Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2025 17:22 Fyrirtækið rekur fjórar verksmiðjur. Samsett Sjötíu manns var sagt upp hjá Kömbum í gær og starfsfólki þess tilkynnt að fyrirtækið væri á leið í gjaldþrot. Laun voru ekki greidd út um síðustu mánaðamót. RÚV greinir frá þessu. Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur á Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga Svalahandrið hafa verið rekin undir hatti félagsins eftir að fyrirtækin runnu saman árið 2022. Allar verksmiðjurnar eiga sér langa sögu og hafa verið starfandi í á bilinu 43 til 64 ár. Karl Wernersson er stofnandi Kamba og er félagið skráð í eigu sonar hans Jóns Hilmars Karlssonar. Jón staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Hann segir það á ábyrgð þrotabússtjóra að ákveða hvort starfsfólk haldi störfum sínum. Jón vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og beindi fyrirspurnum til Karls sem hafi farið með framkvæmdastjórn félagsins. Karl gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað. Kambar byggingavörur ehf. veltu tæplega 1,5 milljarði króna árið 2023 og 2,2 milljörðum árið 2022, samkvæmt birtum ársreikningi. Á sama tíma tapaði félagið 57 milljónum króna árið 2023 og 39,8 milljónum króna árið áður. Bjartsýnn á að einhver haldi rekstrinum áfram Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra þar sem Samverk rekur glerverksmiðju sína segir þetta leiðinlegar fregnir en hann hafi trú á því að annar aðili muni taka yfir reksturinn og halda honum áfram. Samverk hafi verið með rekstur á Hellu í áratugi og um sé að ræða einstaka verksmiðju á landsvísu. Þá sé um að ræða mikilvægan vinnustað í sveitarfélaginu. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Magnús Hlynur Haft var eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, þáverandi framkvæmdastjóra félagsins, árið 2022 að með sameiningu fyrirtækjanna fjögurra myndaðist slagkraftur til að keppa við innflutning á byggingavörum sem félögin framleiddu hérlendis. Samanlögð velta fyrirtækjanna var metin á 2,5 milljarða króna við sameininguna. Fréttin hefur verið uppfærð. Byggingariðnaður Vinnumarkaður Rangárþing ytra Árborg Akureyri Tengdar fréttir Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
RÚV greinir frá þessu. Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur á Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga Svalahandrið hafa verið rekin undir hatti félagsins eftir að fyrirtækin runnu saman árið 2022. Allar verksmiðjurnar eiga sér langa sögu og hafa verið starfandi í á bilinu 43 til 64 ár. Karl Wernersson er stofnandi Kamba og er félagið skráð í eigu sonar hans Jóns Hilmars Karlssonar. Jón staðfestir í samtali við fréttastofu að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta. Hann segir það á ábyrgð þrotabússtjóra að ákveða hvort starfsfólk haldi störfum sínum. Jón vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og beindi fyrirspurnum til Karls sem hafi farið með framkvæmdastjórn félagsins. Karl gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað. Kambar byggingavörur ehf. veltu tæplega 1,5 milljarði króna árið 2023 og 2,2 milljörðum árið 2022, samkvæmt birtum ársreikningi. Á sama tíma tapaði félagið 57 milljónum króna árið 2023 og 39,8 milljónum króna árið áður. Bjartsýnn á að einhver haldi rekstrinum áfram Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra þar sem Samverk rekur glerverksmiðju sína segir þetta leiðinlegar fregnir en hann hafi trú á því að annar aðili muni taka yfir reksturinn og halda honum áfram. Samverk hafi verið með rekstur á Hellu í áratugi og um sé að ræða einstaka verksmiðju á landsvísu. Þá sé um að ræða mikilvægan vinnustað í sveitarfélaginu. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Magnús Hlynur Haft var eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, þáverandi framkvæmdastjóra félagsins, árið 2022 að með sameiningu fyrirtækjanna fjögurra myndaðist slagkraftur til að keppa við innflutning á byggingavörum sem félögin framleiddu hérlendis. Samanlögð velta fyrirtækjanna var metin á 2,5 milljarða króna við sameininguna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Byggingariðnaður Vinnumarkaður Rangárþing ytra Árborg Akureyri Tengdar fréttir Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Fjögur iðnfyrirtæki sameinast undir nafni Kamba Glerverksmiðjan Samverk á Hellu, Trésmiðjan Börkur Akureyri, Gluggasmiðjan Selfossi og Sveinatunga hafa nú sameinast undir einu nafninu Kambar. 24. mars 2022 09:54
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent