Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. mars 2025 07:15 Í rúman áratug hefur geðheilbrigðisþjónusta barna og þjónusta við börn með fjölþættan vanda verið föst í reiptogi á milli ríkis og sveitarfélaga. Togstreitan milli ríkis og sveitarfélaga hefur ekki snúist um þörfina og mikilvægi þess að við fjölgum úrræðum og styðjum betur við börn með fjölþættan vanda. Um það hafa flestir verið sammála. Þess í stað hefur umræðan snúist um það hver eigi að greiða fyrir bætta þjónustu við þennan allra viðkvæmasta hóp samfélagsins. Hvort það sé ríkisvaldið, eða sveitarfélögin. Um þetta hefur verið rifist í meira en áratug og á sama tíma hefur vandinn aukist og úrræðum því miður fækkað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 kom fram að sá langi biðtími sem hefði einkennt geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga væri óviðunandi. „Ef ekki er tekið á markvissan hátt á geðheilsuvanda barna og unglinga um leið og hans verður vart aukast til muna líkur þess að þungbærar og langvarandi afleiðingar, jafnvel örorka, komi síðar fram,“ sagði einnig, í þessari níu ára gömlu skýrslu. Börn sem glíma við fjölþættan vanda er fjölbreyttur hópur barna með miklar stuðningsþarfir. Stuðningurinn sem þessi börn þurfa á að halda felst meðal annars í meðferðarúrræðum og vistun utan heimilis til skemmri eða lengri tíma. Þessi úrræði eru kostnaðarsöm og útgjöld sveitarfélaga í málaflokkinn fimmfölduðust á árunum 2005-2020. Á sama tíma stóðu framlög til úrræða sem rekin eru af Barna- og fjölskyldustofu, á forræði ríkisins, nánast í stað. Á þessum fyrstu vikum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið tekin ákvörðun um að taka höndum saman með sveitarfélögunum að því að efla þjónustu við þennan viðkvæma hóp barna. Í gær undirrituðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar, ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttir formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, samkomulag um að ríkið taki yfir framkvæmd og fjármögnun á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Með þessu samkomulagi, ásamt áætlunum um að fjölga úrræðum, eru stigin stór skref til að taka þétt utan um börnin okkar og létta á fjölskyldum þeirra. Þetta samkomulag mun létta á rekstri sveitarfélaga og veita þeim svigrúm til að efla 1. og 2. stigs þjónustu við börn og grípa þannig fyrr inn í og fyrirbyggja að vandamál og vanlíðan barna aukist. Svona látum við verkin tala. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í rúman áratug hefur geðheilbrigðisþjónusta barna og þjónusta við börn með fjölþættan vanda verið föst í reiptogi á milli ríkis og sveitarfélaga. Togstreitan milli ríkis og sveitarfélaga hefur ekki snúist um þörfina og mikilvægi þess að við fjölgum úrræðum og styðjum betur við börn með fjölþættan vanda. Um það hafa flestir verið sammála. Þess í stað hefur umræðan snúist um það hver eigi að greiða fyrir bætta þjónustu við þennan allra viðkvæmasta hóp samfélagsins. Hvort það sé ríkisvaldið, eða sveitarfélögin. Um þetta hefur verið rifist í meira en áratug og á sama tíma hefur vandinn aukist og úrræðum því miður fækkað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 kom fram að sá langi biðtími sem hefði einkennt geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga væri óviðunandi. „Ef ekki er tekið á markvissan hátt á geðheilsuvanda barna og unglinga um leið og hans verður vart aukast til muna líkur þess að þungbærar og langvarandi afleiðingar, jafnvel örorka, komi síðar fram,“ sagði einnig, í þessari níu ára gömlu skýrslu. Börn sem glíma við fjölþættan vanda er fjölbreyttur hópur barna með miklar stuðningsþarfir. Stuðningurinn sem þessi börn þurfa á að halda felst meðal annars í meðferðarúrræðum og vistun utan heimilis til skemmri eða lengri tíma. Þessi úrræði eru kostnaðarsöm og útgjöld sveitarfélaga í málaflokkinn fimmfölduðust á árunum 2005-2020. Á sama tíma stóðu framlög til úrræða sem rekin eru af Barna- og fjölskyldustofu, á forræði ríkisins, nánast í stað. Á þessum fyrstu vikum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið tekin ákvörðun um að taka höndum saman með sveitarfélögunum að því að efla þjónustu við þennan viðkvæma hóp barna. Í gær undirrituðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar, ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttir formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, samkomulag um að ríkið taki yfir framkvæmd og fjármögnun á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Með þessu samkomulagi, ásamt áætlunum um að fjölga úrræðum, eru stigin stór skref til að taka þétt utan um börnin okkar og létta á fjölskyldum þeirra. Þetta samkomulag mun létta á rekstri sveitarfélaga og veita þeim svigrúm til að efla 1. og 2. stigs þjónustu við börn og grípa þannig fyrr inn í og fyrirbyggja að vandamál og vanlíðan barna aukist. Svona látum við verkin tala. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun