Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Rafn Ágúst Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. febrúar 2025 18:55 Forsetarnir tveir áttu kuldaleg og spennuþrungin orðaskipti. AP/Mystyslav Chernov Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. Leiðtogarnir funduðu í Hvíta húsinu í dag og Selenskí fór frá Hvíta húsinu skömmu fyrir sjö á íslenskum tíma eftir fundinn. Blaðamannafundi sem halda átti eftir fundinn hefur verið aflýst. Trump sagði án frekari skýringa að vopnahlé í Úkraínu væri í sjónmáli, en að Evrópa yrði að leggja meira af mörkum til að styðja Úkraínu. Bandaríkin muni halda áfram að senda aðstoð í formi vopna til Úkraínu, en vonandi ekki mikið líkt og forsetinn orðaði það. Selenskí segir að ekki komi til greina að gera málamiðlanir við Pútín Rússlandsforseta, og ítrekaði að vopnahlé sé ekki raunhæft nema öryggistryggingar fyrir Úkraínu séu fyrir hendi. Til hvassra orðaskipta kom á milli leiðtoganna þegar Selenskí reyndi að útskýra fyrir forsetanum að Pútín hefði svikið fyrri samninga um vopnahlé sem gerðir voru í kjölfar innrásar Rússa í Krímskaga árið 2014. „Þú hefur engan rétt“ Breska ríkisútvarpið er með fréttamenn í sporöskjulaga skrifstofu Bandaríkjaforseta þar sem fundurinn fer fram. Orðaskiptin voru, samkvæmt þeim, kuldaleg á köflum. J.D. Vance varaforseti sagði Selenskí hafa sýnt sér vanvirðingu og Trump sagði Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni um að láta ekki undan kröfum . „Þjóð þín er mjög hugrökk, en, annað hvort ertu að fara að gera samning eða við erum hættir (e. we're out),“ segir Trump. Bandaríkjaforseti skaut svo inn í að hann upplifði ekki mikið þakklæti í sinn garð hjá Selenskí, og að fundurinn yrði vafalaust gott sjónvarpsefni.Jafnframt sagði hann að mikið hatur Úkraínuforseta í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta þvældist fyrir árangri í að ná sáttum. Þá fauk í Bandaríkjaforseta þegar Selenskí ýjaði að því að hann áttaði sig ekki á umfangi áhrifa stríðsins. Selenskí spurði Vance varaforseta hvort hann hefði nokkurn tímann komið til Úkraínu „og séð vanda okkar.“ Vance svarar því á þann veg að hann hafi lesið sér vel til. Selenskí hristir þá höfuðið og lítur undan, segir að Bandaríkin komi einnig til með að finna fyrir áhrifum stríðsins. „Ekki segja okkur hverju við eigum eftir að finna fyrir. Þú hefur engan rétt á því að ákvarða hvað það er sem við finnum fyrir,“ sagði Trump þá greinilega önugur. Segja Selenskí vanþakklátan Trump sagði seinna í samtali leiðtoganna að Selenskí spilaði hættulegan leik með orðræðu sinni. „Það sem þú ert að gera er virðingarleysi í garð þessa lands, landsins sem hefur stutt ykkur talsvert meira en menn segja að hefði átt að gera,“ sagði Trump. Selenskí skaut þá rólegur inn í að hann bæri mikla virðingu fyrir Bandaríkjunum. Það virtist hafa farið illa í varaforsetann sem greip fram í. „Hefurðu sagt takk einu sinni allan þennan fund?“ spurði hann Úkraínuforseta og því svaraði Selenskí játandi. Hann hefði oftsinnis þakkað fyrir aðstoð þá er Bandaríkin hafa veitt sér. Selenskí sé ekki tilbúinn í frið Blaðamannafundinum sem halda átti í Hvíta húsinu í kjölfar fundarins var aflýst og hans í stað birti Bandaríkjaforseti færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði Selenskí ekki tilbúinn í frið. „Það er svo ótrúlega margt sem birtist okkur í gegnum tilfinningar og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Selenskí forseti sé ekki tilbúinn fyrir frið ef Bandaríkin eiga hlut að máli, því honum líður eins og þátttaka okkar gefi honum mikið forskot í viðræðunum,“ skrifar Trump. „Ég vil ekki forskot, ég vil FRIÐ. Hann sýndi Bandaríkjunum vanvirðingu í hinni dýrmætu skrifstofu forseta. Hann má koma aftur þegar hann er tilbúinn í frið,“ sagði Trump. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Leiðtogarnir funduðu í Hvíta húsinu í dag og Selenskí fór frá Hvíta húsinu skömmu fyrir sjö á íslenskum tíma eftir fundinn. Blaðamannafundi sem halda átti eftir fundinn hefur verið aflýst. Trump sagði án frekari skýringa að vopnahlé í Úkraínu væri í sjónmáli, en að Evrópa yrði að leggja meira af mörkum til að styðja Úkraínu. Bandaríkin muni halda áfram að senda aðstoð í formi vopna til Úkraínu, en vonandi ekki mikið líkt og forsetinn orðaði það. Selenskí segir að ekki komi til greina að gera málamiðlanir við Pútín Rússlandsforseta, og ítrekaði að vopnahlé sé ekki raunhæft nema öryggistryggingar fyrir Úkraínu séu fyrir hendi. Til hvassra orðaskipta kom á milli leiðtoganna þegar Selenskí reyndi að útskýra fyrir forsetanum að Pútín hefði svikið fyrri samninga um vopnahlé sem gerðir voru í kjölfar innrásar Rússa í Krímskaga árið 2014. „Þú hefur engan rétt“ Breska ríkisútvarpið er með fréttamenn í sporöskjulaga skrifstofu Bandaríkjaforseta þar sem fundurinn fer fram. Orðaskiptin voru, samkvæmt þeim, kuldaleg á köflum. J.D. Vance varaforseti sagði Selenskí hafa sýnt sér vanvirðingu og Trump sagði Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni um að láta ekki undan kröfum . „Þjóð þín er mjög hugrökk, en, annað hvort ertu að fara að gera samning eða við erum hættir (e. we're out),“ segir Trump. Bandaríkjaforseti skaut svo inn í að hann upplifði ekki mikið þakklæti í sinn garð hjá Selenskí, og að fundurinn yrði vafalaust gott sjónvarpsefni.Jafnframt sagði hann að mikið hatur Úkraínuforseta í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta þvældist fyrir árangri í að ná sáttum. Þá fauk í Bandaríkjaforseta þegar Selenskí ýjaði að því að hann áttaði sig ekki á umfangi áhrifa stríðsins. Selenskí spurði Vance varaforseta hvort hann hefði nokkurn tímann komið til Úkraínu „og séð vanda okkar.“ Vance svarar því á þann veg að hann hafi lesið sér vel til. Selenskí hristir þá höfuðið og lítur undan, segir að Bandaríkin komi einnig til með að finna fyrir áhrifum stríðsins. „Ekki segja okkur hverju við eigum eftir að finna fyrir. Þú hefur engan rétt á því að ákvarða hvað það er sem við finnum fyrir,“ sagði Trump þá greinilega önugur. Segja Selenskí vanþakklátan Trump sagði seinna í samtali leiðtoganna að Selenskí spilaði hættulegan leik með orðræðu sinni. „Það sem þú ert að gera er virðingarleysi í garð þessa lands, landsins sem hefur stutt ykkur talsvert meira en menn segja að hefði átt að gera,“ sagði Trump. Selenskí skaut þá rólegur inn í að hann bæri mikla virðingu fyrir Bandaríkjunum. Það virtist hafa farið illa í varaforsetann sem greip fram í. „Hefurðu sagt takk einu sinni allan þennan fund?“ spurði hann Úkraínuforseta og því svaraði Selenskí játandi. Hann hefði oftsinnis þakkað fyrir aðstoð þá er Bandaríkin hafa veitt sér. Selenskí sé ekki tilbúinn í frið Blaðamannafundinum sem halda átti í Hvíta húsinu í kjölfar fundarins var aflýst og hans í stað birti Bandaríkjaforseti færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði Selenskí ekki tilbúinn í frið. „Það er svo ótrúlega margt sem birtist okkur í gegnum tilfinningar og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Selenskí forseti sé ekki tilbúinn fyrir frið ef Bandaríkin eiga hlut að máli, því honum líður eins og þátttaka okkar gefi honum mikið forskot í viðræðunum,“ skrifar Trump. „Ég vil ekki forskot, ég vil FRIÐ. Hann sýndi Bandaríkjunum vanvirðingu í hinni dýrmætu skrifstofu forseta. Hann má koma aftur þegar hann er tilbúinn í frið,“ sagði Trump.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira