Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 21. mars 2025 09:31 Á Vísi birtist í gær grein eftir mann sem titlaður er „formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins“. Greinin heitir „Misskilningur frú Sæland“ og fjallar um svör Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Inni í greininni er líka vísað til ráðherrans sem „frú Sæland“. Þarna er beitt vel þekktri og alveg sérlega ómerkilegri aðferð við að gera lítið úr fólki – að kalla það öðru nafni en venja er eða afbaka nafn þess á einhvern hátt. Á yfirborðinu er „frú Sæland“ vitanlega mjög virðulegt og hátíðlegt en engum blandast hugur um að með þessum titli er verið að tala niður til ráðherrans á einkar ósmekklegan hátt. En því miður er slík misþyrming mannanafna algeng í opinberri umræðu og ekki síst beitt gagnvart konum. Þetta hefur lengi verið sérstaklega áberandi í Morgunblaðinu og og ótrúlegt að slíkt skuli tíðkast í ritstjórnarefni blaðs sem vill láta taka sig alvarlega, en ekki laust við að þar skíni sérkennilegur húmor ritstjórans í gegn. Eitt sinn tóku Staksteinar það eftir bloggara nokkrum að uppnefna formann Viðreisnar og kalla hana Tobbu Kötu. Þetta vakti réttmæta hneykslun margra – það er ótrúlegt að uppnefni skuli enn tíðkast í pólitískri umræðu á Íslandi. En þetta er ekki einsdæmi – fyrrverandi forsætisráðherra var stundum kölluð Kata Jak eða jafnvel Kata litla í opinberri umræðu, Jóhanna Sigurðardóttir var iðulega kölluð Jóka, og svo mætti lengi telja. Með þessu er auðvitað verið að tala niður til fólks – langoftast kvenna – og gera lítið úr því. Annað dæmi má nefna úr umfjöllun Staksteina um viðtal Sigríðar Hagalín Björnsdóttur fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í þættinum Forystusætið í aðdraganda forsetakosninga í fyrra, þar sem framsetningu Sigríðar var fundið allt til foráttu. Hún er fyrst nefnd fullu nafni en í næstu efnisgrein aðeins Sigríður, sem er vitaskuld alveg eðlilegt. En síðan kemur: „Eins var Hagalín hugleikið að Katrín gæti orðið vanhæf sem forseti við myndun ríkisstjórnar […].“ Þarna er vísað til Sigríðar með millinafni hennar einu – sem aldrei er gert. Út frá andanum í greininni er alveg augljóst að þetta er gert til þess eins að tala niður til Sigríðar og gera lítið úr henni og orðum hennar – þetta er svipað dæmi og „frú Sæland“. Önnur skyld leið til tala niður til fólks er sú að kalla það öðru formi nafns síns en það notar sjálft. Hannes Gissurarson var ævinlega nefndur svo framan af, þangað til vinstri menn í stúdentapólitíkinni á áttunda áratugnum áttuðu sig á því að hann héti líka Hólmsteinn og fannst fyndið að nefna hann fullu nafni. Hannes sá reyndar við þeim og fór að nota Hólmsteinsnafnið sjálfur. Í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar höfðu sumir andstæðingar hans til siðs að kalla hann Ólaf Grímsson. Frá síðari árum er alþekkt að Morgunblaðið nefndi Jón Gnarr alþingismann og fyrrverandi borgarstjóra venjulega skírnarnafni sínu, Jón Gunnar Kristinsson eða Jón G. Kristinsson, en ekki því nafni sem hann kýs að nota. Tungumálið er öflugt valdatæki – í raun öflugasta valdatæki sem fólk í lýðræðisþjóðfélagi býr yfir. Á okkur hvílir sú ábyrgð að beita þessu valdatæki til góðs en ekki til að meiða annað fólk. Fátt er okkur hjartfólgnara en nafnið. Það hefur verið hluti af okkur frá því að við munum fyrst eftir okkur og við samsömum okkur því. Þess vegna á ríkisvaldið ekki að skipta sér af því hvaða nöfn foreldrar gefa börnum sínum eða hvaða nöfn fullorðið fólk kýs sér. Og þess vegna er það alvarleg og í raun fyrirlitleg árás á fólk að breyta nafni þess, skrumskæla það eða misþyrma á einhvern hátt. Eins og dæmin sýna er þessari aðferð ekki síst beitt af karlrembum til að niðurlægja konur og gera lítið úr málflutningi þeirra, en segir mest um þá sem beita henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Mannanöfn Alþingi Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Vísi birtist í gær grein eftir mann sem titlaður er „formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins“. Greinin heitir „Misskilningur frú Sæland“ og fjallar um svör Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi. Inni í greininni er líka vísað til ráðherrans sem „frú Sæland“. Þarna er beitt vel þekktri og alveg sérlega ómerkilegri aðferð við að gera lítið úr fólki – að kalla það öðru nafni en venja er eða afbaka nafn þess á einhvern hátt. Á yfirborðinu er „frú Sæland“ vitanlega mjög virðulegt og hátíðlegt en engum blandast hugur um að með þessum titli er verið að tala niður til ráðherrans á einkar ósmekklegan hátt. En því miður er slík misþyrming mannanafna algeng í opinberri umræðu og ekki síst beitt gagnvart konum. Þetta hefur lengi verið sérstaklega áberandi í Morgunblaðinu og og ótrúlegt að slíkt skuli tíðkast í ritstjórnarefni blaðs sem vill láta taka sig alvarlega, en ekki laust við að þar skíni sérkennilegur húmor ritstjórans í gegn. Eitt sinn tóku Staksteinar það eftir bloggara nokkrum að uppnefna formann Viðreisnar og kalla hana Tobbu Kötu. Þetta vakti réttmæta hneykslun margra – það er ótrúlegt að uppnefni skuli enn tíðkast í pólitískri umræðu á Íslandi. En þetta er ekki einsdæmi – fyrrverandi forsætisráðherra var stundum kölluð Kata Jak eða jafnvel Kata litla í opinberri umræðu, Jóhanna Sigurðardóttir var iðulega kölluð Jóka, og svo mætti lengi telja. Með þessu er auðvitað verið að tala niður til fólks – langoftast kvenna – og gera lítið úr því. Annað dæmi má nefna úr umfjöllun Staksteina um viðtal Sigríðar Hagalín Björnsdóttur fréttamanns við Katrínu Jakobsdóttur í þættinum Forystusætið í aðdraganda forsetakosninga í fyrra, þar sem framsetningu Sigríðar var fundið allt til foráttu. Hún er fyrst nefnd fullu nafni en í næstu efnisgrein aðeins Sigríður, sem er vitaskuld alveg eðlilegt. En síðan kemur: „Eins var Hagalín hugleikið að Katrín gæti orðið vanhæf sem forseti við myndun ríkisstjórnar […].“ Þarna er vísað til Sigríðar með millinafni hennar einu – sem aldrei er gert. Út frá andanum í greininni er alveg augljóst að þetta er gert til þess eins að tala niður til Sigríðar og gera lítið úr henni og orðum hennar – þetta er svipað dæmi og „frú Sæland“. Önnur skyld leið til tala niður til fólks er sú að kalla það öðru formi nafns síns en það notar sjálft. Hannes Gissurarson var ævinlega nefndur svo framan af, þangað til vinstri menn í stúdentapólitíkinni á áttunda áratugnum áttuðu sig á því að hann héti líka Hólmsteinn og fannst fyndið að nefna hann fullu nafni. Hannes sá reyndar við þeim og fór að nota Hólmsteinsnafnið sjálfur. Í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar höfðu sumir andstæðingar hans til siðs að kalla hann Ólaf Grímsson. Frá síðari árum er alþekkt að Morgunblaðið nefndi Jón Gnarr alþingismann og fyrrverandi borgarstjóra venjulega skírnarnafni sínu, Jón Gunnar Kristinsson eða Jón G. Kristinsson, en ekki því nafni sem hann kýs að nota. Tungumálið er öflugt valdatæki – í raun öflugasta valdatæki sem fólk í lýðræðisþjóðfélagi býr yfir. Á okkur hvílir sú ábyrgð að beita þessu valdatæki til góðs en ekki til að meiða annað fólk. Fátt er okkur hjartfólgnara en nafnið. Það hefur verið hluti af okkur frá því að við munum fyrst eftir okkur og við samsömum okkur því. Þess vegna á ríkisvaldið ekki að skipta sér af því hvaða nöfn foreldrar gefa börnum sínum eða hvaða nöfn fullorðið fólk kýs sér. Og þess vegna er það alvarleg og í raun fyrirlitleg árás á fólk að breyta nafni þess, skrumskæla það eða misþyrma á einhvern hátt. Eins og dæmin sýna er þessari aðferð ekki síst beitt af karlrembum til að niðurlægja konur og gera lítið úr málflutningi þeirra, en segir mest um þá sem beita henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar