Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson og Katrín Anna Lund skrifa 11. mars 2025 14:10 Nú stendur fyrir dyrum kjör til rektors Háskóla Íslands. Komandi rektor bíður það verkefni að leiða háskólann í gegnum samfélagslegt umrót og efla stuðning almennings og stjórnmálafólks við vísindastörf. Miklu máli skiptir að nýr rektor hafi skýra sýn á grundvallarhlutverk háskóla í samfélagi dagsins í dag. Það er síður en svo sjálfssagt að frjáls og skapandi háskóli sé til staðar í okkar litla samfélagi. Háskólar víða um heim liggja undir árásum, enda eru þeir prímusmótorar gagnrýninnar hugsunar og sköpunar sem er eitthvað sem valdhöfum víða líkar ekki allskostar við. Slík öfl er líka að finna í íslensku samfélagi; öfl sem óttast kraftmikið háskólastarf sem heldur á lofti merki vísinda og málefnalegrar samræðu, öfl sem snúa staðreyndum á hvolf og fara um með boðum um bönnum um það sem má segja og orða. Við þessar aðstæður skiptir mestu máli að rektor sé leiðandi í að skapa menningu innan skólans sem einkennist af trausti, lýðræði, jafnrétti og upplýstum samræðum. Rektor þarf að vera í stakk búinn til að leysa úr læðingi kraft háskólasamfélagsins til góðra verka. Hann, einn og sér, mun ekki leysa úr vandamálum háskólakerfisins hér á landi en hans hlutverk er að efla samtakamáttinn. Þess vegna þarf háskólasamfélagið ekki einn „sterkan“ leiðtoga, heldur þarf það leiðtoga sem eflir öll sem í háskólanum starfa til að tala máli upplýsingar og frjálsrar þekkingarsköpunar. Rektor þarf að hafa áhrif til þess að byggja upp samfélag þar sem traust og samheldni ríkir, þar sem virðing er borin fyrir öllu starfsfólki, stundakennurum, ræstingafólki, akademískum starfsmönnum og fólki sem starfar í stjórnsýslu og stoðkerfi skólans. Við teljum að Björn Þorsteinsson sé best til þess fallinn að leiða Háskóla Íslands á þessari leið. Hann hefur talað skýrt fyrir þeirri sýn sinni að háskólar séu vin í eyðimörk upplýsingaóreiðu, nokkurs konar andrými þar sem nemendum og starfsfólki gefst skjól til að stunda sín fræði og skapa nýja þekkingu og tækifæri. Andrými felur líka í sér þá sýn að í hverskyns sköpun felist andóf og möguleg endurnýjun sem er frumkraftur háskólastarfs. Við undirrituð höfum átt í farsælu og gefandi samstarfi við Björn og erum sannfærð um kosti hans. Sem vinnufélagi er Björn sanngjarn, strangheiðarlegur, vandvirkur og víðsýnn. Hann tekst á við áskoranir, vegur og metur aðstæður, hlustar, sýnir skilning og er tilbúinn til að taka gagnrýna afstöðu og miðla henni. Við teljum hæfileikann til að hlusta og miðla af kostgæfni og heiðarleika einn þann mikilvægasta sem góður rektor þarf að hafa. Í því felst geta til að skapa sátt, opna á sjónarmið og efla upplýsta samræðu. Við treystum Birni til að vinna af heilum hug og krafti að því að byggja brýr skilnings og samstöðu þvert á fræðasvið og efla stöðu háskólans í samfélaginu. Gunnar Þór Jóhannesson, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ Katrín Anna Lund, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Nú stendur fyrir dyrum kjör til rektors Háskóla Íslands. Komandi rektor bíður það verkefni að leiða háskólann í gegnum samfélagslegt umrót og efla stuðning almennings og stjórnmálafólks við vísindastörf. Miklu máli skiptir að nýr rektor hafi skýra sýn á grundvallarhlutverk háskóla í samfélagi dagsins í dag. Það er síður en svo sjálfssagt að frjáls og skapandi háskóli sé til staðar í okkar litla samfélagi. Háskólar víða um heim liggja undir árásum, enda eru þeir prímusmótorar gagnrýninnar hugsunar og sköpunar sem er eitthvað sem valdhöfum víða líkar ekki allskostar við. Slík öfl er líka að finna í íslensku samfélagi; öfl sem óttast kraftmikið háskólastarf sem heldur á lofti merki vísinda og málefnalegrar samræðu, öfl sem snúa staðreyndum á hvolf og fara um með boðum um bönnum um það sem má segja og orða. Við þessar aðstæður skiptir mestu máli að rektor sé leiðandi í að skapa menningu innan skólans sem einkennist af trausti, lýðræði, jafnrétti og upplýstum samræðum. Rektor þarf að vera í stakk búinn til að leysa úr læðingi kraft háskólasamfélagsins til góðra verka. Hann, einn og sér, mun ekki leysa úr vandamálum háskólakerfisins hér á landi en hans hlutverk er að efla samtakamáttinn. Þess vegna þarf háskólasamfélagið ekki einn „sterkan“ leiðtoga, heldur þarf það leiðtoga sem eflir öll sem í háskólanum starfa til að tala máli upplýsingar og frjálsrar þekkingarsköpunar. Rektor þarf að hafa áhrif til þess að byggja upp samfélag þar sem traust og samheldni ríkir, þar sem virðing er borin fyrir öllu starfsfólki, stundakennurum, ræstingafólki, akademískum starfsmönnum og fólki sem starfar í stjórnsýslu og stoðkerfi skólans. Við teljum að Björn Þorsteinsson sé best til þess fallinn að leiða Háskóla Íslands á þessari leið. Hann hefur talað skýrt fyrir þeirri sýn sinni að háskólar séu vin í eyðimörk upplýsingaóreiðu, nokkurs konar andrými þar sem nemendum og starfsfólki gefst skjól til að stunda sín fræði og skapa nýja þekkingu og tækifæri. Andrými felur líka í sér þá sýn að í hverskyns sköpun felist andóf og möguleg endurnýjun sem er frumkraftur háskólastarfs. Við undirrituð höfum átt í farsælu og gefandi samstarfi við Björn og erum sannfærð um kosti hans. Sem vinnufélagi er Björn sanngjarn, strangheiðarlegur, vandvirkur og víðsýnn. Hann tekst á við áskoranir, vegur og metur aðstæður, hlustar, sýnir skilning og er tilbúinn til að taka gagnrýna afstöðu og miðla henni. Við teljum hæfileikann til að hlusta og miðla af kostgæfni og heiðarleika einn þann mikilvægasta sem góður rektor þarf að hafa. Í því felst geta til að skapa sátt, opna á sjónarmið og efla upplýsta samræðu. Við treystum Birni til að vinna af heilum hug og krafti að því að byggja brýr skilnings og samstöðu þvert á fræðasvið og efla stöðu háskólans í samfélaginu. Gunnar Þór Jóhannesson, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ Katrín Anna Lund, Prófessor í ferðamálafræði, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun