Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir og Guðrún Johnsen skrifa 4. apríl 2025 13:32 Um tilgang fyrirtækja Fyrirtæki gegna lykilhlutverki í nútímasamfélagi, bæði hvað varðar efnahagsleg og félagsleg áhrif. Tilgangur þeirra getur verið margvíslegur og er gjarnan skilgreindur í stofnskjölum á grundvelli þess félagaforms sem hefur orðið fyrir valinu. Talsvert hefur verið fjallað um hver tilgangur fyrirtækja sé eða ætti að vera af fræðimönnum á sviði hagfræði, lögfræði og stjórnunarfræða á síðustu áratugum. Meðal áhrifamikilla kenninga um þetta efni eru skrif stjórnunarsérfræðingsins Peter Drucker um að tilgangurinn sé að búa til vörur eða þjónustu sem fullnægja þörfum neytenda. Peningamálahagfræðingurinn Milton Friedman lagði út frá því að tilgangur fyrirtækja væri fyrst og fremst sá að leitast við að hámarka hagnað fyrir hluthafa sína. Fjármálafræðingar horfa á félagaformið út frá möguleikum til að skapa virði, dreifa áhættu og ráðstafa fjármagni með sem skilvirkustum hætti. Lögfræðingar fjalla hins vegar um spurninguna út frá sjónarmiði um mismunandi félagaform og yfirlýstan tilgang þeirra skv. lögum. Hins vegar segir lítið í lögum um hlutafélög um hver tilgangur félags eða fyrirtækis skuli vera, annað en að um hann skuli fjalla í samþykktum. Af 3. mgr. 9. gr. laga um hlutafélög má þó ráða að tilgangur þeirra sé almennt sá að afla hluthöfum fjárhagslegs ávinnings, nema annað sé tiltekið í samþykktum. Enda þótt svigrúm stofnenda sé rúmt til að skilgreina tilgang og markmið hlutafélags hefur þessi áhersla á fjárhagslegan ávinning óneitanlega haft töluverð áhrif á hvernig ákvarðanir eru teknar af stjórnum hlutafélaga. Samvinnufélög er annað félagaform sem notað er til atvinnurekstrar þar sem félagsmenn bera takmarkaða ábyrgð. Þar er tilgangur og markmið samkvæmt lagarammanum sá að efla hag félagsmanna í samræmi við viðskiptalega þátttöku þeirra í félagsstarfinu. Starfssvið samvinnufélaga getur m.a. verið að útvega félagsmönnum vörur og þjónustu til eigin þarfa; að selja afurðir félagsmanna í víðum skilningi eða að annast starfsemi sem á annan hátt miðar að því að efla hag félagsmanna. Hagnaðardrifin, ekki hagnaðardrifin eða óhagnaðardrifin félög (profit seeking, not for profit og non-profit) Þrátt fyrir að samvinnufélög séu ekki óhagnaðardrifin góðgerðarfélög eru þau ekki hagnaðardrifin að sama marki og hlutafélög. Þau eru því þriðji valkosturinn við fyrrnefnd félagaform og samvinnufélög standa því á milli hagnaðardrifinna hlutafélaga og óhagnaðardrifinna góðgerðarfélaga. Þetta má orða þannig að samvinnufélög eru ekki hagnaðardrifin, þ.e. hagnaður til félagsmanna er ekki æðsti tilgangur með rekstrinum. Verði hins vegar hagnaður af rekstrinum eftir að þörfum félagsmanna hefur verið mætt með þeim hætti sem að er stefnt, skal hagnaðinum dreift í samræmi við umfang viðskipta félagsmanna við félagið. Þessi sýn á tilgang í atvinnurekstri samræmist vel hugmyndum um að horfa þurfi til haghafa félags við ákvarðanatöku í rekstri, en ekki fjárhagslegra hagsmuna hluthafa einvörðungu. Samkvæmt þessum hugmyndum ættu fyrirtæki að taka tillit til hagsmuna allra sem tengjast þeim, þar á meðal starfsmanna, viðskiptavina, samfélagsins og umhverfisins. Þessi nálgun fellur vel að aukinni vitund um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og þau miklu áhrif sem þau geta haft á náttúruna. Slík nálgun á tilgang með rekstri fyrirtækja er að verða æ mikilvægari í náttúru- og efnahagslegu samhengi þegar horft er til aukinnar skautunar í samfélagsumræðu og fyrirsjáanlegs hruns vistkerfa. Hlutafélög sem allsráðandi rekstrarform Á síðustu árum og áratugum hefur hlutafélagaformið (ehf og hf) orðið nær allsráðandi við nýstofnun félaga til atvinnurekstrar með takmarkaða ábyrgð félagsmanna. Á árinu 2023 voru þannig nýskráð 3.074 einkahlutafélög og tvö hlutafélög en engin samvinnufélög. Það sama ár voru stofnuð 37 ný sameignarfélög, 8 samlagshlutafélög og 368 samlagsfélög, en þessi félagaform bjóða ekki upp á takmarkaða ábyrgð til handa öllum félagsmönnum. Hvað veldur þessari miklu einsleitni í vali á félagaformum til atvinnurekstrar? Skýringarnar eru eflaust margar, en líklegt er að þegar eitt félagaform nær yfirhöndinni verði sífellt ólíklegra að önnur verði fyrir valinu vegna þekkingarskorts á umgjörðinni. Lögmenn og endurskoðendur ráðleggja það félagaform sem þeir þekkja best. Úrskurðir dómstóla snúast flestir um algengasta félagaformið, fræðimenn skrifa um það og lagadeildir háskóla hætta að kenna félagarétt og kenna þess í stað einvörðungu hlutafélagarétt. Ljóst er að hagnaðarvon er ástæða stofnunar atvinnurekstrar í mörgum tilvikum en oftar en ekki eru það þó flóknari þættir sem drífa fólk áfram í það erfiða hlutverk að stunda eigin atvinnurekstur. Dæmi um það er viljinn til að skapa sér starfsvettvang á áhugasviði sínu og leysa um leið einhvern vanda eða svara ákveðinni þörf hvort sem það er í formi vöru eða þjónustu. Þegar allt kemur til alls má halda því fram með góðum rökum að hlutverk fyrirtækja felist ekki aðeins í hagnaðarframleiðslu, heldur einnig í að stuðla að jákvæðum samfélagslegum áhrifum og skapa virði til handa breiðari hópum haghafa en einvörðungu hluthafa. Bæta mætti þekkingu almennings og stofnenda nýrra félaga um að fjölbreyttir kostir eru til staðar þegar velja skal rekstrarform í fyrirtækjarekstri. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atvinnurekendur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um tilgang fyrirtækja Fyrirtæki gegna lykilhlutverki í nútímasamfélagi, bæði hvað varðar efnahagsleg og félagsleg áhrif. Tilgangur þeirra getur verið margvíslegur og er gjarnan skilgreindur í stofnskjölum á grundvelli þess félagaforms sem hefur orðið fyrir valinu. Talsvert hefur verið fjallað um hver tilgangur fyrirtækja sé eða ætti að vera af fræðimönnum á sviði hagfræði, lögfræði og stjórnunarfræða á síðustu áratugum. Meðal áhrifamikilla kenninga um þetta efni eru skrif stjórnunarsérfræðingsins Peter Drucker um að tilgangurinn sé að búa til vörur eða þjónustu sem fullnægja þörfum neytenda. Peningamálahagfræðingurinn Milton Friedman lagði út frá því að tilgangur fyrirtækja væri fyrst og fremst sá að leitast við að hámarka hagnað fyrir hluthafa sína. Fjármálafræðingar horfa á félagaformið út frá möguleikum til að skapa virði, dreifa áhættu og ráðstafa fjármagni með sem skilvirkustum hætti. Lögfræðingar fjalla hins vegar um spurninguna út frá sjónarmiði um mismunandi félagaform og yfirlýstan tilgang þeirra skv. lögum. Hins vegar segir lítið í lögum um hlutafélög um hver tilgangur félags eða fyrirtækis skuli vera, annað en að um hann skuli fjalla í samþykktum. Af 3. mgr. 9. gr. laga um hlutafélög má þó ráða að tilgangur þeirra sé almennt sá að afla hluthöfum fjárhagslegs ávinnings, nema annað sé tiltekið í samþykktum. Enda þótt svigrúm stofnenda sé rúmt til að skilgreina tilgang og markmið hlutafélags hefur þessi áhersla á fjárhagslegan ávinning óneitanlega haft töluverð áhrif á hvernig ákvarðanir eru teknar af stjórnum hlutafélaga. Samvinnufélög er annað félagaform sem notað er til atvinnurekstrar þar sem félagsmenn bera takmarkaða ábyrgð. Þar er tilgangur og markmið samkvæmt lagarammanum sá að efla hag félagsmanna í samræmi við viðskiptalega þátttöku þeirra í félagsstarfinu. Starfssvið samvinnufélaga getur m.a. verið að útvega félagsmönnum vörur og þjónustu til eigin þarfa; að selja afurðir félagsmanna í víðum skilningi eða að annast starfsemi sem á annan hátt miðar að því að efla hag félagsmanna. Hagnaðardrifin, ekki hagnaðardrifin eða óhagnaðardrifin félög (profit seeking, not for profit og non-profit) Þrátt fyrir að samvinnufélög séu ekki óhagnaðardrifin góðgerðarfélög eru þau ekki hagnaðardrifin að sama marki og hlutafélög. Þau eru því þriðji valkosturinn við fyrrnefnd félagaform og samvinnufélög standa því á milli hagnaðardrifinna hlutafélaga og óhagnaðardrifinna góðgerðarfélaga. Þetta má orða þannig að samvinnufélög eru ekki hagnaðardrifin, þ.e. hagnaður til félagsmanna er ekki æðsti tilgangur með rekstrinum. Verði hins vegar hagnaður af rekstrinum eftir að þörfum félagsmanna hefur verið mætt með þeim hætti sem að er stefnt, skal hagnaðinum dreift í samræmi við umfang viðskipta félagsmanna við félagið. Þessi sýn á tilgang í atvinnurekstri samræmist vel hugmyndum um að horfa þurfi til haghafa félags við ákvarðanatöku í rekstri, en ekki fjárhagslegra hagsmuna hluthafa einvörðungu. Samkvæmt þessum hugmyndum ættu fyrirtæki að taka tillit til hagsmuna allra sem tengjast þeim, þar á meðal starfsmanna, viðskiptavina, samfélagsins og umhverfisins. Þessi nálgun fellur vel að aukinni vitund um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og þau miklu áhrif sem þau geta haft á náttúruna. Slík nálgun á tilgang með rekstri fyrirtækja er að verða æ mikilvægari í náttúru- og efnahagslegu samhengi þegar horft er til aukinnar skautunar í samfélagsumræðu og fyrirsjáanlegs hruns vistkerfa. Hlutafélög sem allsráðandi rekstrarform Á síðustu árum og áratugum hefur hlutafélagaformið (ehf og hf) orðið nær allsráðandi við nýstofnun félaga til atvinnurekstrar með takmarkaða ábyrgð félagsmanna. Á árinu 2023 voru þannig nýskráð 3.074 einkahlutafélög og tvö hlutafélög en engin samvinnufélög. Það sama ár voru stofnuð 37 ný sameignarfélög, 8 samlagshlutafélög og 368 samlagsfélög, en þessi félagaform bjóða ekki upp á takmarkaða ábyrgð til handa öllum félagsmönnum. Hvað veldur þessari miklu einsleitni í vali á félagaformum til atvinnurekstrar? Skýringarnar eru eflaust margar, en líklegt er að þegar eitt félagaform nær yfirhöndinni verði sífellt ólíklegra að önnur verði fyrir valinu vegna þekkingarskorts á umgjörðinni. Lögmenn og endurskoðendur ráðleggja það félagaform sem þeir þekkja best. Úrskurðir dómstóla snúast flestir um algengasta félagaformið, fræðimenn skrifa um það og lagadeildir háskóla hætta að kenna félagarétt og kenna þess í stað einvörðungu hlutafélagarétt. Ljóst er að hagnaðarvon er ástæða stofnunar atvinnurekstrar í mörgum tilvikum en oftar en ekki eru það þó flóknari þættir sem drífa fólk áfram í það erfiða hlutverk að stunda eigin atvinnurekstur. Dæmi um það er viljinn til að skapa sér starfsvettvang á áhugasviði sínu og leysa um leið einhvern vanda eða svara ákveðinni þörf hvort sem það er í formi vöru eða þjónustu. Þegar allt kemur til alls má halda því fram með góðum rökum að hlutverk fyrirtækja felist ekki aðeins í hagnaðarframleiðslu, heldur einnig í að stuðla að jákvæðum samfélagslegum áhrifum og skapa virði til handa breiðari hópum haghafa en einvörðungu hluthafa. Bæta mætti þekkingu almennings og stofnenda nýrra félaga um að fjölbreyttir kostir eru til staðar þegar velja skal rekstrarform í fyrirtækjarekstri. Elín H. Jónsdóttir, MBA, LL.M, lektor við lagadeild Háskólans á BifröstGuðrún Johnsen, PhD. deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun