Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar 29. mars 2025 14:31 Undanfarnar vikur hefur virk umræða átt sér stað um stuðning við sérfræðinga og svokölluð laun sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur einn mikilvægur hópur sérfræðinga algjörlega gleymst, doktorsnemar. Doktorsnemar eru grasrót vísinda og nýsköpunar þar sem þeir taka þátt í rannsóknarstarfi með það að markmiði að verða sérfræðingar á sínu fræðasviði. Markmið Háskóla Íslands er að vera háskóli sem er samkeppnishæfur á alþjóðasviði í rannsóknum. Háleitt markmið sem ég tel raunhæft ef stutt er við þann mikla mannauð sem við búum að. Vandamálið er hins vegar að það er ekki stutt við okkar efnilegasta vísindafólk. Tveir helstu styrkjasjóðir sem doktorsnemar sækja í eru Rannsóknarsjóður Rannís og Doktorsstyrkjasjóður Háskóla Íslands. Tökum fyrst fyrir þann síðarnefnda. Frá júlí 2025 er upphæð styrks 500.000 kr. á mánuði og eftir að launatengd gjöld og tekjuskatt er útborgun launa um 300. 000 kr. sé persónuafsláttur fullnýttur við HÍ. Ég endurtek, útborguð laun eru 300. 000 kr á mánuði. Almenn skilyrði styrkhafa eru einnig þau að doktorsnámið kláris á 3-4 árum og að nemandi sinni doktorsnáminu að fullu. Á upplýsingasíðu sjóðsins er tekið fram að styrkþegi skuli ekki sinna öðru starfi á styrktímabilinu, sé þetta gert missir styrkþegi hluta af því litla fjármagni sem sé til staðar. Eini möguleiki doktorsnema til þess að auka laun sín er kennsla við háskólann sem má þó ekki vera meira en 20% af fullu starfi. Ef litið er til Rannsóknarsjóðs Rannís þá er hámarksstyrkur um 650.000 kr. á mánuði. Þetta fjármagn á að dekka laun doktorsnema auk kostnaðar við birtingar á rannsóknargreinum. Dæmi eru um að launaútborganir séu 380.000 kr. og styrkhafar neyðast því til þess að vinna önnur verkefni til þess að halda sér fjárhagslega uppi. Líkt og í Doktorsstyrkjasjóð HÍ dregur Rannís úr styrknum ef doktorsnemar (og nýdoktorar) vinna of mikið. Á nýlegum fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var tillaga Röskvu um að SHÍ beiti sér fyrir hækkun á úthlutun frá Rannsóknarsjóði Rannís samþykkt. Þetta sýnir skýran stuðning stúdenta HÍ við doktorsnema og er mikilvægt skref í átt að betri kjörum. Vanfjármögnun háskólasamfélagsins setur doktorsnema við HÍ í algjöra klemmu. Klemmu sem einkennist af vanrækslu og litlum stuðning við ungt vísindafólk, vísindafólk sem er framtíð háskólans, nýsköpunar og mikilvægra uppgötvana. Það er kominn tími til þess að styðja við doktorsnema. Yfirvöld þurfa að auka styrki til doktorsnáms og rannsókna. Höfundur er stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Kjaramál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur virk umræða átt sér stað um stuðning við sérfræðinga og svokölluð laun sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur einn mikilvægur hópur sérfræðinga algjörlega gleymst, doktorsnemar. Doktorsnemar eru grasrót vísinda og nýsköpunar þar sem þeir taka þátt í rannsóknarstarfi með það að markmiði að verða sérfræðingar á sínu fræðasviði. Markmið Háskóla Íslands er að vera háskóli sem er samkeppnishæfur á alþjóðasviði í rannsóknum. Háleitt markmið sem ég tel raunhæft ef stutt er við þann mikla mannauð sem við búum að. Vandamálið er hins vegar að það er ekki stutt við okkar efnilegasta vísindafólk. Tveir helstu styrkjasjóðir sem doktorsnemar sækja í eru Rannsóknarsjóður Rannís og Doktorsstyrkjasjóður Háskóla Íslands. Tökum fyrst fyrir þann síðarnefnda. Frá júlí 2025 er upphæð styrks 500.000 kr. á mánuði og eftir að launatengd gjöld og tekjuskatt er útborgun launa um 300. 000 kr. sé persónuafsláttur fullnýttur við HÍ. Ég endurtek, útborguð laun eru 300. 000 kr á mánuði. Almenn skilyrði styrkhafa eru einnig þau að doktorsnámið kláris á 3-4 árum og að nemandi sinni doktorsnáminu að fullu. Á upplýsingasíðu sjóðsins er tekið fram að styrkþegi skuli ekki sinna öðru starfi á styrktímabilinu, sé þetta gert missir styrkþegi hluta af því litla fjármagni sem sé til staðar. Eini möguleiki doktorsnema til þess að auka laun sín er kennsla við háskólann sem má þó ekki vera meira en 20% af fullu starfi. Ef litið er til Rannsóknarsjóðs Rannís þá er hámarksstyrkur um 650.000 kr. á mánuði. Þetta fjármagn á að dekka laun doktorsnema auk kostnaðar við birtingar á rannsóknargreinum. Dæmi eru um að launaútborganir séu 380.000 kr. og styrkhafar neyðast því til þess að vinna önnur verkefni til þess að halda sér fjárhagslega uppi. Líkt og í Doktorsstyrkjasjóð HÍ dregur Rannís úr styrknum ef doktorsnemar (og nýdoktorar) vinna of mikið. Á nýlegum fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var tillaga Röskvu um að SHÍ beiti sér fyrir hækkun á úthlutun frá Rannsóknarsjóði Rannís samþykkt. Þetta sýnir skýran stuðning stúdenta HÍ við doktorsnema og er mikilvægt skref í átt að betri kjörum. Vanfjármögnun háskólasamfélagsins setur doktorsnema við HÍ í algjöra klemmu. Klemmu sem einkennist af vanrækslu og litlum stuðning við ungt vísindafólk, vísindafólk sem er framtíð háskólans, nýsköpunar og mikilvægra uppgötvana. Það er kominn tími til þess að styðja við doktorsnema. Yfirvöld þurfa að auka styrki til doktorsnáms og rannsókna. Höfundur er stúdentaráðsliði fyrir hönd Röskvu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun