Innlent

Hnífstunguárás á Ingólfs­torgi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur yfir á Ingólfstorgi vegna hnífstunguárásar þar sem að minnsta kosti tveir hafa verið fluttir á sjúkrabörum af vettvangi.
Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur yfir á Ingólfstorgi vegna hnífstunguárásar þar sem að minnsta kosti tveir hafa verið fluttir á sjúkrabörum af vettvangi. Vísir/Kolbeinn Tumi

Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur yfir á Ingólfstorgi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um hnífstunguárás að ræða. Fleiri en einn hafa verið fluttir særðir af vettvangi.

Lögregla er með mikinn viðbúnað á svæðinu, en þar eru á annan tug lögreglumanna. Nokkrir sjúkrabílar hafa sést aka frá svæðinu.

Sjónarvottar segjast hafa séð að minnsta kosti tvo verða fyrir hnífstunguárás.

Þá hafa sjónarvottar sömuleiðis séð lögreglumenn hlaupa niður Austurstræti með táragasbrúsa.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu beindist árásin gegn dyravörðum.

Búið er að girða af umtalsvert svæði við Ingólfstorg og Austurstræti.

Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kveðst ekki geta sagt hvort einhverjir hafi verið handteknir í tengslum við málið.

Hún segir að tveir hafi verið fluttir á sjúkrahús, en hún viti ekki hvort þeir séu alvarlega slasaðir.

Hún segir að viðbúnaður lögreglu sé enn mikill á svæðinu.

„Þetta er allt á algjöru frumstigi, við erum að ná utan um þetta, ná utan um hversu alvarlega slasaðir menn eru, við erum bara að ná utan um þetta,“ segir hún.

Vísir/Kolbeinn Tumi
Ingólfstorg er stappað af lögreglumönnum.Vísir/Kolbeinn Tumi
Vísir/Kolbeinn Tumi
Vísir/Kolbeinn Tumi

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×