Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Jón Þór Stefánsson skrifar 26. mars 2025 15:38 Tryggvi Aðalbjörnsson hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir umfjöllun sína um Brúnegg. Kristinn Gylfi Jónsson var framkvæmdastjóri Brúneggja. Hæstiréttur sýknaði í dag Ríkisútvarpið og Matvælastofnun af kröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingafélags ehf. í Brúneggjamálinu svokallaða. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað báðar stofnanir, en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að MAST bæri skaðabótaábyrgð og gerði stofnuninni að greiða félögunum fjórar milljónir hvoru um sig. Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Brúnegg voru í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félög þeirra, Bala og Geysis. Landsréttur á öðru máli Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. En að mati dómsins var augljóst að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar orsökuðu þetta hrun. Landsréttur sagði hins vegar að ekki væri hægt að segja að umfjöllun Kastljóss væri efnislega röng, eða hefði ekki fréttagildi eða ætti ekki erindi við almenning. Afhendingin olli ekki saknæmu tjóni Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að gögnin væru ótvírætt þess eðlis að stofnuninni væri skylt að afhenda þau á grundvelli upplýsingalaga. Það hefði verið góð stjórnsýsluframkvæmd hjá MAST að óska eftir áliti Brúneggja á afhendingunni á sínum tíma. Það hefði hins vegar ekki breytt neinu um skyldu stofnunarinnar til að veita gögnin. Því var ekki fallist á að afhending gagnanna hefði verið til þess fallin að valda Brúneggjum tjóni með ólögmætum og saknæmum hætti. Hæstiréttur féllst heldur ekki á að MAST væri skaðabótaskyld vegna þess að starfsmenn stofnunarinnar voru sagðir hafa veitt liðsinni við gerð sjónvarpsþáttarins. Ekki væri hægt að sjá að afhending gagna og samskipti sem voru því tengd væri að veita liðsinni, og ekki heldur að veita viðtöl um málið. Hæstiréttur sýknaði MAST og RÚV.Vísir/Vilhelm Þar að auki komst Hæstiréttur að því að ummæli starfsmanna MAST hefðu leitt til bótaskyldu til Brúneggja vegna viðbragða birgja, smásala og neytenda við fréttaflutningi. Ekki hefði verið sýnt fram á að neitt rangt hafi komið fram í umfjölluninni. Hæstiréttur gerir því Bala og Geysi að greiða MAST annars vegar og RÚV hins vegar kostnað vegna reksturs málsins á öllum dómstigum. Félögin þurfa að greiða MAST þrjár milljónir króna og RÚV fimm milljónir. Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Málið varðar umfjöllun Kastljóss 28. nóvember 2016 um dýrahald og eggjaframleiðslu Brúneggja ehf. Brúnegg voru í eigu bræðranna Kristins Gylfa og Björns Jónssona sem höfðuðu málið í gegnum félög þeirra, Bala og Geysis. Landsréttur á öðru máli Að mati Landsréttar mátti MAST ekki afhenda RÚV gögn sem vörðuðu starfsemi Brúneggja. En að mati dómsins var augljóst að strax í kjölfar þess að Kastljósþátturinn var sýndur hafi orðið hrun í sölu afurða Brúneggja. Afhending stofnunarinnar á gögnum og yfirlýsingar starfsmanna hennar orsökuðu þetta hrun. Landsréttur sagði hins vegar að ekki væri hægt að segja að umfjöllun Kastljóss væri efnislega röng, eða hefði ekki fréttagildi eða ætti ekki erindi við almenning. Afhendingin olli ekki saknæmu tjóni Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að gögnin væru ótvírætt þess eðlis að stofnuninni væri skylt að afhenda þau á grundvelli upplýsingalaga. Það hefði verið góð stjórnsýsluframkvæmd hjá MAST að óska eftir áliti Brúneggja á afhendingunni á sínum tíma. Það hefði hins vegar ekki breytt neinu um skyldu stofnunarinnar til að veita gögnin. Því var ekki fallist á að afhending gagnanna hefði verið til þess fallin að valda Brúneggjum tjóni með ólögmætum og saknæmum hætti. Hæstiréttur féllst heldur ekki á að MAST væri skaðabótaskyld vegna þess að starfsmenn stofnunarinnar voru sagðir hafa veitt liðsinni við gerð sjónvarpsþáttarins. Ekki væri hægt að sjá að afhending gagna og samskipti sem voru því tengd væri að veita liðsinni, og ekki heldur að veita viðtöl um málið. Hæstiréttur sýknaði MAST og RÚV.Vísir/Vilhelm Þar að auki komst Hæstiréttur að því að ummæli starfsmanna MAST hefðu leitt til bótaskyldu til Brúneggja vegna viðbragða birgja, smásala og neytenda við fréttaflutningi. Ekki hefði verið sýnt fram á að neitt rangt hafi komið fram í umfjölluninni. Hæstiréttur gerir því Bala og Geysi að greiða MAST annars vegar og RÚV hins vegar kostnað vegna reksturs málsins á öllum dómstigum. Félögin þurfa að greiða MAST þrjár milljónir króna og RÚV fimm milljónir.
Brúneggjamálið Dómsmál Matvælaframleiðsla Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira