Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2025 07:30 Gjert Ingebrigtsen er sakaður um að hafa beitt börn sín ofbeldi. epa/VIDAR RUUD Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa. Þetta var meðal þess sem kom fram á fjórða degi réttarhaldanna yfir Gjert. Hann er sakaður um að hafa beitt Ingrid og bróður hennar, Ólympíumeistarann Jakob, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Í gær rifjaði Ingrid upp þegar faðir hennar neyddi hana til að halda áfram að hlaupa á hlaupabretti á heimili fjölskyldunnar, þrátt fyrir að hún ætti erfitt með andardrátt eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín. „Ég endaði á því að stökkva af hlaupabrettinu, hljóp upp í herbergið mitt og andaði. Ég reyndi að róa mig. Ég sagðist vilja hætta í íþróttum,“ sagði Ingrid. Sá enga framtíð Ingebrigtsen-fjölskyldan var til umfjöllunar í afar vinsælum raunveruleikaþáttum í Noregi, Team Ingebrigtsen. Eftir atvikið á hlaupabrettinu segist Ingrid hafa brotnað saman fyrir framan sjónvarpsfólkið. „Þeir spurðu mig venjulegrar spurningar, um framtíðina á ferlinum. Þá sá ég enga framtíð og brotnaði saman. Ég gat ekki stjórnað neinu. Þeir horfðu á mig skelfingu lostnir og viðtalinu lauk,“ sagði Ingrid sem var fimm ára þegar tökur á þáttunum hófust. Hún er átján ára í dag. Í réttarhöldunum rifjaði Ingrid einnig upp þegar faðir hennar sló hana með blautu handklæði í andlitið þegar hún vildi fara út með vinum sínum. Að hennar sögn var Gjert afar ósáttur með að hún hafi viljað hætta að hlaupa. „Hann gat hunsað mig algjörlega. Mér leið eins og hann væri reiður út í mig. Einn daginn sagðist ekki sjá mig lengur sem dóttur sína,“ sagði Ingrid. Atvikið þegar Gjert sló Ingrid í andlitið með handklæðinu varð til þess að bræður hennar slitu á öll samskipti við hann og ráku hann sem þjálfara þeirra. Réttarhöldin í málinu munu standa til 16. maí. Verði Gjert fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Tengdar fréttir Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á fjórða degi réttarhaldanna yfir Gjert. Hann er sakaður um að hafa beitt Ingrid og bróður hennar, Ólympíumeistarann Jakob, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Í gær rifjaði Ingrid upp þegar faðir hennar neyddi hana til að halda áfram að hlaupa á hlaupabretti á heimili fjölskyldunnar, þrátt fyrir að hún ætti erfitt með andardrátt eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín. „Ég endaði á því að stökkva af hlaupabrettinu, hljóp upp í herbergið mitt og andaði. Ég reyndi að róa mig. Ég sagðist vilja hætta í íþróttum,“ sagði Ingrid. Sá enga framtíð Ingebrigtsen-fjölskyldan var til umfjöllunar í afar vinsælum raunveruleikaþáttum í Noregi, Team Ingebrigtsen. Eftir atvikið á hlaupabrettinu segist Ingrid hafa brotnað saman fyrir framan sjónvarpsfólkið. „Þeir spurðu mig venjulegrar spurningar, um framtíðina á ferlinum. Þá sá ég enga framtíð og brotnaði saman. Ég gat ekki stjórnað neinu. Þeir horfðu á mig skelfingu lostnir og viðtalinu lauk,“ sagði Ingrid sem var fimm ára þegar tökur á þáttunum hófust. Hún er átján ára í dag. Í réttarhöldunum rifjaði Ingrid einnig upp þegar faðir hennar sló hana með blautu handklæði í andlitið þegar hún vildi fara út með vinum sínum. Að hennar sögn var Gjert afar ósáttur með að hún hafi viljað hætta að hlaupa. „Hann gat hunsað mig algjörlega. Mér leið eins og hann væri reiður út í mig. Einn daginn sagðist ekki sjá mig lengur sem dóttur sína,“ sagði Ingrid. Atvikið þegar Gjert sló Ingrid í andlitið með handklæðinu varð til þess að bræður hennar slitu á öll samskipti við hann og ráku hann sem þjálfara þeirra. Réttarhöldin í málinu munu standa til 16. maí. Verði Gjert fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér sex ára fangelsi.
Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Fjölskyldumál Mál Gjert Ingebrigtsen Tengdar fréttir Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Sjá meira
Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Norski hlauparinn Jakob Ingebrigten lýsti fyrir rétti barsmíðum sem hann varð fyrir af hendi föður síns, Gjerts. 26. mars 2025 07:29