Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Rafn Ágúst Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. febrúar 2025 18:55 Forsetarnir tveir áttu kuldaleg og spennuþrungin orðaskipti. AP/Mystyslav Chernov Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. Leiðtogarnir funduðu í Hvíta húsinu í dag og Selenskí fór frá Hvíta húsinu skömmu fyrir sjö á íslenskum tíma eftir fundinn. Blaðamannafundi sem halda átti eftir fundinn hefur verið aflýst. Trump sagði án frekari skýringa að vopnahlé í Úkraínu væri í sjónmáli, en að Evrópa yrði að leggja meira af mörkum til að styðja Úkraínu. Bandaríkin muni halda áfram að senda aðstoð í formi vopna til Úkraínu, en vonandi ekki mikið líkt og forsetinn orðaði það. Selenskí segir að ekki komi til greina að gera málamiðlanir við Pútín Rússlandsforseta, og ítrekaði að vopnahlé sé ekki raunhæft nema öryggistryggingar fyrir Úkraínu séu fyrir hendi. Til hvassra orðaskipta kom á milli leiðtoganna þegar Selenskí reyndi að útskýra fyrir forsetanum að Pútín hefði svikið fyrri samninga um vopnahlé sem gerðir voru í kjölfar innrásar Rússa í Krímskaga árið 2014. „Þú hefur engan rétt“ Breska ríkisútvarpið er með fréttamenn í sporöskjulaga skrifstofu Bandaríkjaforseta þar sem fundurinn fer fram. Orðaskiptin voru, samkvæmt þeim, kuldaleg á köflum. J.D. Vance varaforseti sagði Selenskí hafa sýnt sér vanvirðingu og Trump sagði Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni um að láta ekki undan kröfum . „Þjóð þín er mjög hugrökk, en, annað hvort ertu að fara að gera samning eða við erum hættir (e. we're out),“ segir Trump. Bandaríkjaforseti skaut svo inn í að hann upplifði ekki mikið þakklæti í sinn garð hjá Selenskí, og að fundurinn yrði vafalaust gott sjónvarpsefni.Jafnframt sagði hann að mikið hatur Úkraínuforseta í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta þvældist fyrir árangri í að ná sáttum. Þá fauk í Bandaríkjaforseta þegar Selenskí ýjaði að því að hann áttaði sig ekki á umfangi áhrifa stríðsins. Selenskí spurði Vance varaforseta hvort hann hefði nokkurn tímann komið til Úkraínu „og séð vanda okkar.“ Vance svarar því á þann veg að hann hafi lesið sér vel til. Selenskí hristir þá höfuðið og lítur undan, segir að Bandaríkin komi einnig til með að finna fyrir áhrifum stríðsins. „Ekki segja okkur hverju við eigum eftir að finna fyrir. Þú hefur engan rétt á því að ákvarða hvað það er sem við finnum fyrir,“ sagði Trump þá greinilega önugur. Segja Selenskí vanþakklátan Trump sagði seinna í samtali leiðtoganna að Selenskí spilaði hættulegan leik með orðræðu sinni. „Það sem þú ert að gera er virðingarleysi í garð þessa lands, landsins sem hefur stutt ykkur talsvert meira en menn segja að hefði átt að gera,“ sagði Trump. Selenskí skaut þá rólegur inn í að hann bæri mikla virðingu fyrir Bandaríkjunum. Það virtist hafa farið illa í varaforsetann sem greip fram í. „Hefurðu sagt takk einu sinni allan þennan fund?“ spurði hann Úkraínuforseta og því svaraði Selenskí játandi. Hann hefði oftsinnis þakkað fyrir aðstoð þá er Bandaríkin hafa veitt sér. Selenskí sé ekki tilbúinn í frið Blaðamannafundinum sem halda átti í Hvíta húsinu í kjölfar fundarins var aflýst og hans í stað birti Bandaríkjaforseti færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði Selenskí ekki tilbúinn í frið. „Það er svo ótrúlega margt sem birtist okkur í gegnum tilfinningar og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Selenskí forseti sé ekki tilbúinn fyrir frið ef Bandaríkin eiga hlut að máli, því honum líður eins og þátttaka okkar gefi honum mikið forskot í viðræðunum,“ skrifar Trump. „Ég vil ekki forskot, ég vil FRIÐ. Hann sýndi Bandaríkjunum vanvirðingu í hinni dýrmætu skrifstofu forseta. Hann má koma aftur þegar hann er tilbúinn í frið,“ sagði Trump. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Leiðtogarnir funduðu í Hvíta húsinu í dag og Selenskí fór frá Hvíta húsinu skömmu fyrir sjö á íslenskum tíma eftir fundinn. Blaðamannafundi sem halda átti eftir fundinn hefur verið aflýst. Trump sagði án frekari skýringa að vopnahlé í Úkraínu væri í sjónmáli, en að Evrópa yrði að leggja meira af mörkum til að styðja Úkraínu. Bandaríkin muni halda áfram að senda aðstoð í formi vopna til Úkraínu, en vonandi ekki mikið líkt og forsetinn orðaði það. Selenskí segir að ekki komi til greina að gera málamiðlanir við Pútín Rússlandsforseta, og ítrekaði að vopnahlé sé ekki raunhæft nema öryggistryggingar fyrir Úkraínu séu fyrir hendi. Til hvassra orðaskipta kom á milli leiðtoganna þegar Selenskí reyndi að útskýra fyrir forsetanum að Pútín hefði svikið fyrri samninga um vopnahlé sem gerðir voru í kjölfar innrásar Rússa í Krímskaga árið 2014. „Þú hefur engan rétt“ Breska ríkisútvarpið er með fréttamenn í sporöskjulaga skrifstofu Bandaríkjaforseta þar sem fundurinn fer fram. Orðaskiptin voru, samkvæmt þeim, kuldaleg á köflum. J.D. Vance varaforseti sagði Selenskí hafa sýnt sér vanvirðingu og Trump sagði Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni um að láta ekki undan kröfum . „Þjóð þín er mjög hugrökk, en, annað hvort ertu að fara að gera samning eða við erum hættir (e. we're out),“ segir Trump. Bandaríkjaforseti skaut svo inn í að hann upplifði ekki mikið þakklæti í sinn garð hjá Selenskí, og að fundurinn yrði vafalaust gott sjónvarpsefni.Jafnframt sagði hann að mikið hatur Úkraínuforseta í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta þvældist fyrir árangri í að ná sáttum. Þá fauk í Bandaríkjaforseta þegar Selenskí ýjaði að því að hann áttaði sig ekki á umfangi áhrifa stríðsins. Selenskí spurði Vance varaforseta hvort hann hefði nokkurn tímann komið til Úkraínu „og séð vanda okkar.“ Vance svarar því á þann veg að hann hafi lesið sér vel til. Selenskí hristir þá höfuðið og lítur undan, segir að Bandaríkin komi einnig til með að finna fyrir áhrifum stríðsins. „Ekki segja okkur hverju við eigum eftir að finna fyrir. Þú hefur engan rétt á því að ákvarða hvað það er sem við finnum fyrir,“ sagði Trump þá greinilega önugur. Segja Selenskí vanþakklátan Trump sagði seinna í samtali leiðtoganna að Selenskí spilaði hættulegan leik með orðræðu sinni. „Það sem þú ert að gera er virðingarleysi í garð þessa lands, landsins sem hefur stutt ykkur talsvert meira en menn segja að hefði átt að gera,“ sagði Trump. Selenskí skaut þá rólegur inn í að hann bæri mikla virðingu fyrir Bandaríkjunum. Það virtist hafa farið illa í varaforsetann sem greip fram í. „Hefurðu sagt takk einu sinni allan þennan fund?“ spurði hann Úkraínuforseta og því svaraði Selenskí játandi. Hann hefði oftsinnis þakkað fyrir aðstoð þá er Bandaríkin hafa veitt sér. Selenskí sé ekki tilbúinn í frið Blaðamannafundinum sem halda átti í Hvíta húsinu í kjölfar fundarins var aflýst og hans í stað birti Bandaríkjaforseti færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði Selenskí ekki tilbúinn í frið. „Það er svo ótrúlega margt sem birtist okkur í gegnum tilfinningar og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Selenskí forseti sé ekki tilbúinn fyrir frið ef Bandaríkin eiga hlut að máli, því honum líður eins og þátttaka okkar gefi honum mikið forskot í viðræðunum,“ skrifar Trump. „Ég vil ekki forskot, ég vil FRIÐ. Hann sýndi Bandaríkjunum vanvirðingu í hinni dýrmætu skrifstofu forseta. Hann má koma aftur þegar hann er tilbúinn í frið,“ sagði Trump.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira