Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. mars 2025 11:57 Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins, vill að aðkoma forsætisráðuneytisins og tímalína málsins verði skoðuð. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að rannsaka þurfi atburðarrásina sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra í gærkvöldi. Svör forsætisráðherra um tímalínu málsins og meintan trúnaðarbrest hafi ekki verið nógu skýr. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir sér hafa brugðið og það hafi komið sér á óvart þegar greint var frá afsögn Ásthildar Lóu og ástæðu þess í gær. Ekkert annað hafi verið í stöðunni fyrir Ásthildi en að segja af sér. „Og eins líka að gera þetta bara hratt, að taka ákvörðun hratt að stíga út úr ríkisstjórninni. Ég held að það hafi verið hárrétt ákvörðun sömuleiðis,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði á fundi með fjölmiðlum í gærkvöldi að ellefta mars hafi erindi borist til ráðuneytisins, án útskýringa um erindi málsins, þar sem óskað var eftir fundi með forsætisráðherra og fram kom að í lagi væri að barnamálaráðherra sæti þann fund. Aðstoðarmaður hennar hafi þá haft samband við aðstoðarmann Ásthildar Lóu, sem sagðist ekki þekkja innsendanda erindisins. Í kjölfarið hafi borist ítrekun án þess að erindið kæmi fram og óskaði ráðuneytið eftir útskýringu. Eftir að útskýring á málinu barst ákvað ráðuneytið að ekki yrði boðið upp á einkafund. „Engar upplýsingar um það erindi bárust mennta- og barnamálaráðherra, ég ræddi það aldrei við mennta- og barnamálaráðherra. Með því að hafna einkafundi með forsætisráðherra er með engu verið að taka afstöðu til málsins,“ sagði Kristrún. Borgararnir verði að geta treyst æðsta trúnaðarmanni þjóðarinnar Hún hafi ekki fyrr en í gær vitað að það sem fram kom í erindinu væri satt. „Mér fannst þetta ekki nógu skýr svör og ég held að það sé mjög mikilvægt núna að málið verði rannsakað. Það þarf að fara yfir tímalínuna og mér finnnst ráðherrarnir hafa verið tvísaga. Það þarf bara að fara gaumgæfilega yfir málið og sérstaklega aðkomu forsætisráðuneytisins að því,“ segir Guðrún. „Það virðist vera að það hafi orðið leki úr forsætisráðuneytinu. Mér finnst það mjög alvarlegt. Mér finnst líka alvarlegt að eftir að forsætisráðherra er upplýstur um málið líður vika þangað til eitthvað er aðhafst í málinu og það er ekki gert fyrr en fjölmiðlar hafa samband.“ Hún segir nauðsynlegt að málið verði rýnt í þaula. „Borgararnir verða að geta treyst því að þeir geti farið til æðsta trúnaðarmanns þjóðarinnar með mál og geta treyst því að þau séu tekin til skoðunar og að trúnaði sé haldið. Ef það reynist raunin að það hafi verið brotið á trúnaði gegn borgara er það að mínu mati hneyksli.“ Kjörnir fulltrúar verði að vera gagnrýnir á sjálfa sig Ásthildur Lóa ætlar ekki að segja af sér þingmennsku. Guðrún segir fólk þurfa að meta hæfi sitt þegar það tekur að sér ábyrðgarstöðu. „Hún verður vitaskuld að eiga það við sjálfa sig. Fólk verður að meta hæfi sitt þegar það fer í ábyrgðarstörf fyrir þjóðina. Hún er æðsti yfirmaður yfir skólakerfi og yfir börnum, barnamálaráðherra. Þannig er það nú á þinginu að hver þingmaður metur hæfi sitt til starfa. Við verðum að vera gagnrýnin á okkur sjálf, við sem tökum að okkur ábyrgðarhlutverk fyrir þjóð okkar,“ segir Guðrún. „Hún verður að meta stöðu sína og hvort hún njóti trausts þjóðarinnar til að vinna í þágu þjóðar sinnar.“ Þónokkur hneykslismál frá upphafi kjörtímabils Nokkur mál hafa komið upp frá upphafi kjörtímabils sem vakið hafa upp mikla gagnrýni á Flokk fólksins. Má þar nefna þegar Inga Sæland, formaður hans, hringdi í skólastjóra framhaldsskóla barnabarns síns vegna týnds skópars. Eins hefur gustað um flokkinn vegna styrkjamálsins svokallaða og viðbragða hans, sér í lagi í garð Morgunblaðsins, og ummæla þingmanns flokksins um að endurskoða styrki til fjölmiðilsins vegna málsins. Þá má nefna ummæli Ásthildar Lóu sjálfrar, um að hún vantreysti dómskerfi landsins, eftir að hún tapaði bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar árið 2017. „Frá því að þessi ríkisstjórn hóf störf erum við búin að fá fréttir þar sem ráðherrar eru að hringja í skólastjórnendur, það eru hótanir í garð fjölmiðla sem að þeirra mati skrifa gegn ríkisstjórninni, það eru kúgvendingar í stefnumálum stjórnarflokka eftir því hvernig vindar blásar. Það er eins og þetta sé það helsta sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á hingað til og hún er varla byrjuð,“ segir Guðrún. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Barnsfaðir Ásthildar Lóu: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk“ Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið í hans óþökk. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra. 21. mars 2025 11:05 Vaktin: Formenn ríkisstjórnarflokkanna tjá sig um afsögn ráðherra Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59 Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafnar því að hún hafi verið leiðbeinandi unglingsdrengs sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gær. Hún segir að maðurinn hafi setið um sig og hún ekki höndlað aðstæður á sínum tíma. 21. mars 2025 08:37 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir sér hafa brugðið og það hafi komið sér á óvart þegar greint var frá afsögn Ásthildar Lóu og ástæðu þess í gær. Ekkert annað hafi verið í stöðunni fyrir Ásthildi en að segja af sér. „Og eins líka að gera þetta bara hratt, að taka ákvörðun hratt að stíga út úr ríkisstjórninni. Ég held að það hafi verið hárrétt ákvörðun sömuleiðis,“ segir Guðrún í samtali við fréttastofu. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði á fundi með fjölmiðlum í gærkvöldi að ellefta mars hafi erindi borist til ráðuneytisins, án útskýringa um erindi málsins, þar sem óskað var eftir fundi með forsætisráðherra og fram kom að í lagi væri að barnamálaráðherra sæti þann fund. Aðstoðarmaður hennar hafi þá haft samband við aðstoðarmann Ásthildar Lóu, sem sagðist ekki þekkja innsendanda erindisins. Í kjölfarið hafi borist ítrekun án þess að erindið kæmi fram og óskaði ráðuneytið eftir útskýringu. Eftir að útskýring á málinu barst ákvað ráðuneytið að ekki yrði boðið upp á einkafund. „Engar upplýsingar um það erindi bárust mennta- og barnamálaráðherra, ég ræddi það aldrei við mennta- og barnamálaráðherra. Með því að hafna einkafundi með forsætisráðherra er með engu verið að taka afstöðu til málsins,“ sagði Kristrún. Borgararnir verði að geta treyst æðsta trúnaðarmanni þjóðarinnar Hún hafi ekki fyrr en í gær vitað að það sem fram kom í erindinu væri satt. „Mér fannst þetta ekki nógu skýr svör og ég held að það sé mjög mikilvægt núna að málið verði rannsakað. Það þarf að fara yfir tímalínuna og mér finnnst ráðherrarnir hafa verið tvísaga. Það þarf bara að fara gaumgæfilega yfir málið og sérstaklega aðkomu forsætisráðuneytisins að því,“ segir Guðrún. „Það virðist vera að það hafi orðið leki úr forsætisráðuneytinu. Mér finnst það mjög alvarlegt. Mér finnst líka alvarlegt að eftir að forsætisráðherra er upplýstur um málið líður vika þangað til eitthvað er aðhafst í málinu og það er ekki gert fyrr en fjölmiðlar hafa samband.“ Hún segir nauðsynlegt að málið verði rýnt í þaula. „Borgararnir verða að geta treyst því að þeir geti farið til æðsta trúnaðarmanns þjóðarinnar með mál og geta treyst því að þau séu tekin til skoðunar og að trúnaði sé haldið. Ef það reynist raunin að það hafi verið brotið á trúnaði gegn borgara er það að mínu mati hneyksli.“ Kjörnir fulltrúar verði að vera gagnrýnir á sjálfa sig Ásthildur Lóa ætlar ekki að segja af sér þingmennsku. Guðrún segir fólk þurfa að meta hæfi sitt þegar það tekur að sér ábyrðgarstöðu. „Hún verður vitaskuld að eiga það við sjálfa sig. Fólk verður að meta hæfi sitt þegar það fer í ábyrgðarstörf fyrir þjóðina. Hún er æðsti yfirmaður yfir skólakerfi og yfir börnum, barnamálaráðherra. Þannig er það nú á þinginu að hver þingmaður metur hæfi sitt til starfa. Við verðum að vera gagnrýnin á okkur sjálf, við sem tökum að okkur ábyrgðarhlutverk fyrir þjóð okkar,“ segir Guðrún. „Hún verður að meta stöðu sína og hvort hún njóti trausts þjóðarinnar til að vinna í þágu þjóðar sinnar.“ Þónokkur hneykslismál frá upphafi kjörtímabils Nokkur mál hafa komið upp frá upphafi kjörtímabils sem vakið hafa upp mikla gagnrýni á Flokk fólksins. Má þar nefna þegar Inga Sæland, formaður hans, hringdi í skólastjóra framhaldsskóla barnabarns síns vegna týnds skópars. Eins hefur gustað um flokkinn vegna styrkjamálsins svokallaða og viðbragða hans, sér í lagi í garð Morgunblaðsins, og ummæla þingmanns flokksins um að endurskoða styrki til fjölmiðilsins vegna málsins. Þá má nefna ummæli Ásthildar Lóu sjálfrar, um að hún vantreysti dómskerfi landsins, eftir að hún tapaði bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar árið 2017. „Frá því að þessi ríkisstjórn hóf störf erum við búin að fá fréttir þar sem ráðherrar eru að hringja í skólastjórnendur, það eru hótanir í garð fjölmiðla sem að þeirra mati skrifa gegn ríkisstjórninni, það eru kúgvendingar í stefnumálum stjórnarflokka eftir því hvernig vindar blásar. Það er eins og þetta sé það helsta sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á hingað til og hún er varla byrjuð,“ segir Guðrún.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Barnsfaðir Ásthildar Lóu: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk“ Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið í hans óþökk. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra. 21. mars 2025 11:05 Vaktin: Formenn ríkisstjórnarflokkanna tjá sig um afsögn ráðherra Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59 Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafnar því að hún hafi verið leiðbeinandi unglingsdrengs sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gær. Hún segir að maðurinn hafi setið um sig og hún ekki höndlað aðstæður á sínum tíma. 21. mars 2025 08:37 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Barnsfaðir Ásthildar Lóu: „Þetta er farið af stað algjörlega í minni óþökk“ Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið í hans óþökk. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra. 21. mars 2025 11:05
Vaktin: Formenn ríkisstjórnarflokkanna tjá sig um afsögn ráðherra Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59
Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafnar því að hún hafi verið leiðbeinandi unglingsdrengs sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gær. Hún segir að maðurinn hafi setið um sig og hún ekki höndlað aðstæður á sínum tíma. 21. mars 2025 08:37