Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 4. mars 2025 10:15 Við í Framsókn leggjum fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börn sín. Gert er ráð fyrir að greiðslurnar séu skilyrtar við virka umsókn um dagvistun og falli niður um leið og dagvistunarplássi hefur verið úthlutað. Heimgreiðslur eru mikilvægur stuðningur fyrir foreldra sem bíða eftir dagvistunarplássi. Ógn við jafnrétti? „Ég svelt þá í nafni kvenréttinda“ eru orð foreldris sem mætti á borgaraþing um málefni 0-6 ára barna í Reykjavík vegna gagnrýni á heimgreiðslur. Þessi skoðun endurspeglar upplifun margra heimila sem standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum, að loknu fæðingarorlofi, vegna skorts á dagvistun. Vandinn hefur vaxið í þrálátri verðbólgu, jafnvel þótt foreldrar sýni fyrirhyggju með því að dreifa fæðingarorlofinu eða spara fyrir tekjutapinu sem fylgir barneignum. Sér í lagi ef aðeins eitt foreldri getur aflað tekna á meðan beðið er eftir dagvistun. Sumir telja að heimgreiðslur grafi undan jafnrétti, þar sem konur séu líklegri til að vera heima. Slík gagnrýni byggir þó á þeirri forsendu að fólk hafi val um að senda barn ekki í leikskóla og fái þess í stað greiðslur. Staðreyndin er þó sú að foreldrar eru hvort sem er heima vegna skorts á dagvistunarúrræðum. Greiðslurnar milda því það tekjutap sem myndast á meðan það er beðið eftir dagvistun og með því að skilyrða greiðslurnar við umsókn um dagvistun er dregið úr áhrifum kynjamisréttis. Spurningin er því: hvort betra er að foreldrar séu heima án tekna eða fái greiðslur sem að hjálpa til við að halda heimilisbókhaldinu réttu megin við núllið? Mikilvægi leikskólans Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi leikskólans fyrir menntun og þroska barna og fyrir tekjuöflun og þátttöku foreldra á vinnumarkaði. Leikskólakerfið hefur einnig stuðlað að jafnari atvinnuþátttöku foreldra. Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta lofuðu börnum 12 mánaða og eldri dagvistunarplássi á meðan við í Framsókn töldum raunhæfara í ljósi stöðunnar að miða við 18 mánaða aldur. Jafnvel þótt það sé eitt að forgangsverkefnum sveitarfélaga að tryggja yngstu íbúunum leikskólavist verður að telja það að óraunhæft að 12 mánaða börn komist í dagvistun í bráð. Því þó við myndum bæta við nægjanlega mörgum byggingum undir starfsemi leikskóla og tryggja ávallt nægilegt fjármagn þá þarf að manna stöður leikskólakennara sem er ekki að finna á hverju strái. Fjölgun einstaklinga í mikilvægri stétt leikskólakennara er verðugt markmið en það mun taka tíma og því þarf að leita annarra leiða og lausna til að mæta foreldrum sem eru í bráðum vanda og bíða eftir dagvistunarplássi. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Þá hefur því verið haldið fram að það séu börnin sem mest þurfi á því að halda að fara í leikskóla sem séu heima vegna heimgreiðslna, t.d. börn innflytjenda sem þurfi að tileinka sér tungumál þess lands sem þau búa í. Þetta á ekki við rök að styðjast ef að heimgreiðslurnar eru skilyrtar við umsókn um dagvistun og falla niður þegar vistun hefst. Ljóst er þó að huga þarf sérstaklega að börnum sem eru ekki í leikskóla, greina hvers vegna svo er og hvort ástæða sé til að mæta því með einhverjum hætti. Bregðumst við neyðarástandi Fyrst og fremst snýst þetta um börnin og foreldra þeirra, sem mörg hver eru í verulegum vanda með að brúa bilið og ná endum saman. Við eigum að hlusta á foreldra og taka þeirra óskum og ábendingum alvarlega. Þær eru ekki aukaatriði og stjórnmálin verða hverju sinni að ganga varlega þann veg að ákveða hvað sé fólki fyrir bestu og takmarka möguleika þeirra til að lifa lífi sínu á eigin forsendum. Nú ríkir neyðarástand hjá foreldrum barna sem bíða eftir dagvistun meðal annars vegna innviðaskuldar síðustu kjörtímabila í viðhaldi skólabygginga og skorts á starfsfólki. Það er okkar verkefni að létta róðurinn með því að leggjast á árarnar og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og draga úr framfærslukvíða foreldra. Tímabundnar og skilyrtar heimgreiðslur eru ein leið til að takast á við þennan vanda. Við megum ekki gleyma því að börn og foreldrar lifa þennan raunveruleika í dag, á meðan rifist er yfir gömlum kreddum. Við þurfum að hafa hugrekki til að horfa út fyrir kassann og leita leiða til bæta hag foreldra ungra barna þó ekki sé hægt að ná óskastöðunni um dagvistunarpláss strax. Það er hagur okkar allra að á Íslandi sé skapaður jarðvegur sem öll börn geta blómstrað í. Ég vona að borgarstjórn taki undir tillögu okkar um heimgreiðslur og sýni það í verki að Reykjavík styðji við börn og barnafjölskyldur. Það viljum við í Framsókn svo sannarlega gera Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Við í Framsókn leggjum fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um heimgreiðslur til foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börn sín. Gert er ráð fyrir að greiðslurnar séu skilyrtar við virka umsókn um dagvistun og falli niður um leið og dagvistunarplássi hefur verið úthlutað. Heimgreiðslur eru mikilvægur stuðningur fyrir foreldra sem bíða eftir dagvistunarplássi. Ógn við jafnrétti? „Ég svelt þá í nafni kvenréttinda“ eru orð foreldris sem mætti á borgaraþing um málefni 0-6 ára barna í Reykjavík vegna gagnrýni á heimgreiðslur. Þessi skoðun endurspeglar upplifun margra heimila sem standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum, að loknu fæðingarorlofi, vegna skorts á dagvistun. Vandinn hefur vaxið í þrálátri verðbólgu, jafnvel þótt foreldrar sýni fyrirhyggju með því að dreifa fæðingarorlofinu eða spara fyrir tekjutapinu sem fylgir barneignum. Sér í lagi ef aðeins eitt foreldri getur aflað tekna á meðan beðið er eftir dagvistun. Sumir telja að heimgreiðslur grafi undan jafnrétti, þar sem konur séu líklegri til að vera heima. Slík gagnrýni byggir þó á þeirri forsendu að fólk hafi val um að senda barn ekki í leikskóla og fái þess í stað greiðslur. Staðreyndin er þó sú að foreldrar eru hvort sem er heima vegna skorts á dagvistunarúrræðum. Greiðslurnar milda því það tekjutap sem myndast á meðan það er beðið eftir dagvistun og með því að skilyrða greiðslurnar við umsókn um dagvistun er dregið úr áhrifum kynjamisréttis. Spurningin er því: hvort betra er að foreldrar séu heima án tekna eða fái greiðslur sem að hjálpa til við að halda heimilisbókhaldinu réttu megin við núllið? Mikilvægi leikskólans Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi leikskólans fyrir menntun og þroska barna og fyrir tekjuöflun og þátttöku foreldra á vinnumarkaði. Leikskólakerfið hefur einnig stuðlað að jafnari atvinnuþátttöku foreldra. Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta lofuðu börnum 12 mánaða og eldri dagvistunarplássi á meðan við í Framsókn töldum raunhæfara í ljósi stöðunnar að miða við 18 mánaða aldur. Jafnvel þótt það sé eitt að forgangsverkefnum sveitarfélaga að tryggja yngstu íbúunum leikskólavist verður að telja það að óraunhæft að 12 mánaða börn komist í dagvistun í bráð. Því þó við myndum bæta við nægjanlega mörgum byggingum undir starfsemi leikskóla og tryggja ávallt nægilegt fjármagn þá þarf að manna stöður leikskólakennara sem er ekki að finna á hverju strái. Fjölgun einstaklinga í mikilvægri stétt leikskólakennara er verðugt markmið en það mun taka tíma og því þarf að leita annarra leiða og lausna til að mæta foreldrum sem eru í bráðum vanda og bíða eftir dagvistunarplássi. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Þá hefur því verið haldið fram að það séu börnin sem mest þurfi á því að halda að fara í leikskóla sem séu heima vegna heimgreiðslna, t.d. börn innflytjenda sem þurfi að tileinka sér tungumál þess lands sem þau búa í. Þetta á ekki við rök að styðjast ef að heimgreiðslurnar eru skilyrtar við umsókn um dagvistun og falla niður þegar vistun hefst. Ljóst er þó að huga þarf sérstaklega að börnum sem eru ekki í leikskóla, greina hvers vegna svo er og hvort ástæða sé til að mæta því með einhverjum hætti. Bregðumst við neyðarástandi Fyrst og fremst snýst þetta um börnin og foreldra þeirra, sem mörg hver eru í verulegum vanda með að brúa bilið og ná endum saman. Við eigum að hlusta á foreldra og taka þeirra óskum og ábendingum alvarlega. Þær eru ekki aukaatriði og stjórnmálin verða hverju sinni að ganga varlega þann veg að ákveða hvað sé fólki fyrir bestu og takmarka möguleika þeirra til að lifa lífi sínu á eigin forsendum. Nú ríkir neyðarástand hjá foreldrum barna sem bíða eftir dagvistun meðal annars vegna innviðaskuldar síðustu kjörtímabila í viðhaldi skólabygginga og skorts á starfsfólki. Það er okkar verkefni að létta róðurinn með því að leggjast á árarnar og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og draga úr framfærslukvíða foreldra. Tímabundnar og skilyrtar heimgreiðslur eru ein leið til að takast á við þennan vanda. Við megum ekki gleyma því að börn og foreldrar lifa þennan raunveruleika í dag, á meðan rifist er yfir gömlum kreddum. Við þurfum að hafa hugrekki til að horfa út fyrir kassann og leita leiða til bæta hag foreldra ungra barna þó ekki sé hægt að ná óskastöðunni um dagvistunarpláss strax. Það er hagur okkar allra að á Íslandi sé skapaður jarðvegur sem öll börn geta blómstrað í. Ég vona að borgarstjórn taki undir tillögu okkar um heimgreiðslur og sýni það í verki að Reykjavík styðji við börn og barnafjölskyldur. Það viljum við í Framsókn svo sannarlega gera Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar