Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. mars 2025 07:15 Í rúman áratug hefur geðheilbrigðisþjónusta barna og þjónusta við börn með fjölþættan vanda verið föst í reiptogi á milli ríkis og sveitarfélaga. Togstreitan milli ríkis og sveitarfélaga hefur ekki snúist um þörfina og mikilvægi þess að við fjölgum úrræðum og styðjum betur við börn með fjölþættan vanda. Um það hafa flestir verið sammála. Þess í stað hefur umræðan snúist um það hver eigi að greiða fyrir bætta þjónustu við þennan allra viðkvæmasta hóp samfélagsins. Hvort það sé ríkisvaldið, eða sveitarfélögin. Um þetta hefur verið rifist í meira en áratug og á sama tíma hefur vandinn aukist og úrræðum því miður fækkað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 kom fram að sá langi biðtími sem hefði einkennt geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga væri óviðunandi. „Ef ekki er tekið á markvissan hátt á geðheilsuvanda barna og unglinga um leið og hans verður vart aukast til muna líkur þess að þungbærar og langvarandi afleiðingar, jafnvel örorka, komi síðar fram,“ sagði einnig, í þessari níu ára gömlu skýrslu. Börn sem glíma við fjölþættan vanda er fjölbreyttur hópur barna með miklar stuðningsþarfir. Stuðningurinn sem þessi börn þurfa á að halda felst meðal annars í meðferðarúrræðum og vistun utan heimilis til skemmri eða lengri tíma. Þessi úrræði eru kostnaðarsöm og útgjöld sveitarfélaga í málaflokkinn fimmfölduðust á árunum 2005-2020. Á sama tíma stóðu framlög til úrræða sem rekin eru af Barna- og fjölskyldustofu, á forræði ríkisins, nánast í stað. Á þessum fyrstu vikum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið tekin ákvörðun um að taka höndum saman með sveitarfélögunum að því að efla þjónustu við þennan viðkvæma hóp barna. Í gær undirrituðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar, ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttir formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, samkomulag um að ríkið taki yfir framkvæmd og fjármögnun á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Með þessu samkomulagi, ásamt áætlunum um að fjölga úrræðum, eru stigin stór skref til að taka þétt utan um börnin okkar og létta á fjölskyldum þeirra. Þetta samkomulag mun létta á rekstri sveitarfélaga og veita þeim svigrúm til að efla 1. og 2. stigs þjónustu við börn og grípa þannig fyrr inn í og fyrirbyggja að vandamál og vanlíðan barna aukist. Svona látum við verkin tala. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í rúman áratug hefur geðheilbrigðisþjónusta barna og þjónusta við börn með fjölþættan vanda verið föst í reiptogi á milli ríkis og sveitarfélaga. Togstreitan milli ríkis og sveitarfélaga hefur ekki snúist um þörfina og mikilvægi þess að við fjölgum úrræðum og styðjum betur við börn með fjölþættan vanda. Um það hafa flestir verið sammála. Þess í stað hefur umræðan snúist um það hver eigi að greiða fyrir bætta þjónustu við þennan allra viðkvæmasta hóp samfélagsins. Hvort það sé ríkisvaldið, eða sveitarfélögin. Um þetta hefur verið rifist í meira en áratug og á sama tíma hefur vandinn aukist og úrræðum því miður fækkað. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2016 kom fram að sá langi biðtími sem hefði einkennt geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga væri óviðunandi. „Ef ekki er tekið á markvissan hátt á geðheilsuvanda barna og unglinga um leið og hans verður vart aukast til muna líkur þess að þungbærar og langvarandi afleiðingar, jafnvel örorka, komi síðar fram,“ sagði einnig, í þessari níu ára gömlu skýrslu. Börn sem glíma við fjölþættan vanda er fjölbreyttur hópur barna með miklar stuðningsþarfir. Stuðningurinn sem þessi börn þurfa á að halda felst meðal annars í meðferðarúrræðum og vistun utan heimilis til skemmri eða lengri tíma. Þessi úrræði eru kostnaðarsöm og útgjöld sveitarfélaga í málaflokkinn fimmfölduðust á árunum 2005-2020. Á sama tíma stóðu framlög til úrræða sem rekin eru af Barna- og fjölskyldustofu, á forræði ríkisins, nánast í stað. Á þessum fyrstu vikum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið tekin ákvörðun um að taka höndum saman með sveitarfélögunum að því að efla þjónustu við þennan viðkvæma hóp barna. Í gær undirrituðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar, ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttir formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, samkomulag um að ríkið taki yfir framkvæmd og fjármögnun á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Með þessu samkomulagi, ásamt áætlunum um að fjölga úrræðum, eru stigin stór skref til að taka þétt utan um börnin okkar og létta á fjölskyldum þeirra. Þetta samkomulag mun létta á rekstri sveitarfélaga og veita þeim svigrúm til að efla 1. og 2. stigs þjónustu við börn og grípa þannig fyrr inn í og fyrirbyggja að vandamál og vanlíðan barna aukist. Svona látum við verkin tala. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun