Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. mars 2025 12:46 Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leið til Berufjarðar vegna alvarlegs umferðarslyss. Vísir/Vilhelm Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar til Berufjarðar upp úr hádegi vegna alvarlegs tveggja bíla umferðarslyss á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, greindi fréttastofu frá því að Landhelgisgæslunni hefði borist tilkynning um slysið á slaginu tólf og í kjölfarið sent tvær þyrlur af stað. Hvorki lögreglan á Austurlandi né slökkvilið gátu tjáð sig við fréttastofu í síma um slysið nema til að greina frá því að um tveggja bíla árekstur var um að ræða. Fjórir í bílunum tveimur Eftir að þessi frétt birtist sendi lögreglan á Austurlandi frá sér tilkynningu klukkan 13 að slysið hefði orðið á Hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi, skömmu fyrir hádegi. Lögreglan á Austurlandi sendi síðan aðra tilkynningu frá sér þar sem kom fram að fjórir einstaklingar hafi verið í bílunum tveimur, tveir í hvorum bíl. Auk þyrlanna tveggja er sjúkraflugvél á leiðinni á vettvang til aðstoðar við flutninga slasaðra. Þá kom einnig fram að vegurinn milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur væri lokaður vegna slyssins og vegfarendum bent á Breiðdalsheiði og Öxi til að komast leiða sinna. Tvær þyrlur boðaðar út „Það var óskað eftir aðkomu þyrlusveitar gæslunnar vegna umferðaslyss í norðanverðum Berufirði fyrir austan. Við boðuðum út tvær þyrlur vegna slyssins,“ sagði Ásgeir við fréttastofu um hálf eitt. Hann gat ekki gefið frekari upplýsingar um slysið nema að það væri alvarlegt. Vegna þess að slysið hefði átt sér stað fyrir austan ættu þyrlurnar fyrir höndum langt flug. „Önnur þyrlan er farin af stað og hin er að undirbúa það að leggja af stað á vettvang,“ sagði Ásgeir. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tveimur tilkynningum lögreglunnar. Landhelgisgæslan Samgönguslys Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, greindi fréttastofu frá því að Landhelgisgæslunni hefði borist tilkynning um slysið á slaginu tólf og í kjölfarið sent tvær þyrlur af stað. Hvorki lögreglan á Austurlandi né slökkvilið gátu tjáð sig við fréttastofu í síma um slysið nema til að greina frá því að um tveggja bíla árekstur var um að ræða. Fjórir í bílunum tveimur Eftir að þessi frétt birtist sendi lögreglan á Austurlandi frá sér tilkynningu klukkan 13 að slysið hefði orðið á Hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi, skömmu fyrir hádegi. Lögreglan á Austurlandi sendi síðan aðra tilkynningu frá sér þar sem kom fram að fjórir einstaklingar hafi verið í bílunum tveimur, tveir í hvorum bíl. Auk þyrlanna tveggja er sjúkraflugvél á leiðinni á vettvang til aðstoðar við flutninga slasaðra. Þá kom einnig fram að vegurinn milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur væri lokaður vegna slyssins og vegfarendum bent á Breiðdalsheiði og Öxi til að komast leiða sinna. Tvær þyrlur boðaðar út „Það var óskað eftir aðkomu þyrlusveitar gæslunnar vegna umferðaslyss í norðanverðum Berufirði fyrir austan. Við boðuðum út tvær þyrlur vegna slyssins,“ sagði Ásgeir við fréttastofu um hálf eitt. Hann gat ekki gefið frekari upplýsingar um slysið nema að það væri alvarlegt. Vegna þess að slysið hefði átt sér stað fyrir austan ættu þyrlurnar fyrir höndum langt flug. „Önnur þyrlan er farin af stað og hin er að undirbúa það að leggja af stað á vettvang,“ sagði Ásgeir. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tveimur tilkynningum lögreglunnar.
Landhelgisgæslan Samgönguslys Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Sjá meira