Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir, Eiríkur Svavarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Heiðbrá Ólafsdóttir, Jakob Frímann Magnússon og Þorsteinn Sæmundsson skrifa 26. mars 2025 09:01 Stundum og of oft heyrast raddir um að afnema eigi alla tolla á innflutt matvæli m.a. í nafni samkeppninnar sem þar af leiði af sér ódýrari matvæli fyrir neytendur. Í fámennu landi eins og Íslandi hefur það hins vegar sýnt sig að samkeppninni hefur ekki tekist að tryggja betri kjör (matvöru-, banka- og tryggingamarkaður t.d.). Slík leið að afnema tolla á innflutt matvæli myndi eingöngu leiða til algerrar einokunar innflutningsaðila og um leið yrði Íslenska þjóðin á allan hátt háð utanaðkomandi aðilum um mat. Miklar líkur væru á að landbúnaður legðist af á Íslandi og hætta yrði á að sú þekking og færni sem íslenska þjóðin býr yfir þegar kemur að sjálfbærni í fæðuöflun og ræktun myndi tapast að stórum hluta. Tollar eru notaðir um allan heim til að tryggja hagsmuni þjóða. Hagsmunirnir eru sannarlega misjafnir milli landa en geta t.d. verið til að tryggja ákveðið framboð vöru, vernda þjóðhagslega mikilvæga framleiðslu, tryggja sérstöðu o.fl. Langflest lönd ásamt ríkjasambandinu ESB nota tolla í þessum tilgangi. Örfá ríki leggja ekki tolla á innflutt matvæli og er það þá oftast vegna þess að þau reiða sig nær alfarið á innflutning matvæla. Það kemur því óneitanlega spánskt fyrir sjónir sú staðreynd að flest matvæli sem flutt eru inn til matarkistunnar Íslands bera litla eða enga tolla. Þá er vert að minnast á að langstærsti hluti þeirra innfluttu matvæla eru samt töluvert dýrari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Tolla á að nýta m.a. í þeirri viðleitni að tryggja ákveðið fæðuöryggi fyrir landsmenn og að vera liður í að Íslendingar hafi aðgang að hreinum og heilsusamlegum matvælum t.d. ef landið einangrast vegna efnahagshruns, sjúkdóma, tollastríða stórríkja og stríðsátaka. Þá má alls ekki gleyma því að notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi er eitt það lægsta á heimsvísu en útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería er talin ein stærsta heilsufarsógn mannkyns í heiminum í dag. Samhliða þessari ógn er íslenskum bændum ætlað að búa við eitt strangasta regluverk sem fyrir finnst í Evrópu á sama tíma og þeir eiga að keppa við erlend stórfyrirtæki og verksmiðjubú sem auðveldlega geta gert út af við íslenskan fjölskyldubúskap á örskömmum tíma um leið og erfitt er að rekja feril innfluttu vörunnar. Þessi stórfyrirtæki búa jafnvel við slakara regluverk eða minni eftirfylgni, þegar kemur að hollustuháttum dýra og afurða ásamt þeirri köldu staðreynd að sýklalyfjum er oft blandað saman við fóður dýra til að minnka afföll og veikindi innan hópsins. Tollar draga úr hættunni sem fylgir því að vera öðrum háð með matvæli. Miðflokkurinn hefur lagt áherslur á öflugan íslenskan landbúnað þar sem tollvernd er nýtt til að tryggja rekstrarumhverfi bænda, hagsmuni neytenda og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Þingmenn Miðflokksins hafa margsinnis lagt fram þingmál um heildarstefnumótun í landbúnaði og þá hafa Landsþing flokksins ályktað skýrt um mikilvægi landbúnaðar og tollvernd. Þannig er flokkurinn alveg skýr í sinni afstöðu til innlendrar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar. Höfundar eru varaþingmenn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Miðflokkurinn Ágústa Ágústsdóttir Jakob Frímann Magnússon Þorsteinn Sæmundsson Gunnar Bragi Sveinsson Alþingi Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum og of oft heyrast raddir um að afnema eigi alla tolla á innflutt matvæli m.a. í nafni samkeppninnar sem þar af leiði af sér ódýrari matvæli fyrir neytendur. Í fámennu landi eins og Íslandi hefur það hins vegar sýnt sig að samkeppninni hefur ekki tekist að tryggja betri kjör (matvöru-, banka- og tryggingamarkaður t.d.). Slík leið að afnema tolla á innflutt matvæli myndi eingöngu leiða til algerrar einokunar innflutningsaðila og um leið yrði Íslenska þjóðin á allan hátt háð utanaðkomandi aðilum um mat. Miklar líkur væru á að landbúnaður legðist af á Íslandi og hætta yrði á að sú þekking og færni sem íslenska þjóðin býr yfir þegar kemur að sjálfbærni í fæðuöflun og ræktun myndi tapast að stórum hluta. Tollar eru notaðir um allan heim til að tryggja hagsmuni þjóða. Hagsmunirnir eru sannarlega misjafnir milli landa en geta t.d. verið til að tryggja ákveðið framboð vöru, vernda þjóðhagslega mikilvæga framleiðslu, tryggja sérstöðu o.fl. Langflest lönd ásamt ríkjasambandinu ESB nota tolla í þessum tilgangi. Örfá ríki leggja ekki tolla á innflutt matvæli og er það þá oftast vegna þess að þau reiða sig nær alfarið á innflutning matvæla. Það kemur því óneitanlega spánskt fyrir sjónir sú staðreynd að flest matvæli sem flutt eru inn til matarkistunnar Íslands bera litla eða enga tolla. Þá er vert að minnast á að langstærsti hluti þeirra innfluttu matvæla eru samt töluvert dýrari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Tolla á að nýta m.a. í þeirri viðleitni að tryggja ákveðið fæðuöryggi fyrir landsmenn og að vera liður í að Íslendingar hafi aðgang að hreinum og heilsusamlegum matvælum t.d. ef landið einangrast vegna efnahagshruns, sjúkdóma, tollastríða stórríkja og stríðsátaka. Þá má alls ekki gleyma því að notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi er eitt það lægsta á heimsvísu en útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería er talin ein stærsta heilsufarsógn mannkyns í heiminum í dag. Samhliða þessari ógn er íslenskum bændum ætlað að búa við eitt strangasta regluverk sem fyrir finnst í Evrópu á sama tíma og þeir eiga að keppa við erlend stórfyrirtæki og verksmiðjubú sem auðveldlega geta gert út af við íslenskan fjölskyldubúskap á örskömmum tíma um leið og erfitt er að rekja feril innfluttu vörunnar. Þessi stórfyrirtæki búa jafnvel við slakara regluverk eða minni eftirfylgni, þegar kemur að hollustuháttum dýra og afurða ásamt þeirri köldu staðreynd að sýklalyfjum er oft blandað saman við fóður dýra til að minnka afföll og veikindi innan hópsins. Tollar draga úr hættunni sem fylgir því að vera öðrum háð með matvæli. Miðflokkurinn hefur lagt áherslur á öflugan íslenskan landbúnað þar sem tollvernd er nýtt til að tryggja rekstrarumhverfi bænda, hagsmuni neytenda og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Þingmenn Miðflokksins hafa margsinnis lagt fram þingmál um heildarstefnumótun í landbúnaði og þá hafa Landsþing flokksins ályktað skýrt um mikilvægi landbúnaðar og tollvernd. Þannig er flokkurinn alveg skýr í sinni afstöðu til innlendrar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar. Höfundar eru varaþingmenn Miðflokksins.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun