Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar 13. mars 2025 11:31 Undanfarin ár hefur netöryggi skipað æ stærri sess í umræðunni um öryggi grunnstoða íslensks samfélags. Gagnaöryggi og stafrænar ógnir sem hér áður fyrr voru einkum tengdar óprúttnum aðilum, eru nú orðnar að áhersluatriðum hjá stórveldum heimsins, meðal annars í hernaðarlegum skilningi. Hér áður fyrr var netöryggi fyrst og fremst umræðuefni innan tölvudeilda, en sífellt verður þáttur þess í almannaöryggi mikilvægari. Þjónustur sem alls ekki mega rofna, svo sem orkuflutningur, heilbrigðiskerfi, bankastarfsemi og fjarskipti um sæstreng, gætu verið í meiri hættu en marga grunar. Spurningin er: Hvernig tryggjum við öryggi okkar innviða sem best? Nýlega tók gildi evrópsk tilskipun um netöryggi, kölluð NIS2. Þessi tilskipun leggur auknar kröfur á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu svo hægt sé að mæta netöryggisógninni. NIS2 kallar meðal annars á auknar kröfur og ábyrgð æðstu stjórnenda og tilhögun stjórnskipan netöryggismála. Stjórnvöldum er heimilt að gera úttektir og prófanir á því hvort rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu uppfylli kröfur netöryggislaga og geta beitt dagssektum og stjórnvaldssektum. Stjórnendum sem sinna ekki öryggisskyldu sinni gætu í alvarlegustu tilvikum beðið ákæra. Það er mikilvægt að stjórnendur fái stuðning og réttu verkfærin til mæta þessari nýju tilskipun og auknum kröfum. Sem betur fer eigum við íslenskt hugvit sem stenst erlendum lausnum fyllilega snúning. Nanitor er íslenskt félag sem hefur þegar haslað sér völl á alþjóðlegum markaði með nútímalegar öryggislausnir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Uppsetning á lausn Nanitor tekur um sólarhring og veitir skýra mynd af netöryggisástandi og forgangsraðar aðgerðum. Eftir 24klst tekur við sífelld vöktun. Til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis og ræða lausnir fyrir íslenska innviði, heldur Nanitor viðburð í Grósku 24. mars í samstarfi við Fjarskiptastofu og Lex lögmannsstofu. Viðburðurinn er sérstaklega miðaður að stjórnendum netöryggismála opinberra stofnana, og gefur innsýn í þær aðgerðir sem íslensk fyrirtæki og stofnanir geta ráðist í til að tryggja öryggi sitt. Fyrirtækjum er einnig boðið að taka þátt kjósi þau að kynna sér þessi málefni, sem snerti sennilega frekar mörg fyrirtæki á Íslandi. Netöryggi er ekki lengur mál tölvudeilda heldur lykilatriði í öryggi þeirrar þjónustu sem daglegt líf okkar byggir á. Spurningin er ekki hvort netárásir verði heldur hvenær þær raungerast. Þess vegna er mikilvægt að Ísland leggi metnað í að standa framarlega í netöryggismálum og nýti íslenskt hugvit til að verja okkar mikilvægustu innviði. Höfundur er framkvæmdastjóri Nanitor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur netöryggi skipað æ stærri sess í umræðunni um öryggi grunnstoða íslensks samfélags. Gagnaöryggi og stafrænar ógnir sem hér áður fyrr voru einkum tengdar óprúttnum aðilum, eru nú orðnar að áhersluatriðum hjá stórveldum heimsins, meðal annars í hernaðarlegum skilningi. Hér áður fyrr var netöryggi fyrst og fremst umræðuefni innan tölvudeilda, en sífellt verður þáttur þess í almannaöryggi mikilvægari. Þjónustur sem alls ekki mega rofna, svo sem orkuflutningur, heilbrigðiskerfi, bankastarfsemi og fjarskipti um sæstreng, gætu verið í meiri hættu en marga grunar. Spurningin er: Hvernig tryggjum við öryggi okkar innviða sem best? Nýlega tók gildi evrópsk tilskipun um netöryggi, kölluð NIS2. Þessi tilskipun leggur auknar kröfur á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu svo hægt sé að mæta netöryggisógninni. NIS2 kallar meðal annars á auknar kröfur og ábyrgð æðstu stjórnenda og tilhögun stjórnskipan netöryggismála. Stjórnvöldum er heimilt að gera úttektir og prófanir á því hvort rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu uppfylli kröfur netöryggislaga og geta beitt dagssektum og stjórnvaldssektum. Stjórnendum sem sinna ekki öryggisskyldu sinni gætu í alvarlegustu tilvikum beðið ákæra. Það er mikilvægt að stjórnendur fái stuðning og réttu verkfærin til mæta þessari nýju tilskipun og auknum kröfum. Sem betur fer eigum við íslenskt hugvit sem stenst erlendum lausnum fyllilega snúning. Nanitor er íslenskt félag sem hefur þegar haslað sér völl á alþjóðlegum markaði með nútímalegar öryggislausnir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Uppsetning á lausn Nanitor tekur um sólarhring og veitir skýra mynd af netöryggisástandi og forgangsraðar aðgerðum. Eftir 24klst tekur við sífelld vöktun. Til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis og ræða lausnir fyrir íslenska innviði, heldur Nanitor viðburð í Grósku 24. mars í samstarfi við Fjarskiptastofu og Lex lögmannsstofu. Viðburðurinn er sérstaklega miðaður að stjórnendum netöryggismála opinberra stofnana, og gefur innsýn í þær aðgerðir sem íslensk fyrirtæki og stofnanir geta ráðist í til að tryggja öryggi sitt. Fyrirtækjum er einnig boðið að taka þátt kjósi þau að kynna sér þessi málefni, sem snerti sennilega frekar mörg fyrirtæki á Íslandi. Netöryggi er ekki lengur mál tölvudeilda heldur lykilatriði í öryggi þeirrar þjónustu sem daglegt líf okkar byggir á. Spurningin er ekki hvort netárásir verði heldur hvenær þær raungerast. Þess vegna er mikilvægt að Ísland leggi metnað í að standa framarlega í netöryggismálum og nýti íslenskt hugvit til að verja okkar mikilvægustu innviði. Höfundur er framkvæmdastjóri Nanitor.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun