Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 16:12 Frá atkvæðagreiðslunni í þýska þinginu. Sjá má Friedrich Merz, verðandi kanslara, neðst fyrir miðju. AP/Ebrahim Noroozi Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála. Skuldaþak þetta er í raun eitt prósent af vergri landsframleiðslu Þýskalands en breytingarnar gera fjárútlát til varnarmála undanþegin því. Fréttamaður DW segir að breytingarnar feli í raun í sér að Friedrich Merz, verðandi kanslari, hafi frjálsar hendur þegar kemur að hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Tvo þriðju þingmanna, eða 489, þarf til að gera breytingar á stjórnarskrá en í heildina samþykktu 513 þingmenn þær og 207 greiddu atkvæði gegn þeim. Leiðtogar Kristilegra demókrata, Græningja og Sósíaldemókrata, komust nýverið að samkomulagi um breytingarnar og greiddu þingmenn þeirra flokka atkvæði með tillögunni. Auk þess að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til varnarmála opnar breytingin á um fimm hundruð milljarða evra fjárútlát í sérstakan sjóð sem ætlað er til innviðauppbyggingar og náttúruverndar. Sá liður breytinganna er að miklu leyti til kominn vegna samkomulags Merz við Græningja. Mikil uppbygging í Evrópu Ráðamenn í Evrópu hafa komist að samkomulagi um verulega aukningu í fjárútlátum til varnarmála á næstu árum, hernaðaruppbyggingu og umbætur og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu í Evrópu. Sjá einnig: Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Markmiðið er að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða mun minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa sagt að Evrópa verði að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi og í kjölfar þess að Trump-liðar hafa fært Bandaríkin mun nær Rússlandi og jafnvel talað máli Rússa. Sjá einnig: Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Bæði herir Evrópu og hergagnaiðnaður heimsálfunnar hafa séð betri tíma. Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Þýskaland Evrópusambandið Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Skuldaþak þetta er í raun eitt prósent af vergri landsframleiðslu Þýskalands en breytingarnar gera fjárútlát til varnarmála undanþegin því. Fréttamaður DW segir að breytingarnar feli í raun í sér að Friedrich Merz, verðandi kanslari, hafi frjálsar hendur þegar kemur að hernaðaruppbyggingu í Þýskalandi. Tvo þriðju þingmanna, eða 489, þarf til að gera breytingar á stjórnarskrá en í heildina samþykktu 513 þingmenn þær og 207 greiddu atkvæði gegn þeim. Leiðtogar Kristilegra demókrata, Græningja og Sósíaldemókrata, komust nýverið að samkomulagi um breytingarnar og greiddu þingmenn þeirra flokka atkvæði með tillögunni. Auk þess að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til varnarmála opnar breytingin á um fimm hundruð milljarða evra fjárútlát í sérstakan sjóð sem ætlað er til innviðauppbyggingar og náttúruverndar. Sá liður breytinganna er að miklu leyti til kominn vegna samkomulags Merz við Græningja. Mikil uppbygging í Evrópu Ráðamenn í Evrópu hafa komist að samkomulagi um verulega aukningu í fjárútlátum til varnarmála á næstu árum, hernaðaruppbyggingu og umbætur og uppbyggingu á hergagnaframleiðslu í Evrópu. Sjá einnig: Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Markmiðið er að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða mun minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert. Þetta er í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn hans hafa sagt að Evrópa verði að bera meiri ábyrgð á eigin öryggi og í kjölfar þess að Trump-liðar hafa fært Bandaríkin mun nær Rússlandi og jafnvel talað máli Rússa. Sjá einnig: Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Bæði herir Evrópu og hergagnaiðnaður heimsálfunnar hafa séð betri tíma. Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu.
Þýskaland Evrópusambandið Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07
Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08