Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 08:05 Elisabeth Asserson smellir kossi á eiginmanninn Jakob Ingebrigtsen eftir afrek á hlaupabrautinni á Ólympíuleikunum. Instagram/@elisabethassers Gjert Ingebrigtsen, pabbi og fyrrverandi þjálfari norsku hlaupabræðranna sem kærðu hann fyrir ofbeldi, var með skýrar reglur varðandi eiginkonur þeirra og æfingar. Réttarhöld yfir Gjert standa yfir en hann er sakaður um að hafa beitt yngstu dóttur sína, Ingrid, og soninn Jakob líkamlegu og andlegu ofbeldi. Gjert hefur síðustu daga borið vitni og haldið fram sakleysi sínu, eftir að börn hans höfðu áður lýst ofbeldinu. Nettavisen segir frá því að nokkuð hafi verið minnst á eiginkonur hlaupabræðranna þriggja, þeirra Jakobs, Henriks og Filips, í réttarhöldunum. Þær heita Elisabeth Asserson, Liva Børkja og Astrid Mangen og bera nú allar Ingebrigtsen-ættarnafnið. Gjert var spurður út í það hve mikið kærustur sonanna hefðu fengið að vera á heimili hans og Tone, eiginkonu Gjerts, og fór svo í kjölfarið yfir það hvernig þær hefðu mátt umgangast þá í kringum æfingar. „Þegar strákarnir voru í æfingaferðum þá fengu stelpurnar að vera með í byrjun til að hjálpa þeim að aðlagast. En þær fengu ekki að sofa í sama herbergi og þeir á keppnisdegi,“ sagði Gjert. „Það hefur ekkert með stelpurnar að gera. Það hefur með spennuna í líkamanum og testósterónmagnið að gera,“ sagði Gjert. Hann sagði jafnframt að hlaupabræðurnir þrír, sem eru hluti af sjö systkina hópi, hefðu fengið að búa í sínum eigin íbúðum með sínum konum þegar þeir voru í æfingabúðum og að allt hefði það verið ókeypis fyrir þau. Gjert fékk ekki að mæta í brúðkaup Jakobs og Elisabeth árið 2023 og hefur Jakob áður sagt að það hafi verið vegna þess að pabbi hans hafi reynt að eyðileggja sambandið. „Hann vildi meina að hún væri ekki góð fyrir framgang minn á íþróttasviðinu og að það hefði bara hamlandi áhrif fyrir mig að vera með henni,“ sagði Jakob. Pabbinn hafnar þessu. „Við tókum Elisabeth með okkur í ferðalag. Við borguðum flugmiða og hótel til að tryggja að allt væri sem eðlilegast fyrir Jakob þegar það var æskilegt og nauðsynlegt,“ sagði Gjert Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Hlaup Fjölskyldumál Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Réttarhöld yfir Gjert standa yfir en hann er sakaður um að hafa beitt yngstu dóttur sína, Ingrid, og soninn Jakob líkamlegu og andlegu ofbeldi. Gjert hefur síðustu daga borið vitni og haldið fram sakleysi sínu, eftir að börn hans höfðu áður lýst ofbeldinu. Nettavisen segir frá því að nokkuð hafi verið minnst á eiginkonur hlaupabræðranna þriggja, þeirra Jakobs, Henriks og Filips, í réttarhöldunum. Þær heita Elisabeth Asserson, Liva Børkja og Astrid Mangen og bera nú allar Ingebrigtsen-ættarnafnið. Gjert var spurður út í það hve mikið kærustur sonanna hefðu fengið að vera á heimili hans og Tone, eiginkonu Gjerts, og fór svo í kjölfarið yfir það hvernig þær hefðu mátt umgangast þá í kringum æfingar. „Þegar strákarnir voru í æfingaferðum þá fengu stelpurnar að vera með í byrjun til að hjálpa þeim að aðlagast. En þær fengu ekki að sofa í sama herbergi og þeir á keppnisdegi,“ sagði Gjert. „Það hefur ekkert með stelpurnar að gera. Það hefur með spennuna í líkamanum og testósterónmagnið að gera,“ sagði Gjert. Hann sagði jafnframt að hlaupabræðurnir þrír, sem eru hluti af sjö systkina hópi, hefðu fengið að búa í sínum eigin íbúðum með sínum konum þegar þeir voru í æfingabúðum og að allt hefði það verið ókeypis fyrir þau. Gjert fékk ekki að mæta í brúðkaup Jakobs og Elisabeth árið 2023 og hefur Jakob áður sagt að það hafi verið vegna þess að pabbi hans hafi reynt að eyðileggja sambandið. „Hann vildi meina að hún væri ekki góð fyrir framgang minn á íþróttasviðinu og að það hefði bara hamlandi áhrif fyrir mig að vera með henni,“ sagði Jakob. Pabbinn hafnar þessu. „Við tókum Elisabeth með okkur í ferðalag. Við borguðum flugmiða og hótel til að tryggja að allt væri sem eðlilegast fyrir Jakob þegar það var æskilegt og nauðsynlegt,“ sagði Gjert
Frjálsar íþróttir Noregur Mál Gjert Ingebrigtsen Hlaup Fjölskyldumál Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira