Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson og Katrín Anna Lund skrifa 11. mars 2025 14:10 Nú stendur fyrir dyrum kjör til rektors Háskóla Íslands. Komandi rektor bíður það verkefni að leiða háskólann í gegnum samfélagslegt umrót og efla stuðning almennings og stjórnmálafólks við vísindastörf. Miklu máli skiptir að nýr rektor hafi skýra sýn á grundvallarhlutverk háskóla í samfélagi dagsins í dag. Það er síður en svo sjálfssagt að frjáls og skapandi háskóli sé til staðar í okkar litla samfélagi. Háskólar víða um heim liggja undir árásum, enda eru þeir prímusmótorar gagnrýninnar hugsunar og sköpunar sem er eitthvað sem valdhöfum víða líkar ekki allskostar við. Slík öfl er líka að finna í íslensku samfélagi; öfl sem óttast kraftmikið háskólastarf sem heldur á lofti merki vísinda og málefnalegrar samræðu, öfl sem snúa staðreyndum á hvolf og fara um með boðum um bönnum um það sem má segja og orða. Við þessar aðstæður skiptir mestu máli að rektor sé leiðandi í að skapa menningu innan skólans sem einkennist af trausti, lýðræði, jafnrétti og upplýstum samræðum. Rektor þarf að vera í stakk búinn til að leysa úr læðingi kraft háskólasamfélagsins til góðra verka. Hann, einn og sér, mun ekki leysa úr vandamálum háskólakerfisins hér á landi en hans hlutverk er að efla samtakamáttinn. Þess vegna þarf háskólasamfélagið ekki einn „sterkan“ leiðtoga, heldur þarf það leiðtoga sem eflir öll sem í háskólanum starfa til að tala máli upplýsingar og frjálsrar þekkingarsköpunar. Rektor þarf að hafa áhrif til þess að byggja upp samfélag þar sem traust og samheldni ríkir, þar sem virðing er borin fyrir öllu starfsfólki, stundakennurum, ræstingafólki, akademískum starfsmönnum og fólki sem starfar í stjórnsýslu og stoðkerfi skólans. Við teljum að Björn Þorsteinsson sé best til þess fallinn að leiða Háskóla Íslands á þessari leið. Hann hefur talað skýrt fyrir þeirri sýn sinni að háskólar séu vin í eyðimörk upplýsingaóreiðu, nokkurs konar andrými þar sem nemendum og starfsfólki gefst skjól til að stunda sín fræði og skapa nýja þekkingu og tækifæri. Andrými felur líka í sér þá sýn að í hverskyns sköpun felist andóf og möguleg endurnýjun sem er frumkraftur háskólastarfs. Við undirrituð höfum átt í farsælu og gefandi samstarfi við Björn og erum sannfærð um kosti hans. Sem vinnufélagi er Björn sanngjarn, strangheiðarlegur, vandvirkur og víðsýnn. Hann tekst á við áskoranir, vegur og metur aðstæður, hlustar, sýnir skilning og er tilbúinn til að taka gagnrýna afstöðu og miðla henni. Við teljum hæfileikann til að hlusta og miðla af kostgæfni og heiðarleika einn þann mikilvægasta sem góður rektor þarf að hafa. Í því felst geta til að skapa sátt, opna á sjónarmið og efla upplýsta samræðu. Við treystum Birni til að vinna af heilum hug og krafti að því að byggja brýr skilnings og samstöðu þvert á fræðasvið og efla stöðu háskólans í samfélaginu. Gunnar Þór Jóhannesson, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ Katrín Anna Lund, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Nú stendur fyrir dyrum kjör til rektors Háskóla Íslands. Komandi rektor bíður það verkefni að leiða háskólann í gegnum samfélagslegt umrót og efla stuðning almennings og stjórnmálafólks við vísindastörf. Miklu máli skiptir að nýr rektor hafi skýra sýn á grundvallarhlutverk háskóla í samfélagi dagsins í dag. Það er síður en svo sjálfssagt að frjáls og skapandi háskóli sé til staðar í okkar litla samfélagi. Háskólar víða um heim liggja undir árásum, enda eru þeir prímusmótorar gagnrýninnar hugsunar og sköpunar sem er eitthvað sem valdhöfum víða líkar ekki allskostar við. Slík öfl er líka að finna í íslensku samfélagi; öfl sem óttast kraftmikið háskólastarf sem heldur á lofti merki vísinda og málefnalegrar samræðu, öfl sem snúa staðreyndum á hvolf og fara um með boðum um bönnum um það sem má segja og orða. Við þessar aðstæður skiptir mestu máli að rektor sé leiðandi í að skapa menningu innan skólans sem einkennist af trausti, lýðræði, jafnrétti og upplýstum samræðum. Rektor þarf að vera í stakk búinn til að leysa úr læðingi kraft háskólasamfélagsins til góðra verka. Hann, einn og sér, mun ekki leysa úr vandamálum háskólakerfisins hér á landi en hans hlutverk er að efla samtakamáttinn. Þess vegna þarf háskólasamfélagið ekki einn „sterkan“ leiðtoga, heldur þarf það leiðtoga sem eflir öll sem í háskólanum starfa til að tala máli upplýsingar og frjálsrar þekkingarsköpunar. Rektor þarf að hafa áhrif til þess að byggja upp samfélag þar sem traust og samheldni ríkir, þar sem virðing er borin fyrir öllu starfsfólki, stundakennurum, ræstingafólki, akademískum starfsmönnum og fólki sem starfar í stjórnsýslu og stoðkerfi skólans. Við teljum að Björn Þorsteinsson sé best til þess fallinn að leiða Háskóla Íslands á þessari leið. Hann hefur talað skýrt fyrir þeirri sýn sinni að háskólar séu vin í eyðimörk upplýsingaóreiðu, nokkurs konar andrými þar sem nemendum og starfsfólki gefst skjól til að stunda sín fræði og skapa nýja þekkingu og tækifæri. Andrými felur líka í sér þá sýn að í hverskyns sköpun felist andóf og möguleg endurnýjun sem er frumkraftur háskólastarfs. Við undirrituð höfum átt í farsælu og gefandi samstarfi við Björn og erum sannfærð um kosti hans. Sem vinnufélagi er Björn sanngjarn, strangheiðarlegur, vandvirkur og víðsýnn. Hann tekst á við áskoranir, vegur og metur aðstæður, hlustar, sýnir skilning og er tilbúinn til að taka gagnrýna afstöðu og miðla henni. Við teljum hæfileikann til að hlusta og miðla af kostgæfni og heiðarleika einn þann mikilvægasta sem góður rektor þarf að hafa. Í því felst geta til að skapa sátt, opna á sjónarmið og efla upplýsta samræðu. Við treystum Birni til að vinna af heilum hug og krafti að því að byggja brýr skilnings og samstöðu þvert á fræðasvið og efla stöðu háskólans í samfélaginu. Gunnar Þór Jóhannesson, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ Katrín Anna Lund, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun