Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir og Guðrún Johnsen skrifa 4. apríl 2025 13:32 Um tilgang fyrirtækja Fyrirtæki gegna lykilhlutverki í nútímasamfélagi, bæði hvað varðar efnahagsleg og félagsleg áhrif. Tilgangur þeirra getur verið margvíslegur og er gjarnan skilgreindur í stofnskjölum á grundvelli þess félagaforms sem hefur orðið fyrir valinu. Talsvert hefur verið fjallað um hver tilgangur fyrirtækja sé eða ætti að vera af fræðimönnum á sviði hagfræði, lögfræði og stjórnunarfræða á síðustu áratugum. Meðal áhrifamikilla kenninga um þetta efni eru skrif stjórnunarsérfræðingsins Peter Drucker um að tilgangurinn sé að búa til vörur eða þjónustu sem fullnægja þörfum neytenda. Peningamálahagfræðingurinn Milton Friedman lagði út frá því að tilgangur fyrirtækja væri fyrst og fremst sá að leitast við að hámarka hagnað fyrir hluthafa sína. Fjármálafræðingar horfa á félagaformið út frá möguleikum til að skapa virði, dreifa áhættu og ráðstafa fjármagni með sem skilvirkustum hætti. Lögfræðingar fjalla hins vegar um spurninguna út frá sjónarmiði um mismunandi félagaform og yfirlýstan tilgang þeirra skv. lögum. Hins vegar segir lítið í lögum um hlutafélög um hver tilgangur félags eða fyrirtækis skuli vera, annað en að um hann skuli fjalla í samþykktum. Af 3. mgr. 9. gr. laga um hlutafélög má þó ráða að tilgangur þeirra sé almennt sá að afla hluthöfum fjárhagslegs ávinnings, nema annað sé tiltekið í samþykktum. Enda þótt svigrúm stofnenda sé rúmt til að skilgreina tilgang og markmið hlutafélags hefur þessi áhersla á fjárhagslegan ávinning óneitanlega haft töluverð áhrif á hvernig ákvarðanir eru teknar af stjórnum hlutafélaga. Samvinnufélög er annað félagaform sem notað er til atvinnurekstrar þar sem félagsmenn bera takmarkaða ábyrgð. Þar er tilgangur og markmið samkvæmt lagarammanum sá að efla hag félagsmanna í samræmi við viðskiptalega þátttöku þeirra í félagsstarfinu. Starfssvið samvinnufélaga getur m.a. verið að útvega félagsmönnum vörur og þjónustu til eigin þarfa; að selja afurðir félagsmanna í víðum skilningi eða að annast starfsemi sem á annan hátt miðar að því að efla hag félagsmanna. Hagnaðardrifin, ekki hagnaðardrifin eða óhagnaðardrifin félög (profit seeking, not for profit og non-profit) Þrátt fyrir að samvinnufélög séu ekki óhagnaðardrifin góðgerðarfélög eru þau ekki hagnaðardrifin að sama marki og hlutafélög. Þau eru því þriðji valkosturinn við fyrrnefnd félagaform og samvinnufélög standa því á milli hagnaðardrifinna hlutafélaga og óhagnaðardrifinna góðgerðarfélaga. Þetta má orða þannig að samvinnufélög eru ekki hagnaðardrifin, þ.e. hagnaður til félagsmanna er ekki æðsti tilgangur með rekstrinum. Verði hins vegar hagnaður af rekstrinum eftir að þörfum félagsmanna hefur verið mætt með þeim hætti sem að er stefnt, skal hagnaðinum dreift í samræmi við umfang viðskipta félagsmanna við félagið. Þessi sýn á tilgang í atvinnurekstri samræmist vel hugmyndum um að horfa þurfi til haghafa félags við ákvarðanatöku í rekstri, en ekki fjárhagslegra hagsmuna hluthafa einvörðungu. Samkvæmt þessum hugmyndum ættu fyrirtæki að taka tillit til hagsmuna allra sem tengjast þeim, þar á meðal starfsmanna, viðskiptavina, samfélagsins og umhverfisins. Þessi nálgun fellur vel að aukinni vitund um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og þau miklu áhrif sem þau geta haft á náttúruna. Slík nálgun á tilgang með rekstri fyrirtækja er að verða æ mikilvægari í náttúru- og efnahagslegu samhengi þegar horft er til aukinnar skautunar í samfélagsumræðu og fyrirsjáanlegs hruns vistkerfa. Hlutafélög sem allsráðandi rekstrarform Á síðustu árum og áratugum hefur hlutafélagaformið (ehf og hf) orðið nær allsráðandi við nýstofnun félaga til atvinnurekstrar með takmarkaða ábyrgð félagsmanna. Á árinu 2023 voru þannig nýskráð 3.074 einkahlutafélög og tvö hlutafélög en engin samvinnufélög. Það sama ár voru stofnuð 37 ný sameignarfélög, 8 samlagshlutafélög og 368 samlagsfélög, en þessi félagaform bjóða ekki upp á takmarkaða ábyrgð til handa öllum félagsmönnum. Hvað veldur þessari miklu einsleitni í vali á félagaformum til atvinnurekstrar? Skýringarnar eru eflaust margar, en líklegt er að þegar eitt félagaform nær yfirhöndinni verði sífellt ólíklegra að önnur verði fyrir valinu vegna þekkingarskorts á umgjörðinni. Lögmenn og endurskoðendur ráðleggja það félagaform sem þeir þekkja best. Úrskurðir dómstóla snúast flestir um algengasta félagaformið, fræðimenn skrifa um það og lagadeildir háskóla hætta að kenna félagarétt og kenna þess í stað einvörðungu hlutafélagarétt. Ljóst er að hagnaðarvon er ástæða stofnunar atvinnurekstrar í mörgum tilvikum en oftar en ekki eru það þó flóknari þættir sem drífa fólk áfram í það erfiða hlutverk að stunda eigin atvinnurekstur. Dæmi um það er viljinn til að skapa sér starfsvettvang á áhugasviði sínu og leysa um leið einhvern vanda eða svara ákveðinni þörf hvort sem það er í formi vöru eða þjónustu. Þegar allt kemur til alls má halda því fram með góðum rökum að hlutverk fyrirtækja felist ekki aðeins í hagnaðarframleiðslu, heldur einnig í að stuðla að jákvæðum samfélagslegum áhrifum og skapa virði til handa breiðari hópum haghafa en einvörðungu hluthafa. Bæta mætti þekkingu almennings og stofnenda nýrra félaga um að fjölbreyttir kostir eru til staðar þegar velja skal rekstrarform í fyrirtækjarekstri. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atvinnurekendur Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um tilgang fyrirtækja Fyrirtæki gegna lykilhlutverki í nútímasamfélagi, bæði hvað varðar efnahagsleg og félagsleg áhrif. Tilgangur þeirra getur verið margvíslegur og er gjarnan skilgreindur í stofnskjölum á grundvelli þess félagaforms sem hefur orðið fyrir valinu. Talsvert hefur verið fjallað um hver tilgangur fyrirtækja sé eða ætti að vera af fræðimönnum á sviði hagfræði, lögfræði og stjórnunarfræða á síðustu áratugum. Meðal áhrifamikilla kenninga um þetta efni eru skrif stjórnunarsérfræðingsins Peter Drucker um að tilgangurinn sé að búa til vörur eða þjónustu sem fullnægja þörfum neytenda. Peningamálahagfræðingurinn Milton Friedman lagði út frá því að tilgangur fyrirtækja væri fyrst og fremst sá að leitast við að hámarka hagnað fyrir hluthafa sína. Fjármálafræðingar horfa á félagaformið út frá möguleikum til að skapa virði, dreifa áhættu og ráðstafa fjármagni með sem skilvirkustum hætti. Lögfræðingar fjalla hins vegar um spurninguna út frá sjónarmiði um mismunandi félagaform og yfirlýstan tilgang þeirra skv. lögum. Hins vegar segir lítið í lögum um hlutafélög um hver tilgangur félags eða fyrirtækis skuli vera, annað en að um hann skuli fjalla í samþykktum. Af 3. mgr. 9. gr. laga um hlutafélög má þó ráða að tilgangur þeirra sé almennt sá að afla hluthöfum fjárhagslegs ávinnings, nema annað sé tiltekið í samþykktum. Enda þótt svigrúm stofnenda sé rúmt til að skilgreina tilgang og markmið hlutafélags hefur þessi áhersla á fjárhagslegan ávinning óneitanlega haft töluverð áhrif á hvernig ákvarðanir eru teknar af stjórnum hlutafélaga. Samvinnufélög er annað félagaform sem notað er til atvinnurekstrar þar sem félagsmenn bera takmarkaða ábyrgð. Þar er tilgangur og markmið samkvæmt lagarammanum sá að efla hag félagsmanna í samræmi við viðskiptalega þátttöku þeirra í félagsstarfinu. Starfssvið samvinnufélaga getur m.a. verið að útvega félagsmönnum vörur og þjónustu til eigin þarfa; að selja afurðir félagsmanna í víðum skilningi eða að annast starfsemi sem á annan hátt miðar að því að efla hag félagsmanna. Hagnaðardrifin, ekki hagnaðardrifin eða óhagnaðardrifin félög (profit seeking, not for profit og non-profit) Þrátt fyrir að samvinnufélög séu ekki óhagnaðardrifin góðgerðarfélög eru þau ekki hagnaðardrifin að sama marki og hlutafélög. Þau eru því þriðji valkosturinn við fyrrnefnd félagaform og samvinnufélög standa því á milli hagnaðardrifinna hlutafélaga og óhagnaðardrifinna góðgerðarfélaga. Þetta má orða þannig að samvinnufélög eru ekki hagnaðardrifin, þ.e. hagnaður til félagsmanna er ekki æðsti tilgangur með rekstrinum. Verði hins vegar hagnaður af rekstrinum eftir að þörfum félagsmanna hefur verið mætt með þeim hætti sem að er stefnt, skal hagnaðinum dreift í samræmi við umfang viðskipta félagsmanna við félagið. Þessi sýn á tilgang í atvinnurekstri samræmist vel hugmyndum um að horfa þurfi til haghafa félags við ákvarðanatöku í rekstri, en ekki fjárhagslegra hagsmuna hluthafa einvörðungu. Samkvæmt þessum hugmyndum ættu fyrirtæki að taka tillit til hagsmuna allra sem tengjast þeim, þar á meðal starfsmanna, viðskiptavina, samfélagsins og umhverfisins. Þessi nálgun fellur vel að aukinni vitund um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og þau miklu áhrif sem þau geta haft á náttúruna. Slík nálgun á tilgang með rekstri fyrirtækja er að verða æ mikilvægari í náttúru- og efnahagslegu samhengi þegar horft er til aukinnar skautunar í samfélagsumræðu og fyrirsjáanlegs hruns vistkerfa. Hlutafélög sem allsráðandi rekstrarform Á síðustu árum og áratugum hefur hlutafélagaformið (ehf og hf) orðið nær allsráðandi við nýstofnun félaga til atvinnurekstrar með takmarkaða ábyrgð félagsmanna. Á árinu 2023 voru þannig nýskráð 3.074 einkahlutafélög og tvö hlutafélög en engin samvinnufélög. Það sama ár voru stofnuð 37 ný sameignarfélög, 8 samlagshlutafélög og 368 samlagsfélög, en þessi félagaform bjóða ekki upp á takmarkaða ábyrgð til handa öllum félagsmönnum. Hvað veldur þessari miklu einsleitni í vali á félagaformum til atvinnurekstrar? Skýringarnar eru eflaust margar, en líklegt er að þegar eitt félagaform nær yfirhöndinni verði sífellt ólíklegra að önnur verði fyrir valinu vegna þekkingarskorts á umgjörðinni. Lögmenn og endurskoðendur ráðleggja það félagaform sem þeir þekkja best. Úrskurðir dómstóla snúast flestir um algengasta félagaformið, fræðimenn skrifa um það og lagadeildir háskóla hætta að kenna félagarétt og kenna þess í stað einvörðungu hlutafélagarétt. Ljóst er að hagnaðarvon er ástæða stofnunar atvinnurekstrar í mörgum tilvikum en oftar en ekki eru það þó flóknari þættir sem drífa fólk áfram í það erfiða hlutverk að stunda eigin atvinnurekstur. Dæmi um það er viljinn til að skapa sér starfsvettvang á áhugasviði sínu og leysa um leið einhvern vanda eða svara ákveðinni þörf hvort sem það er í formi vöru eða þjónustu. Þegar allt kemur til alls má halda því fram með góðum rökum að hlutverk fyrirtækja felist ekki aðeins í hagnaðarframleiðslu, heldur einnig í að stuðla að jákvæðum samfélagslegum áhrifum og skapa virði til handa breiðari hópum haghafa en einvörðungu hluthafa. Bæta mætti þekkingu almennings og stofnenda nýrra félaga um að fjölbreyttir kostir eru til staðar þegar velja skal rekstrarform í fyrirtækjarekstri. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun