Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2025 12:32 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir starfsfólk embættisins á tveimur starfsstöðvum hafa veikst vegna myglu. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að starfsfólk Ríkislögreglustjóra hafi veikst vegna myglu á tveimur mismunandi starfsstöðvum. Flytja hefur þurft starfsemi sérsveitarinnar í nýtt húsnæði, en ríkislögreglustjóri segir aðstöðu hennar hafa verið ómögulega um árabil. Mygla kom upp í Skógarhlíð í Reykjavík á síðasta ári, en þar hafa Almannavarnir verið til húsa. Flytja þurfti starfsemi þeirra vegna þess. Ríkislögreglustjóri er einnig með skrifstofur og aðra starfsemi í höfuðstöðvum sínum að Skúlagötu 21. Þar hefur einnig fundist mygla og starfsemi verið flutt til milli hæða á meðan viðgerðir standa yfir. Ríkislögreglustjóri segir samstarf við Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir og húseiganda hafa verið gott. „En auðvitað er þetta erfitt fyrir þá sem hreinlega veikjast. Við erum með fólk sem hefur veikst og erum að fara núna í að skima alla starfsmenn, til þess að sjá hvort þessi húsakostur hefur haft áhrif á þeirra heilsu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Verið sé að róa öllum árum að því að mæta ástandinu, bæði með mælingum og lagfæringum. Sérsveitin farin annað Stórar deildir sem sinni mikilvægu hlutverki hafi þurft að flytja, bæði innan húss eða af Skúlagötu, þar sem húsnæðið henti hreinlega ekki lengur. Höfuðstöðvar Ríkislögreglustjóra eru við Skúlagötu 21. Vísir/Egill „Við erum bæði að færa innan hússins greiningardeildina þar sem eru mjög miklar öryggiskröfur. Svo höfum við þurft að flytja sérsveitina í annað húsnæði. Ég vil nú kannski ekki endilega tala um hvar það er, en við höfum þurft að flytja hana líka. Hún er búin að vera í algjörlega ómögulegu húsnæði í mörg ár, þar sem við höfum verið að nýta bílakjallara sem starfsaðstöðu, sem er alls ekki hugsaður sem slíkur. Þannig að það er í raun verið að bæta úr aðstæðum þeirra.“ Taka öryggismælingar Sigríður á ekki von á því að allt húsnæðið verði metið ónothæft. „Við erum að horfa á bílakjallara og jarðhæð, hluta af því. Svo hafa staðið yfir viðgerðir á fjórðu hæð sem eru búnar. Svo viljum við taka öryggismælingar því það hafa nokkrir veikst hjá okkur, og að sjálfsögðu tökum við því alvarlega,“ segir Sigríður Björk. Mygla Lögreglan Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Mygla kom upp í Skógarhlíð í Reykjavík á síðasta ári, en þar hafa Almannavarnir verið til húsa. Flytja þurfti starfsemi þeirra vegna þess. Ríkislögreglustjóri er einnig með skrifstofur og aðra starfsemi í höfuðstöðvum sínum að Skúlagötu 21. Þar hefur einnig fundist mygla og starfsemi verið flutt til milli hæða á meðan viðgerðir standa yfir. Ríkislögreglustjóri segir samstarf við Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir og húseiganda hafa verið gott. „En auðvitað er þetta erfitt fyrir þá sem hreinlega veikjast. Við erum með fólk sem hefur veikst og erum að fara núna í að skima alla starfsmenn, til þess að sjá hvort þessi húsakostur hefur haft áhrif á þeirra heilsu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Verið sé að róa öllum árum að því að mæta ástandinu, bæði með mælingum og lagfæringum. Sérsveitin farin annað Stórar deildir sem sinni mikilvægu hlutverki hafi þurft að flytja, bæði innan húss eða af Skúlagötu, þar sem húsnæðið henti hreinlega ekki lengur. Höfuðstöðvar Ríkislögreglustjóra eru við Skúlagötu 21. Vísir/Egill „Við erum bæði að færa innan hússins greiningardeildina þar sem eru mjög miklar öryggiskröfur. Svo höfum við þurft að flytja sérsveitina í annað húsnæði. Ég vil nú kannski ekki endilega tala um hvar það er, en við höfum þurft að flytja hana líka. Hún er búin að vera í algjörlega ómögulegu húsnæði í mörg ár, þar sem við höfum verið að nýta bílakjallara sem starfsaðstöðu, sem er alls ekki hugsaður sem slíkur. Þannig að það er í raun verið að bæta úr aðstæðum þeirra.“ Taka öryggismælingar Sigríður á ekki von á því að allt húsnæðið verði metið ónothæft. „Við erum að horfa á bílakjallara og jarðhæð, hluta af því. Svo hafa staðið yfir viðgerðir á fjórðu hæð sem eru búnar. Svo viljum við taka öryggismælingar því það hafa nokkrir veikst hjá okkur, og að sjálfsögðu tökum við því alvarlega,“ segir Sigríður Björk.
Mygla Lögreglan Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira