Vonast til að geta átt gott samband við Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 18:08 Selenskí segir stuðning Bandaríkjanna afgerandi í stríðinu við Rússland. AP/Jose Luis Magana Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. Selenskí hefur verið duglegur að impra á þakklæti sínu eftir að Bandaríkjaforseti og varaforseti fóru mikinn og hreint út sagt helltu sér yfir hann. Þeir brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum hernaðarstuðningi og vísuðu honum svo á dyr. Tilbúinn að skrifa undir jarðefnasamning Ráðamenn víðs vegar að kepptust í kjölfarið við að tjá Úkraínu stuðning sinn. Utanríkisráðherra hafði orð á því að líkt væri og að fulltrúar Bandaríkjanna hefðu einsett sér að niðurlægja hann og sagði það hafa verið sorglegt að horfa upp á þetta. „Það er afgerandi fyrir okkur að búa að stuðningi Trumps forseta. Hann vill binda enda á stríðið en það er enginn sem vill frið meira en við. Við erum þau sem lifa stríðið í Úkraínu. Þetta er barátta fyrir frelsi okkar, fyrir tilvist okkar,“ skrifar Selenskí í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum í dag. We are very grateful to the United States for all the support. I’m thankful to President Trump, Congress for their bipartisan support, and American people. Ukrainians have always appreciated this support, especially during these three years of full-scale invasion. pic.twitter.com/Z9FlWjF101— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 1, 2025 Til stóð að Selenskí myndi undirrita jarðefnasamning í heimsókn sinni til Bandaríkjanna en það fór út um þúfur líkt og blaðamannafundurinn eftir spennuþrunginn fundinn. „Við erum tilbúin til að skrifa undir jarðefnasamninginn og það verður fyrsta skrefið í átt að öryggistryggingum. En það er ekki nóg og við þurfum meira en það eitt. Vopnahlé án öryggistrygginga er hættulegt Úkraínu,“ skrifar hann. Erfitt án stuðnings Bandaríkjanna Hann segir að baráttan verði erfið án aðstoðar Bandaríkjanna en að ekki standi til að láta deigan síga. Þó sé það ljóst að standi Úkraínu það ekki til boða að ganga í Atlantshafsbandalagið þurfi hún á skýrum tryggingum fyrir eigið öryggi að halda. „Ég vil að Bandaríkin taki skýrari afstöðu með okkur. Þetta er ekki aðeins stríð milli tveggja landa. Rússland bar stríð að okkar ströndum og til heimila okkar,“ skrifar Selenskí. Sjá einnig: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Hann segir það skiljanlegt að Bandaríkin skuli leitast eftir viðræðum við Pútín en að friði verði ekki náð án þess að Úkraína standi traustum fótum. „Við erum sannarlega þakklát. Við viljum bara þétt samband við Bandaríkin og ég vona innilega að svo muni það verða,“ skrifar Selenskí. Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Selenskí hefur verið duglegur að impra á þakklæti sínu eftir að Bandaríkjaforseti og varaforseti fóru mikinn og hreint út sagt helltu sér yfir hann. Þeir brigsluðu hann um vanþakklæti og vanvirðingu, hótuðu að hætta öllum hernaðarstuðningi og vísuðu honum svo á dyr. Tilbúinn að skrifa undir jarðefnasamning Ráðamenn víðs vegar að kepptust í kjölfarið við að tjá Úkraínu stuðning sinn. Utanríkisráðherra hafði orð á því að líkt væri og að fulltrúar Bandaríkjanna hefðu einsett sér að niðurlægja hann og sagði það hafa verið sorglegt að horfa upp á þetta. „Það er afgerandi fyrir okkur að búa að stuðningi Trumps forseta. Hann vill binda enda á stríðið en það er enginn sem vill frið meira en við. Við erum þau sem lifa stríðið í Úkraínu. Þetta er barátta fyrir frelsi okkar, fyrir tilvist okkar,“ skrifar Selenskí í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum í dag. We are very grateful to the United States for all the support. I’m thankful to President Trump, Congress for their bipartisan support, and American people. Ukrainians have always appreciated this support, especially during these three years of full-scale invasion. pic.twitter.com/Z9FlWjF101— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) March 1, 2025 Til stóð að Selenskí myndi undirrita jarðefnasamning í heimsókn sinni til Bandaríkjanna en það fór út um þúfur líkt og blaðamannafundurinn eftir spennuþrunginn fundinn. „Við erum tilbúin til að skrifa undir jarðefnasamninginn og það verður fyrsta skrefið í átt að öryggistryggingum. En það er ekki nóg og við þurfum meira en það eitt. Vopnahlé án öryggistrygginga er hættulegt Úkraínu,“ skrifar hann. Erfitt án stuðnings Bandaríkjanna Hann segir að baráttan verði erfið án aðstoðar Bandaríkjanna en að ekki standi til að láta deigan síga. Þó sé það ljóst að standi Úkraínu það ekki til boða að ganga í Atlantshafsbandalagið þurfi hún á skýrum tryggingum fyrir eigið öryggi að halda. „Ég vil að Bandaríkin taki skýrari afstöðu með okkur. Þetta er ekki aðeins stríð milli tveggja landa. Rússland bar stríð að okkar ströndum og til heimila okkar,“ skrifar Selenskí. Sjá einnig: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Hann segir það skiljanlegt að Bandaríkin skuli leitast eftir viðræðum við Pútín en að friði verði ekki náð án þess að Úkraína standi traustum fótum. „Við erum sannarlega þakklát. Við viljum bara þétt samband við Bandaríkin og ég vona innilega að svo muni það verða,“ skrifar Selenskí.
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira