Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2025 18:04 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau. Ræðuna hélt Pútín í Múrmansk í Rússlandi á alþjóðlegri ráðstefnu um Norðurslóðir. Hann gagnrýndi Vesturlönd fyrir að taka skref átt að mögulegum átökum við Rússa og nefndi heræfingar sérstaklega. Margir hefðu slitið efnahagsleg tengsl við Rússland og samvinnu á sviðið vísinda, menntunar og menningar. Samvinna á norðurslóðum hefði beðið hnekki. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Mörg ríki og Ísland þeirra á meðal, drógu úr samskiptum sínum við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir, eins og fram kemur í frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Forsetinn ræddi einnig viðleitni kollega síns vestanhafs við að eignast Grænland og sagði að Donald Trump væri alvara. Pútín benti einnig á að Bandaríkjamenn hefðu lengi litið hýru auga til Grænlands. Sjá einnig: „Við verðum að eignast þetta land“ Pútín sagði ljóst Bandaríkjamenn myndu halda áfram að vinna að því að koma höndum yfir Grænland. Áhugasamir geta hlustað á ræðuna með túlk Sky News í spilaranum hér að neðan. Stefna á mikla námuvinnslu Samkvæmt Pútín stefna Rússar á umfangsmikla námuvinnslu á norðurslóðum á komandi árum og þá meðal annars á svokölluðum sjaldgæfum málmum. Þeir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu tæknibúnaðar og hergagna og spila sífellt stærri rullu á taflborðum stórvelda heimsins. Einnig stendur til að byggja upp innviði fyrir aukna ferðaþjónustu á norðurslóðum. Pútín sagði þó, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er rekin af rússneska ríkinu, að mikilvægt væri að verja umhverfið á norðurslóðum, samhliða aukinni auðlindanotkun þar. Skipasiglingum um svæðið hefur fjölgað mjög með undanhaldi íshellunnar í norðri og búast Rússar við að þeim muni fjölga enn meira á komandi árum. Pútín sagði Rússa þurfa að hugsa um hagsmuni sína aldir fram í tímann þegar kæmi að norðurslóðum og siglingum þar um. Fara þyrfti í endurbætur á ísbrjótaflota Rússa og byggja flota fraktskipa sérstaklega fyrir flutninga á norðurslóðum og bæta hafnir þar. Rússland Norðurslóðir Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Grænland Skipaflutningar Hernaður Tengdar fréttir Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands. 27. mars 2025 12:03 Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. 27. mars 2025 11:06 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Ræðuna hélt Pútín í Múrmansk í Rússlandi á alþjóðlegri ráðstefnu um Norðurslóðir. Hann gagnrýndi Vesturlönd fyrir að taka skref átt að mögulegum átökum við Rússa og nefndi heræfingar sérstaklega. Margir hefðu slitið efnahagsleg tengsl við Rússland og samvinnu á sviðið vísinda, menntunar og menningar. Samvinna á norðurslóðum hefði beðið hnekki. Sjá einnig: Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Mörg ríki og Ísland þeirra á meðal, drógu úr samskiptum sínum við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022. Pútín sagði að Rússar, sem væru stærsta veldið á norðurslóðum, myndu aldrei sætta sig við að brotið yrði á fullveldi þeirra. Hann sagði Rússa aldrei hafa ógnað neinum á norðurslóðum en til stæði að auka viðbragðsgetu þar og fara í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Þar að auki ætti að bæta innviði á svæðinu, eins og flugvelli og hafnir, eins og fram kemur í frétt TASS fréttaveitunnar, sem rekin er af rússneska ríkinu. Forsetinn ræddi einnig viðleitni kollega síns vestanhafs við að eignast Grænland og sagði að Donald Trump væri alvara. Pútín benti einnig á að Bandaríkjamenn hefðu lengi litið hýru auga til Grænlands. Sjá einnig: „Við verðum að eignast þetta land“ Pútín sagði ljóst Bandaríkjamenn myndu halda áfram að vinna að því að koma höndum yfir Grænland. Áhugasamir geta hlustað á ræðuna með túlk Sky News í spilaranum hér að neðan. Stefna á mikla námuvinnslu Samkvæmt Pútín stefna Rússar á umfangsmikla námuvinnslu á norðurslóðum á komandi árum og þá meðal annars á svokölluðum sjaldgæfum málmum. Þeir eru gífurlega mikilvægir við framleiðslu tæknibúnaðar og hergagna og spila sífellt stærri rullu á taflborðum stórvelda heimsins. Einnig stendur til að byggja upp innviði fyrir aukna ferðaþjónustu á norðurslóðum. Pútín sagði þó, samkvæmt RIA fréttaveitunni, sem er rekin af rússneska ríkinu, að mikilvægt væri að verja umhverfið á norðurslóðum, samhliða aukinni auðlindanotkun þar. Skipasiglingum um svæðið hefur fjölgað mjög með undanhaldi íshellunnar í norðri og búast Rússar við að þeim muni fjölga enn meira á komandi árum. Pútín sagði Rússa þurfa að hugsa um hagsmuni sína aldir fram í tímann þegar kæmi að norðurslóðum og siglingum þar um. Fara þyrfti í endurbætur á ísbrjótaflota Rússa og byggja flota fraktskipa sérstaklega fyrir flutninga á norðurslóðum og bæta hafnir þar.
Rússland Norðurslóðir Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Grænland Skipaflutningar Hernaður Tengdar fréttir Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands. 27. mars 2025 12:03 Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. 27. mars 2025 11:06 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands. 27. mars 2025 12:03
Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu. 27. mars 2025 11:06