Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar 29. mars 2025 14:31 Undanfarnar vikur hefur virk umræða átt sér stað um stuðning við sérfræðinga og svokölluð laun sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur einn mikilvægur hópur sérfræðinga algjörlega gleymst, doktorsnemar. Doktorsnemar eru grasrót vísinda og nýsköpunar þar sem þeir taka þátt í rannsóknarstarfi með það að markmiði að verða sérfræðingar á sínu fræðasviði. Markmið Háskóla Íslands er að vera háskóli sem er samkeppnishæfur á alþjóðasviði í rannsóknum. Háleitt markmið sem ég tel raunhæft ef stutt er við þann mikla mannauð sem við búum að. Vandamálið er hins vegar að það er ekki stutt við okkar efnilegasta vísindafólk. Tveir helstu styrkjasjóðir sem doktorsnemar sækja í eru Rannsóknarsjóður Rannís og Doktorsstyrkjasjóður Háskóla Íslands. Tökum fyrst fyrir þann síðarnefnda. Frá júlí 2025 er upphæð styrks 500.000 kr. á mánuði og eftir að launatengd gjöld og tekjuskatt er útborgun launa um 300. 000 kr. sé persónuafsláttur fullnýttur við HÍ. Ég endurtek, útborguð laun eru 300. 000 kr á mánuði. Almenn skilyrði styrkhafa eru einnig þau að doktorsnámið kláris á 3-4 árum og að nemandi sinni doktorsnáminu að fullu. Á upplýsingasíðu sjóðsins er tekið fram að styrkþegi skuli ekki sinna öðru starfi á styrktímabilinu, sé þetta gert missir styrkþegi hluta af því litla fjármagni sem sé til staðar. Eini möguleiki doktorsnema til þess að auka laun sín er kennsla við háskólann sem má þó ekki vera meira en 20% af fullu starfi. Ef litið er til Rannsóknarsjóðs Rannís þá er hámarksstyrkur um 650.000 kr. á mánuði. Þetta fjármagn á að dekka laun doktorsnema auk kostnaðar við birtingar á rannsóknargreinum. Dæmi eru um að launaútborganir séu 380.000 kr. og styrkhafar neyðast því til þess að vinna önnur verkefni til þess að halda sér fjárhagslega uppi. Líkt og í Doktorsstyrkjasjóð HÍ dregur Rannís úr styrknum ef doktorsnemar (og nýdoktorar) vinna of mikið. Á nýlegum fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var tillaga Röskvu um að SHÍ beiti sér fyrir hækkun á úthlutun frá Rannsóknarsjóði Rannís samþykkt. Þetta sýnir skýran stuðning stúdenta HÍ við doktorsnema og er mikilvægt skref í átt að betri kjörum. Vanfjármögnun háskólasamfélagsins setur doktorsnema við HÍ í algjöra klemmu. Klemmu sem einkennist af vanrækslu og litlum stuðning við ungt vísindafólk, vísindafólk sem er framtíð háskólans, nýsköpunar og mikilvægra uppgötvana. Það er kominn tími til þess að styðja við doktorsnema. Yfirvöld þurfa að auka styrki til doktorsnáms og rannsókna. Höfundur er stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Kjaramál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur virk umræða átt sér stað um stuðning við sérfræðinga og svokölluð laun sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur einn mikilvægur hópur sérfræðinga algjörlega gleymst, doktorsnemar. Doktorsnemar eru grasrót vísinda og nýsköpunar þar sem þeir taka þátt í rannsóknarstarfi með það að markmiði að verða sérfræðingar á sínu fræðasviði. Markmið Háskóla Íslands er að vera háskóli sem er samkeppnishæfur á alþjóðasviði í rannsóknum. Háleitt markmið sem ég tel raunhæft ef stutt er við þann mikla mannauð sem við búum að. Vandamálið er hins vegar að það er ekki stutt við okkar efnilegasta vísindafólk. Tveir helstu styrkjasjóðir sem doktorsnemar sækja í eru Rannsóknarsjóður Rannís og Doktorsstyrkjasjóður Háskóla Íslands. Tökum fyrst fyrir þann síðarnefnda. Frá júlí 2025 er upphæð styrks 500.000 kr. á mánuði og eftir að launatengd gjöld og tekjuskatt er útborgun launa um 300. 000 kr. sé persónuafsláttur fullnýttur við HÍ. Ég endurtek, útborguð laun eru 300. 000 kr á mánuði. Almenn skilyrði styrkhafa eru einnig þau að doktorsnámið kláris á 3-4 árum og að nemandi sinni doktorsnáminu að fullu. Á upplýsingasíðu sjóðsins er tekið fram að styrkþegi skuli ekki sinna öðru starfi á styrktímabilinu, sé þetta gert missir styrkþegi hluta af því litla fjármagni sem sé til staðar. Eini möguleiki doktorsnema til þess að auka laun sín er kennsla við háskólann sem má þó ekki vera meira en 20% af fullu starfi. Ef litið er til Rannsóknarsjóðs Rannís þá er hámarksstyrkur um 650.000 kr. á mánuði. Þetta fjármagn á að dekka laun doktorsnema auk kostnaðar við birtingar á rannsóknargreinum. Dæmi eru um að launaútborganir séu 380.000 kr. og styrkhafar neyðast því til þess að vinna önnur verkefni til þess að halda sér fjárhagslega uppi. Líkt og í Doktorsstyrkjasjóð HÍ dregur Rannís úr styrknum ef doktorsnemar (og nýdoktorar) vinna of mikið. Á nýlegum fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var tillaga Röskvu um að SHÍ beiti sér fyrir hækkun á úthlutun frá Rannsóknarsjóði Rannís samþykkt. Þetta sýnir skýran stuðning stúdenta HÍ við doktorsnema og er mikilvægt skref í átt að betri kjörum. Vanfjármögnun háskólasamfélagsins setur doktorsnema við HÍ í algjöra klemmu. Klemmu sem einkennist af vanrækslu og litlum stuðning við ungt vísindafólk, vísindafólk sem er framtíð háskólans, nýsköpunar og mikilvægra uppgötvana. Það er kominn tími til þess að styðja við doktorsnema. Yfirvöld þurfa að auka styrki til doktorsnáms og rannsókna. Höfundur er stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar