Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Jón Þór Stefánsson skrifar 26. mars 2025 15:38 Tryggvi Aðalbjörnsson hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir umfjöllun sína um Brúnegg. Kristinn Gylfi Jónsson var framkvæmdastjóri Brúneggja. Hæstiréttur sýknaði í dag Ríkisútvarpið og Matvælastofnun af kröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingafélags ehf. í Brúneggjamálinu svokallaða. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað báðar stofnanir, en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að MAST bæri skaðabótaábyrgð og gerði stofnuninni að greiða félögunum fjórar milljónir hvoru um sig. Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Brúnegg voru í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félög þeirra, Bala og Geysis. Landsréttur á öðru máli Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. En að mati dómsins var augljóst að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar orsökuðu þetta hrun. Landsréttur sagði hins vegar að ekki væri hægt að segja að umfjöllun Kastljóss væri efnislega röng, eða hefði ekki fréttagildi eða ætti ekki erindi við almenning. Afhendingin olli ekki saknæmu tjóni Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að gögnin væru ótvírætt þess eðlis að stofnuninni væri skylt að afhenda þau á grundvelli upplýsingalaga. Það hefði verið góð stjórnsýsluframkvæmd hjá MAST að óska eftir áliti Brúneggja á afhendingunni á sínum tíma. Það hefði hins vegar ekki breytt neinu um skyldu stofnunarinnar til að veita gögnin. Því var ekki fallist á að afhending gagnanna hefði verið til þess fallin að valda Brúneggjum tjóni með ólögmætum og saknæmum hætti. Hæstiréttur féllst heldur ekki á að MAST væri skaðabótaskyld vegna þess að starfsmenn stofnunarinnar voru sagðir hafa veitt liðsinni við gerð sjónvarpsþáttarins. Ekki væri hægt að sjá að afhending gagna og samskipti sem voru því tengd væri að veita liðsinni, og ekki heldur að veita viðtöl um málið. Hæstiréttur sýknaði MAST og RÚV.Vísir/Vilhelm Þar að auki komst Hæstiréttur að því að ummæli starfsmanna MAST hefðu leitt til bótaskyldu til Brúneggja vegna viðbragða birgja, smásala og neytenda við fréttaflutningi. Ekki hefði verið sýnt fram á að neitt rangt hafi komið fram í umfjölluninni. Hæstiréttur gerir því Bala og Geysi að greiða MAST annars vegar og RÚV hins vegar kostnað vegna reksturs málsins á öllum dómstigum. Félögin þurfa að greiða MAST þrjár milljónir króna og RÚV fimm milljónir. Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Brúnegg voru í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félög þeirra, Bala og Geysis. Landsréttur á öðru máli Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. En að mati dómsins var augljóst að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar orsökuðu þetta hrun. Landsréttur sagði hins vegar að ekki væri hægt að segja að umfjöllun Kastljóss væri efnislega röng, eða hefði ekki fréttagildi eða ætti ekki erindi við almenning. Afhendingin olli ekki saknæmu tjóni Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að gögnin væru ótvírætt þess eðlis að stofnuninni væri skylt að afhenda þau á grundvelli upplýsingalaga. Það hefði verið góð stjórnsýsluframkvæmd hjá MAST að óska eftir áliti Brúneggja á afhendingunni á sínum tíma. Það hefði hins vegar ekki breytt neinu um skyldu stofnunarinnar til að veita gögnin. Því var ekki fallist á að afhending gagnanna hefði verið til þess fallin að valda Brúneggjum tjóni með ólögmætum og saknæmum hætti. Hæstiréttur féllst heldur ekki á að MAST væri skaðabótaskyld vegna þess að starfsmenn stofnunarinnar voru sagðir hafa veitt liðsinni við gerð sjónvarpsþáttarins. Ekki væri hægt að sjá að afhending gagna og samskipti sem voru því tengd væri að veita liðsinni, og ekki heldur að veita viðtöl um málið. Hæstiréttur sýknaði MAST og RÚV.Vísir/Vilhelm Þar að auki komst Hæstiréttur að því að ummæli starfsmanna MAST hefðu leitt til bótaskyldu til Brúneggja vegna viðbragða birgja, smásala og neytenda við fréttaflutningi. Ekki hefði verið sýnt fram á að neitt rangt hafi komið fram í umfjölluninni. Hæstiréttur gerir því Bala og Geysi að greiða MAST annars vegar og RÚV hins vegar kostnað vegna reksturs málsins á öllum dómstigum. Félögin þurfa að greiða MAST þrjár milljónir króna og RÚV fimm milljónir.
Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira