Innlent

Fimm þúsund starfs­menn borgarinnar fengu of mikið greitt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fyrrverandi og núverandi borgarstjóri í Reykjavík fallast í faðma við stólaskiptin í febrúar. Launamál borgarstjóra hafa verið í deiglunni en kemur þó ekki kerfisvillunni í desember við.
Fyrrverandi og núverandi borgarstjóri í Reykjavík fallast í faðma við stólaskiptin í febrúar. Launamál borgarstjóra hafa verið í deiglunni en kemur þó ekki kerfisvillunni í desember við. Vísir/Vilhelm

Reykjavíkurborg þurfti um áramótin að leiðrétta greiðslur til starfsmanna upp á samanlagt  34 milljónir króna vegna kerfisvillu við útreikning desemberuppbótar. Um 4900 starfsmenn Reykjavíkurborgar fengu of mikið greitt.

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri hjá Reykjavíkurborg, staðfestir að við launaútborgun 1. desember síðastliðinn hafi komið upp kerfisvilla. Villan hafi haft áhrif á útreikning desemberuppbótar hjá um 4900 starfsmönnum. Leiðrétting á kerfisvillunni upp á 34 milljónir króna var framkvæmd þann 31. desember.

Eva segir mistökin hafa uppgötvast daginn eftir greiðsluna og að hæsta einstaka greiðslan sem þurfti að leiðrétta hafa verið upp á 11.900 krónur. Misjafnt hafi verið hve mikil ofgreiðslan var en það fór eftir ráðningarhlutfalli og starfstíma.

Á þrettánda þúsund starfsmenn vinna hjá Reykjavíkurborg og náði villan til um fjörutíu prósenta þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×