Innlent

Ís­lendingur hand­tekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervi­greind

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Getty

Einn Íslendingur var handtekinn í aðgerðum Europol vegna rannsóknar á hópi manna sem er sagður hafa átt þátt í dreifingu á barnaníðsefni sem var búið til af gervigreind.

Þessi aðgerð Europol, sem er kölluð Cumberland-aðgerðin, náðu til nítján landa um allan heim og leiddu til að 25 voru handteknir, meðal annars á Íslandi. Handtökurnar áttu sér flestar stað í fyrradag, 26 febrúar. Þá er búist við því að fleiri verði handteknir á næstu dögum.

„Við fórum í húsleit og handtöku og svo í skýrslutöku, og tókum muni af vettvangi,“ segur Bylgja Hrönn Baldursdóttir, hjá kynferðisbrotadeild lögrelgunnar, í samtali við fréttastofu.

Í tilkynningu frá Europol segir að búið sé að bera kennsl á 273 sakborninga. Þá hafi 33 húsleitir farið fram og 173 munir haldlagðir.

Grunaður höfuðpaur er Dani, en fram kemur að danska lögreglan sé búin að vera leiðandi í málinu. Daninn er sagður hafa haldið úti vettvangi á netinu þar sem hann deildi gervigreindarefninu sem hann sjálfur framleiddi.

Aðrir sakborningar hafi greitt málamyndagreiðslu og fengið lykilorð að vettvanginum þar sem þeir gátu séð börn búin til af gervigreind vera misnotuð.

Málið er sagt hafa verið afskaplega flókið í rannsókn. Það mun hafa verið vegna þess að relguverk varðandai gervigreindarmyndað barnaníðsefni sé ábótavant.

Lögregluyfirvöld í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Herzeóviníu, Tékklandi, Danmörku, Finlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Hollandi, Nýja Sjálandi, Noregi, Póllandi, Spáni, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi, tóku þátt ásamt Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×