Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2025 12:32 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir starfsfólk embættisins á tveimur starfsstöðvum hafa veikst vegna myglu. Vísir/Vilhelm Dæmi eru um að starfsfólk Ríkislögreglustjóra hafi veikst vegna myglu á tveimur mismunandi starfsstöðvum. Flytja hefur þurft starfsemi sérsveitarinnar í nýtt húsnæði, en ríkislögreglustjóri segir aðstöðu hennar hafa verið ómögulega um árabil. Mygla kom upp í Skógarhlíð í Reykjavík á síðasta ári, en þar hafa Almannavarnir verið til húsa. Flytja þurfti starfsemi þeirra vegna þess. Ríkislögreglustjóri er einnig með skrifstofur og aðra starfsemi í höfuðstöðvum sínum að Skúlagötu 21. Þar hefur einnig fundist mygla og starfsemi verið flutt til milli hæða á meðan viðgerðir standa yfir. Ríkislögreglustjóri segir samstarf við Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir og húseiganda hafa verið gott. „En auðvitað er þetta erfitt fyrir þá sem hreinlega veikjast. Við erum með fólk sem hefur veikst og erum að fara núna í að skima alla starfsmenn, til þess að sjá hvort þessi húsakostur hefur haft áhrif á þeirra heilsu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Verið sé að róa öllum árum að því að mæta ástandinu, bæði með mælingum og lagfæringum. Sérsveitin farin annað Stórar deildir sem sinni mikilvægu hlutverki hafi þurft að flytja, bæði innan húss eða af Skúlagötu, þar sem húsnæðið henti hreinlega ekki lengur. Höfuðstöðvar Ríkislögreglustjóra eru við Skúlagötu 21. Vísir/Egill „Við erum bæði að færa innan hússins greiningardeildina þar sem eru mjög miklar öryggiskröfur. Svo höfum við þurft að flytja sérsveitina í annað húsnæði. Ég vil nú kannski ekki endilega tala um hvar það er, en við höfum þurft að flytja hana líka. Hún er búin að vera í algjörlega ómögulegu húsnæði í mörg ár, þar sem við höfum verið að nýta bílakjallara sem starfsaðstöðu, sem er alls ekki hugsaður sem slíkur. Þannig að það er í raun verið að bæta úr aðstæðum þeirra.“ Taka öryggismælingar Sigríður á ekki von á því að allt húsnæðið verði metið ónothæft. „Við erum að horfa á bílakjallara og jarðhæð, hluta af því. Svo hafa staðið yfir viðgerðir á fjórðu hæð sem eru búnar. Svo viljum við taka öryggismælingar því það hafa nokkrir veikst hjá okkur, og að sjálfsögðu tökum við því alvarlega,“ segir Sigríður Björk. Mygla Lögreglan Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Mygla kom upp í Skógarhlíð í Reykjavík á síðasta ári, en þar hafa Almannavarnir verið til húsa. Flytja þurfti starfsemi þeirra vegna þess. Ríkislögreglustjóri er einnig með skrifstofur og aðra starfsemi í höfuðstöðvum sínum að Skúlagötu 21. Þar hefur einnig fundist mygla og starfsemi verið flutt til milli hæða á meðan viðgerðir standa yfir. Ríkislögreglustjóri segir samstarf við Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir og húseiganda hafa verið gott. „En auðvitað er þetta erfitt fyrir þá sem hreinlega veikjast. Við erum með fólk sem hefur veikst og erum að fara núna í að skima alla starfsmenn, til þess að sjá hvort þessi húsakostur hefur haft áhrif á þeirra heilsu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Verið sé að róa öllum árum að því að mæta ástandinu, bæði með mælingum og lagfæringum. Sérsveitin farin annað Stórar deildir sem sinni mikilvægu hlutverki hafi þurft að flytja, bæði innan húss eða af Skúlagötu, þar sem húsnæðið henti hreinlega ekki lengur. Höfuðstöðvar Ríkislögreglustjóra eru við Skúlagötu 21. Vísir/Egill „Við erum bæði að færa innan hússins greiningardeildina þar sem eru mjög miklar öryggiskröfur. Svo höfum við þurft að flytja sérsveitina í annað húsnæði. Ég vil nú kannski ekki endilega tala um hvar það er, en við höfum þurft að flytja hana líka. Hún er búin að vera í algjörlega ómögulegu húsnæði í mörg ár, þar sem við höfum verið að nýta bílakjallara sem starfsaðstöðu, sem er alls ekki hugsaður sem slíkur. Þannig að það er í raun verið að bæta úr aðstæðum þeirra.“ Taka öryggismælingar Sigríður á ekki von á því að allt húsnæðið verði metið ónothæft. „Við erum að horfa á bílakjallara og jarðhæð, hluta af því. Svo hafa staðið yfir viðgerðir á fjórðu hæð sem eru búnar. Svo viljum við taka öryggismælingar því það hafa nokkrir veikst hjá okkur, og að sjálfsögðu tökum við því alvarlega,“ segir Sigríður Björk.
Mygla Lögreglan Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira