Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bjarki Sigurðsson skrifar 30. mars 2025 12:23 Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson er hæstaréttarlögmaður. Vísir/Vilhelm Lögmaður telur ríkið hafa bakað sér milljarða skaðabótakröfu þar sem lög um olíugjald brjóti í bága við stjórnarskrá. Hann vinnur nú að lögsókn vegna gjaldtöku síðustu fjögurra ára. Frá árinu 2004 þegar lög um olíu- og kílómetragjald vegna þungaflutninga voru sett hefur verið vísað til reglugerðar ráðherra varðandi ýmsa þætti við innheimtu gjaldsins. Til að mynda er ráðherra heimilt að ákvarða hvaða ökutæki falla undir gjaldið. Alþingi verður að ákvarða skattheimtu Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, telur þetta ólöglegt. Samkvæmt stjórnarskrá sé ráðherra ekki heimilt að hafa neitt með skattheimtu að gera en lagaramminn sé þannig að ráðherra geti breytt hverjir greiða gjaldið. „Ekki nema að það séu mjög skýr viðmið í lögunum um það hvernig ráðherra eigi að haga sér við setningu slíkra reglna. En svo er ekki. Það eru engin viðmið,“ segir Vilhjálmur. „Ráðherra má ekki að ákveða fjárhæðina eða hver greiðir, það má ekki.“ 6,8 milljarðar í endurkröfur Vilhjálmur hefur verið að setja sig í samband við þá sem hafa greitt þetta gjald þar sem hann telur ríkið vera skaðabótaskylt. „Þeir aðilar sem hafa ofgreitt skatt eiga endurkröfu á ríkið. Þær kröfur reyndar fyrnast á fjórum árum. En þetta er held ég 1,7 milljarður á ári sem ríkið hefur í tekjur af þessu. Á fjórum árum eru það 6,8 milljarðar. Þannig hver og einn aðili sem hefur greitt þetta gjald þarf að gera kröfu til þess að dráttarvextir byrji að tikka. Svo sjá dómstólar um að koma með endanlegan úrskurð hvað þetta varðar en þetta eru verulegir hagsmunir, það er alveg ljóst,“ segir Vilhjálmur. Bensín og olía Stjórnsýsla Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Bílar Kílómetragjald Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Frá árinu 2004 þegar lög um olíu- og kílómetragjald vegna þungaflutninga voru sett hefur verið vísað til reglugerðar ráðherra varðandi ýmsa þætti við innheimtu gjaldsins. Til að mynda er ráðherra heimilt að ákvarða hvaða ökutæki falla undir gjaldið. Alþingi verður að ákvarða skattheimtu Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, telur þetta ólöglegt. Samkvæmt stjórnarskrá sé ráðherra ekki heimilt að hafa neitt með skattheimtu að gera en lagaramminn sé þannig að ráðherra geti breytt hverjir greiða gjaldið. „Ekki nema að það séu mjög skýr viðmið í lögunum um það hvernig ráðherra eigi að haga sér við setningu slíkra reglna. En svo er ekki. Það eru engin viðmið,“ segir Vilhjálmur. „Ráðherra má ekki að ákveða fjárhæðina eða hver greiðir, það má ekki.“ 6,8 milljarðar í endurkröfur Vilhjálmur hefur verið að setja sig í samband við þá sem hafa greitt þetta gjald þar sem hann telur ríkið vera skaðabótaskylt. „Þeir aðilar sem hafa ofgreitt skatt eiga endurkröfu á ríkið. Þær kröfur reyndar fyrnast á fjórum árum. En þetta er held ég 1,7 milljarður á ári sem ríkið hefur í tekjur af þessu. Á fjórum árum eru það 6,8 milljarðar. Þannig hver og einn aðili sem hefur greitt þetta gjald þarf að gera kröfu til þess að dráttarvextir byrji að tikka. Svo sjá dómstólar um að koma með endanlegan úrskurð hvað þetta varðar en þetta eru verulegir hagsmunir, það er alveg ljóst,“ segir Vilhjálmur.
Bensín og olía Stjórnsýsla Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Bílar Kílómetragjald Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira