Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2025 09:18 Mannfjöldaþróun á Íslandi næstu áratugina er talin líkleg til að gera landið betur í stakk búið en mörg árin til þess að takast á við fyrirséða öldrun þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Gangi ný mannfjöldaspá eftir eru líkur á að hlutfallslega fleiri landsmenn verði á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum. Því eru áskoranir sem tengjast öldrun þjóðarinnar taldar verða viðráðanlegri hér en víða annars staðar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu um langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum til næstu þrjátíu ára sem fjármála- og efnahagsráðherra birti í dag. Í henni er meðal annars fjallað um áhrif lýðfræðilegra breytinga, heilsufars, gervigreindar, loftslagsbreytinga, breytinga í alþjóðakerfinu og uppbyggingar lífeyriskerfisins á lífskjör til langrar framtíðar. Horfurnar í opinberum fjármálum eru sagðar hafa batnað verulega frá því að fyrsta skýrsla þessarar tegundar kom út í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar árið 2021. Áskoranir séu þó enn til staðar sem geri það mikilvægt að styrkja stöðu opinberra fjármála til þess að búa í haginn fyrir bæði fyrirsjáanlegar lýðfræðilegar breytingar og ófyrirséð áföll. Hlutfallslega margir á vinnufærum aldri Óvissa er sögð ríkja um fólksfjölgun næstu þrjá áratugina. Flutningar fólks til og frá landinu hafi verið miklir og sveiflukenndir og erfitt sé að spá fyrir um þá til langrar framtíðar. Gert er ráð fyrir mun meiri fjölgun fólks og hagstæðari lýðfræðilegri samsetningu í mannfjöldaspá sem var lögð til grundvallar skýrslunni nú en fyrir fjórum árum. Gangi spáin eftir verða hlutfallslega mun fleiri landsmenn á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum Íslands fram yfir miðja öldina. Það hafi jákvæð áhrif á efnahagshorfur og horfur í opinberum fjármálum. Þó að eldra fólki eigi eftir að fjölga mikið næstu áratugina og hlutfallslega meira á Íslandi en í flestum samanburðarríkjum eru áskoranir tengdar öldrun sagðar verða viðráðanlegri en í mörgum öðrum löndum ef yngra fólki fjölgar einnig. Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Skýslan fjallar ekki um nýjar ákvarðanir stjórnvalda í efnahagsmálum heldur byggir á framreikningi sem á að vera grundvöllur fyrir umræður og stefnumörkun til framtíðar.Vísir/Vilhelm Óvíst hversu mikið gervigreind gæti aukið framleiðni Gervigreind og áhrif hennar á hagkerfi og samfélög heimsins hafa verið ofarlega á baugi síðustu árin. Í skýrslunni er búist við því að tæknibreytingar hafi veruleg eða að mörgu leyti ófyrirsjáanleg áhrif á efnahagslífið næstu þrjá áratugina. Þannig gæti gervigreind aukið framleiðnivöxt en óljóst sé hversu mikið. Á móti því gæti vegið áhrif minni vaxtar alþjóðaviðskipta. Áfram er sagt mega búast við efnahagslegum áföllum líkum þeim sem hafa þegar dunið yfir á 21. öldinni. Stefnumörkunin í opinberum fjármálum þarf að ganga út frá því að viðlíka áföll geti orðið aftur á næstu áratugum, að mati skýrsluhöfundanna. Þá segja þeir að ekki sé hægt að ganga út frá því að lýðfræðileg þróun verði jafn hagstæð og í grunnspá mannfjöldaspár. Í þeim sviðsmyndum sem voru settar upp með áföllum og minni fólkfjölgun var þróun opinberra fjármála töluvert óhagstæðari en í sviðsmyndum án áfalla. Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu um langtímahorfur í efnahagsmálum og opinberum fjármálum til næstu þrjátíu ára sem fjármála- og efnahagsráðherra birti í dag. Í henni er meðal annars fjallað um áhrif lýðfræðilegra breytinga, heilsufars, gervigreindar, loftslagsbreytinga, breytinga í alþjóðakerfinu og uppbyggingar lífeyriskerfisins á lífskjör til langrar framtíðar. Horfurnar í opinberum fjármálum eru sagðar hafa batnað verulega frá því að fyrsta skýrsla þessarar tegundar kom út í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar árið 2021. Áskoranir séu þó enn til staðar sem geri það mikilvægt að styrkja stöðu opinberra fjármála til þess að búa í haginn fyrir bæði fyrirsjáanlegar lýðfræðilegar breytingar og ófyrirséð áföll. Hlutfallslega margir á vinnufærum aldri Óvissa er sögð ríkja um fólksfjölgun næstu þrjá áratugina. Flutningar fólks til og frá landinu hafi verið miklir og sveiflukenndir og erfitt sé að spá fyrir um þá til langrar framtíðar. Gert er ráð fyrir mun meiri fjölgun fólks og hagstæðari lýðfræðilegri samsetningu í mannfjöldaspá sem var lögð til grundvallar skýrslunni nú en fyrir fjórum árum. Gangi spáin eftir verða hlutfallslega mun fleiri landsmenn á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum Íslands fram yfir miðja öldina. Það hafi jákvæð áhrif á efnahagshorfur og horfur í opinberum fjármálum. Þó að eldra fólki eigi eftir að fjölga mikið næstu áratugina og hlutfallslega meira á Íslandi en í flestum samanburðarríkjum eru áskoranir tengdar öldrun sagðar verða viðráðanlegri en í mörgum öðrum löndum ef yngra fólki fjölgar einnig. Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Skýslan fjallar ekki um nýjar ákvarðanir stjórnvalda í efnahagsmálum heldur byggir á framreikningi sem á að vera grundvöllur fyrir umræður og stefnumörkun til framtíðar.Vísir/Vilhelm Óvíst hversu mikið gervigreind gæti aukið framleiðni Gervigreind og áhrif hennar á hagkerfi og samfélög heimsins hafa verið ofarlega á baugi síðustu árin. Í skýrslunni er búist við því að tæknibreytingar hafi veruleg eða að mörgu leyti ófyrirsjáanleg áhrif á efnahagslífið næstu þrjá áratugina. Þannig gæti gervigreind aukið framleiðnivöxt en óljóst sé hversu mikið. Á móti því gæti vegið áhrif minni vaxtar alþjóðaviðskipta. Áfram er sagt mega búast við efnahagslegum áföllum líkum þeim sem hafa þegar dunið yfir á 21. öldinni. Stefnumörkunin í opinberum fjármálum þarf að ganga út frá því að viðlíka áföll geti orðið aftur á næstu áratugum, að mati skýrsluhöfundanna. Þá segja þeir að ekki sé hægt að ganga út frá því að lýðfræðileg þróun verði jafn hagstæð og í grunnspá mannfjöldaspár. Í þeim sviðsmyndum sem voru settar upp með áföllum og minni fólkfjölgun var þróun opinberra fjármála töluvert óhagstæðari en í sviðsmyndum án áfalla.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira