar í samstilltum dansi í stúkunni.Vísir/Jón Gautur Það er stór dagur hjá Mosfellingum í dag en knattspyrnulið Aftureldingar leikur á Kópavogsvelli í opnunarleik Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti sem karlalið Aftureldingar leikur í efstu deild og er mikil eftirvænting meðal bæjarbúa. Árni Bragi ætlar ekki að láta sig vanta á leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. „Já, nú er bara að hlaupa í sturtu, beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag,“ sagði Árni Bragi að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
„Þetta er drullu gaman að vera kominn í úrslitakeppnina. Sérstaklega fyrir okkur sem eru í þessum liðum sem lentu í öðru til sjötta sæti í deildinni þá er þetta alltaf mjög jöfn einvígi. Þetta var hörku leikur og sem betur fer unnum við,“ sagði Árni Bragi eftir leikinn í Mosfellsbæ í dag. Afturelding leiddi lengst af í seinni hálfleik en Eyjamenn voru þó aldrei langt undan. Að lokum sigruðu Mosfellingar með tveimur mörkum, þó Árni Bragi hefði viljað klára leikinn fyrr. „Við ákváðum að hleypa þessu upp í vitleysu í lokin. Ég átti að taka ábyrgð í lokin og skora mark og þá væri þetta búið en það var stöngin út.“ Hallur Arason sækir að marki ÍBV.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur og markvarsla beggja liða var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik, en þegar leið á leikinn jókst hraðinn og liðin skiptust á að skora. „Við vorum búnir að standa hörku vörn í seinni hálfleik, undir lokin bættist þó hratt við mörkin. Það var útaf því að bæði lið voru að keyra hratt upp og taka færin,“ „Varnarlega náðum við nokkurn veginn að læsa á þetta sem var að ganga illa í fyrri hálfleik. Mér leið þó ekkert illa með þetta þó þetta hafi verið tæpt í lokin,“ sagði Árni Bragi þegar hann spurður út í síðustu mínútur leiksins. Leikplanið gekk upp Árni Bragi sagði að leikurinn hafi spilast eins og lagt var upp með. Mosfellingar stóðu fastir fyrir í vörninni, en þurftu að halda einbeitingu allan tímann gegn sterkum mótherjum. „Í rauninni gekk leikplanið upp. Í fyrri hálfleik var þetta 10% sem vantaði upp á. Stóðum oft góðar varnir í 40 til 50 sekúndur en ÍBV eru seigir. Þeir eru lengi á boltanum og finna sín pláss, þeir gripu tækifærin um leið og við gáfum þau.“ „Við héldum að við vorum að standa góða vörn en svo endaði það oft með marki hjá þeim en leikplanið gekk þannig séð upp á móti góðu liði,“ bætti Árni Bragi við. Afturelding leiðir nú einvígið 1–0 en sigra þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit. Næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum á þriðjudag og Mosfellingar þurfa að leggja allt í sölurnar. „Við þurfum enn betri frammistöðu í dag, við erum að fara til Vestmannaeyja og vitum að þeir fá auka 20% þar. Rétt eins og við hér með okkar fólki þannig við þurfum að fara klárir í það,“ sagði Árni Bragi. Stór dagur hjá félaginu Stuðningsmenn Aftureldingar í samstilltum dansi í stúkunni.Vísir/Jón Gautur Það er stór dagur hjá Mosfellingum í dag en knattspyrnulið Aftureldingar leikur á Kópavogsvelli í opnunarleik Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn er sá fyrsti sem karlalið Aftureldingar leikur í efstu deild og er mikil eftirvænting meðal bæjarbúa. Árni Bragi ætlar ekki að láta sig vanta á leikinn á Kópavogsvelli í kvöld. „Já, nú er bara að hlaupa í sturtu, beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag,“ sagði Árni Bragi að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira