Vance á leið til Grænlands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. mars 2025 20:51 JD Vance er varaforseti Bandaríkjanna. EPA JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Grænland með Usha Vance, eiginkonu sinni á föstudag. Hann segist ætla athuga öryggisaðstæður í landinu. „Það var svo mikil tilhlökkun fyrir heimsókn Usha til Grænlands á föstudag að ég ákvað að hún gæti ekki haft svona gaman alveg ein svo ég ætla með henni,“ segir Vance í myndskeiði sem hann birti á samfélagsmiðlinum X. Greint var frá því að Ushe Vance væri á leið í óopinbera heimsókn til Grænlands ásamt Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump og Chris Wright, orkumálaráðherra. Núna ætlar JD Vance að slást í för með hópnum. Looking forward to visiting Greenland on Friday!🇺🇸 pic.twitter.com/p3HslD3hhP— JD Vance (@JDVance) March 25, 2025 Hópurinn ætlar að heimsækja bandaríska hermenn í Grænlandi en að sögn Vance ætlar hann einnig að taka stöðuna á öryggisaðstæðum landsins. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ segir varaforsetinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagst vilja eiga Grænland og fullyrt að Grænlendingar vilji einnig vera hluti af Bandaríkjunum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt það komi ekki til greina að Bandaríkjamenn fái Grænland. Þá hefur Múte B. Egede, fráfarandi landsstjóri Grænlands einnig sagt að að Grænlendingar vilji ekki vera hluti af Bandaríkjunum „Ef ég tala fyrir hönd Trump forseta, þá viljum við endurvekja öryggi íbúa Grænlands því við teljum að það sé mikilvægt til að vernda öryggi alls heimsins,“ segir Vance. Þá segir hann bæði leiðtoga í Bandaríkjunum og í Danmörku hafa hundsað Grænland. „Við höldum að við getum tekið hlutina í aðra átt svo ég ætla fara og skoða þetta.“ Einungis tæpir þrír mánuðir eru síðan Donald Trump yngri heimsótti Grænland. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
„Það var svo mikil tilhlökkun fyrir heimsókn Usha til Grænlands á föstudag að ég ákvað að hún gæti ekki haft svona gaman alveg ein svo ég ætla með henni,“ segir Vance í myndskeiði sem hann birti á samfélagsmiðlinum X. Greint var frá því að Ushe Vance væri á leið í óopinbera heimsókn til Grænlands ásamt Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump og Chris Wright, orkumálaráðherra. Núna ætlar JD Vance að slást í för með hópnum. Looking forward to visiting Greenland on Friday!🇺🇸 pic.twitter.com/p3HslD3hhP— JD Vance (@JDVance) March 25, 2025 Hópurinn ætlar að heimsækja bandaríska hermenn í Grænlandi en að sögn Vance ætlar hann einnig að taka stöðuna á öryggisaðstæðum landsins. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ segir varaforsetinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagst vilja eiga Grænland og fullyrt að Grænlendingar vilji einnig vera hluti af Bandaríkjunum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt það komi ekki til greina að Bandaríkjamenn fái Grænland. Þá hefur Múte B. Egede, fráfarandi landsstjóri Grænlands einnig sagt að að Grænlendingar vilji ekki vera hluti af Bandaríkjunum „Ef ég tala fyrir hönd Trump forseta, þá viljum við endurvekja öryggi íbúa Grænlands því við teljum að það sé mikilvægt til að vernda öryggi alls heimsins,“ segir Vance. Þá segir hann bæði leiðtoga í Bandaríkjunum og í Danmörku hafa hundsað Grænland. „Við höldum að við getum tekið hlutina í aðra átt svo ég ætla fara og skoða þetta.“ Einungis tæpir þrír mánuðir eru síðan Donald Trump yngri heimsótti Grænland.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31