Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar 24. mars 2025 14:00 Nýlega fjallaði ég um þann mikla mun sem greiddur er fyrir uppsjávarfisk m.a. kolmunna, loðnu og makríl sem veiddur er á sömu slóðum á sama tíma, sem seldur er til tengdra aðila á Íslandi annars vegar og hins vegar í Færeyjum. Þetta lága verð hér á landi hefur bein áhrif á laun sjómanna, veiðigjöldin, hafnargjöld og útsvar sveitarfélaga svo eitthvað sé tínt til. Það er ekki aðeins gríðarlegur munur á verðlagningu á sambærilegum fiski á milli Íslands og næstu nágranna. Á meðfylgjandi mynd sést munurinn á verði á óslægðum þorski á frjálsum markaði á grænu línunni og verð á sama fiski í föstum viðskiptum tengdra aðila, eða á Verðalgsstofuverði dagana 5. til 18. febrúar sl á línunni þar fyrir neðan. Þetta eru sláandi tölur, en mesti verðmunur á sambærilega stórum þorski var nálægt 350 kr. Fyrir kílóið og mesti hlutfallslegi munur var 42 prósent. Þetta má útleggja sem afslátt sem fiskvinnsla sem samþætt er útgerð fær frá raunvirði hráefnis á markaði. Að auki má túlka ívilnandi vigtarreglu sem sérstakan ríkisstuðning við viðkomandi sjávarútvegsfyrirtæki umfram önnur. Ég tel þetta fyrirkomulag einn veigamesta þáttinn í samþjöppun í sjávarútvegi. Það er ekki rétt gefið fyrir þá fiskvinnslu sem ekki er tengd veiðum og sama má segja um minni útgerðir sem ekki reka fiskvinnslu en þau útgerðarfyrirtæki þurfa að greiða hærri laun og hærri hafnargjöld af raunvirði aflans. Núverandi ástand er óþolandi fyrir þjóðina sem eiganda auðlindarinnar og sjómenn. Samkeppnisstaða í greininni er rammskökk. Þeir sem reyna að réttlæta núverandi ástand halda því gjarnan fram að verð á frjálsum markaði endurspegli miklu frekar hátt jaðarverð sem myndi snarlækka ef meira magn færi á frjálsan markað á Íslandi. Það er auðvitað af og frá að þannig yrði það nema um skamman tíma, þar sem verðið ræðst af því þegar til lengdar lætur sem erlendir markaðir gefa í aðra hönd. Það er ekkert séríslenskt fiskverð til, þar sem aflinn er fluttur út að stærstum hluta á erlenda markaði. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Sjá meira
Nýlega fjallaði ég um þann mikla mun sem greiddur er fyrir uppsjávarfisk m.a. kolmunna, loðnu og makríl sem veiddur er á sömu slóðum á sama tíma, sem seldur er til tengdra aðila á Íslandi annars vegar og hins vegar í Færeyjum. Þetta lága verð hér á landi hefur bein áhrif á laun sjómanna, veiðigjöldin, hafnargjöld og útsvar sveitarfélaga svo eitthvað sé tínt til. Það er ekki aðeins gríðarlegur munur á verðlagningu á sambærilegum fiski á milli Íslands og næstu nágranna. Á meðfylgjandi mynd sést munurinn á verði á óslægðum þorski á frjálsum markaði á grænu línunni og verð á sama fiski í föstum viðskiptum tengdra aðila, eða á Verðalgsstofuverði dagana 5. til 18. febrúar sl á línunni þar fyrir neðan. Þetta eru sláandi tölur, en mesti verðmunur á sambærilega stórum þorski var nálægt 350 kr. Fyrir kílóið og mesti hlutfallslegi munur var 42 prósent. Þetta má útleggja sem afslátt sem fiskvinnsla sem samþætt er útgerð fær frá raunvirði hráefnis á markaði. Að auki má túlka ívilnandi vigtarreglu sem sérstakan ríkisstuðning við viðkomandi sjávarútvegsfyrirtæki umfram önnur. Ég tel þetta fyrirkomulag einn veigamesta þáttinn í samþjöppun í sjávarútvegi. Það er ekki rétt gefið fyrir þá fiskvinnslu sem ekki er tengd veiðum og sama má segja um minni útgerðir sem ekki reka fiskvinnslu en þau útgerðarfyrirtæki þurfa að greiða hærri laun og hærri hafnargjöld af raunvirði aflans. Núverandi ástand er óþolandi fyrir þjóðina sem eiganda auðlindarinnar og sjómenn. Samkeppnisstaða í greininni er rammskökk. Þeir sem reyna að réttlæta núverandi ástand halda því gjarnan fram að verð á frjálsum markaði endurspegli miklu frekar hátt jaðarverð sem myndi snarlækka ef meira magn færi á frjálsan markað á Íslandi. Það er auðvitað af og frá að þannig yrði það nema um skamman tíma, þar sem verðið ræðst af því þegar til lengdar lætur sem erlendir markaðir gefa í aðra hönd. Það er ekkert séríslenskt fiskverð til, þar sem aflinn er fluttur út að stærstum hluta á erlenda markaði. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun