Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2025 15:33 Litlar breytingar á réttindum félaga í VR geta skipt sköpum fyrir einstaklinga sem þurfa að nýta sér réttindin. Of lengi hefur staðan verið þannig að annað hvort ertu í fullu starfi eða þú ert utan vinnumarkaðar. Takmarkað framboð hefur verið af hlutastörfum og þetta hefur valdið því að fleiri detta út af vinnumarkaði en þyrftu að gera. Sú þekking sem orðið hefur til síðustu ár segir okkur þó að hlutastörf geta verið nauðsynleg brú til að komast inn á vinnumarkað, ekki síst eftir veikindi. Þá getur fólk átt við tímabundna skerta starfsgetu að stríða. Það er því til mikils að vinna fyrir einstaklinga og vinnumarkað að bjóða upp á fleiri hlutastörf og styrkja réttindi þeirra sem vinna hlutastörf. Frá síðustu áramótum hefur sjúkrasjóður VR komið sérstaklega til móts við einstaklinga sem eru í þessari stöðu. Áður reiknaðist hálfur dagur á sjúkradagpeningum sem heill dagur en nú er þetta reiknað hlutfallslega og þannig dreifast réttindin yfir lengri tíma ef viðkomandi er í hlutastarfi. Réttindi til sjúkradagpeninga geta talið allt að sjö mánuði en núna er hægt að dreifa réttinum á allt að 12 mánuði ef unnið er samhliða töku sjúkradagpeninga. Það er stórt og mikilvægt verkefni að auðvelda fólki að koma aftur inn á vinnumarkað eftir veikindi og einnig að tryggja að fólk detti ekki út af vinnumarkaði ef hægt er að koma í veg fyrir það. Við þekkjum mörg dæmi þess að fólk hiki við að snúa aftur til vinnu af ótta við bakslag í veikindum sínum, enda álag víða mikið, og því getur verið mikilvægt að eiga kost á hlutastarfi. Þær breytingar sem sjúkrasjóður VR hefur gert á sínum reglum eru í anda nýrra laga um endurhæfingu og örorku sem taka gildi 1. september nk. og er m.a. ætlað að opna möguleika fyrir fólk sem býr við örorku en hefur einhverja starfsgetu. Vondandi eru að renna upp betri tímar fyrir fólk með skerta starfsgetu þannig að það sé ekki dæmt úr leik en geti heldur verið þátttakendur á vinnumarkaði eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. VR mun leggja sitt af mörkum áfram með aðlögun á reglum og samkomulagi við VIRK um aðstoð við fólk sem vill komast aftur á vinnumarkaðinn. Auk þess heldur VR áfram virku samtali við ríki og atvinnurekendur um sveigjanlegri vinnumarkað sem rúmar fleiri en nú er. Enda er ljóst að bæði hið opinbera og atvinnurekendur á almennum markaði þurfa að taka þátt í þessari vegferð eigi hún að ganga eftir. VR mun í öllu falli ekki láta sitt eftir liggja. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Litlar breytingar á réttindum félaga í VR geta skipt sköpum fyrir einstaklinga sem þurfa að nýta sér réttindin. Of lengi hefur staðan verið þannig að annað hvort ertu í fullu starfi eða þú ert utan vinnumarkaðar. Takmarkað framboð hefur verið af hlutastörfum og þetta hefur valdið því að fleiri detta út af vinnumarkaði en þyrftu að gera. Sú þekking sem orðið hefur til síðustu ár segir okkur þó að hlutastörf geta verið nauðsynleg brú til að komast inn á vinnumarkað, ekki síst eftir veikindi. Þá getur fólk átt við tímabundna skerta starfsgetu að stríða. Það er því til mikils að vinna fyrir einstaklinga og vinnumarkað að bjóða upp á fleiri hlutastörf og styrkja réttindi þeirra sem vinna hlutastörf. Frá síðustu áramótum hefur sjúkrasjóður VR komið sérstaklega til móts við einstaklinga sem eru í þessari stöðu. Áður reiknaðist hálfur dagur á sjúkradagpeningum sem heill dagur en nú er þetta reiknað hlutfallslega og þannig dreifast réttindin yfir lengri tíma ef viðkomandi er í hlutastarfi. Réttindi til sjúkradagpeninga geta talið allt að sjö mánuði en núna er hægt að dreifa réttinum á allt að 12 mánuði ef unnið er samhliða töku sjúkradagpeninga. Það er stórt og mikilvægt verkefni að auðvelda fólki að koma aftur inn á vinnumarkað eftir veikindi og einnig að tryggja að fólk detti ekki út af vinnumarkaði ef hægt er að koma í veg fyrir það. Við þekkjum mörg dæmi þess að fólk hiki við að snúa aftur til vinnu af ótta við bakslag í veikindum sínum, enda álag víða mikið, og því getur verið mikilvægt að eiga kost á hlutastarfi. Þær breytingar sem sjúkrasjóður VR hefur gert á sínum reglum eru í anda nýrra laga um endurhæfingu og örorku sem taka gildi 1. september nk. og er m.a. ætlað að opna möguleika fyrir fólk sem býr við örorku en hefur einhverja starfsgetu. Vondandi eru að renna upp betri tímar fyrir fólk með skerta starfsgetu þannig að það sé ekki dæmt úr leik en geti heldur verið þátttakendur á vinnumarkaði eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. VR mun leggja sitt af mörkum áfram með aðlögun á reglum og samkomulagi við VIRK um aðstoð við fólk sem vill komast aftur á vinnumarkaðinn. Auk þess heldur VR áfram virku samtali við ríki og atvinnurekendur um sveigjanlegri vinnumarkað sem rúmar fleiri en nú er. Enda er ljóst að bæði hið opinbera og atvinnurekendur á almennum markaði þurfa að taka þátt í þessari vegferð eigi hún að ganga eftir. VR mun í öllu falli ekki láta sitt eftir liggja. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar