Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar 28. febrúar 2025 07:17 Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem lengst af hefur verið við völd í lýðveldissögunni og er það líklega meginforsenda þess að Ísland er eitt mesta velferðar- og velsældarríki heims. Sjálfstæðiflokkurinn hefur nefnilega þá grundvallarstefnu að æskilegast sé fyrir samfélagið að einstaklingurinn fái að blómstra á eigin forsendum; frelsi til að búa til eigin velgengni, með eins litlum afskiptum ríkisvaldsins og kostur er. Í seinni tíð hefur flokkurinn þó fjarlægst kjósendur sína eins og endurspeglast í kosningum síðustu ára. Það er m.a. vegna þess að stefnu flokksins hefur ekki verið fylgt í löngu og oft á tíðum eitruðu samstarfi við önnur stjórnmálaöfl. Sjálfstæðisstefnan er bókstafleg ávísun á framþróun og velmegun þjóðar. Til að flokkurinn geti aftur náð fyrri styrk þarf að setja þá stefnu aftur á dagskrá. Í því samhengi er mikilvægast að til forystu í flokknum veljist leiðtogi sem getur laðað að nýtt fólk og brottflutt sjálfstæðisfólk, leiðtogi sem nýtur trausts og getur sætt ólík sjónarmið, leiðtogi sem ekki er brennimerktur ákveðnum fylkingum. Leiðtoginn þarf fyrst og fremst að vera það sameinandi afl sem áður gerði flokkinn að risavaxinni breiðfylkingu, hvers áhrif gerðu Ísland að því velsældarríki sem það er í dag. Það er því gríðarlegt tækifæri fyrir flokkinn að í framboði sé Guðrún Hafsteinsdóttir, fjölskyldukonan af landsbyggðinni sem hefur lifað og hrærst í ábyrgðarstöðum atvinnulífsins árum saman. Í því felst gríðarleg reynsla af því að leiða saman ólíka hópa og sætta sjónarmið í krafti þess að berjast fyrir sameiginlegri hugsjón. Þetta eru þeir kostir sem Guðrún Hafsteinsdóttir býr yfir. Þetta eru þeir kostir sem flokkurinn þarf til að endurheimta fyrri styrk, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Stétt með stétt. Höfundur er flugfreyja og formaður félags sjálfstæðismanna í Grafarholti og Úlfarsárdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem lengst af hefur verið við völd í lýðveldissögunni og er það líklega meginforsenda þess að Ísland er eitt mesta velferðar- og velsældarríki heims. Sjálfstæðiflokkurinn hefur nefnilega þá grundvallarstefnu að æskilegast sé fyrir samfélagið að einstaklingurinn fái að blómstra á eigin forsendum; frelsi til að búa til eigin velgengni, með eins litlum afskiptum ríkisvaldsins og kostur er. Í seinni tíð hefur flokkurinn þó fjarlægst kjósendur sína eins og endurspeglast í kosningum síðustu ára. Það er m.a. vegna þess að stefnu flokksins hefur ekki verið fylgt í löngu og oft á tíðum eitruðu samstarfi við önnur stjórnmálaöfl. Sjálfstæðisstefnan er bókstafleg ávísun á framþróun og velmegun þjóðar. Til að flokkurinn geti aftur náð fyrri styrk þarf að setja þá stefnu aftur á dagskrá. Í því samhengi er mikilvægast að til forystu í flokknum veljist leiðtogi sem getur laðað að nýtt fólk og brottflutt sjálfstæðisfólk, leiðtogi sem nýtur trausts og getur sætt ólík sjónarmið, leiðtogi sem ekki er brennimerktur ákveðnum fylkingum. Leiðtoginn þarf fyrst og fremst að vera það sameinandi afl sem áður gerði flokkinn að risavaxinni breiðfylkingu, hvers áhrif gerðu Ísland að því velsældarríki sem það er í dag. Það er því gríðarlegt tækifæri fyrir flokkinn að í framboði sé Guðrún Hafsteinsdóttir, fjölskyldukonan af landsbyggðinni sem hefur lifað og hrærst í ábyrgðarstöðum atvinnulífsins árum saman. Í því felst gríðarleg reynsla af því að leiða saman ólíka hópa og sætta sjónarmið í krafti þess að berjast fyrir sameiginlegri hugsjón. Þetta eru þeir kostir sem Guðrún Hafsteinsdóttir býr yfir. Þetta eru þeir kostir sem flokkurinn þarf til að endurheimta fyrri styrk, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Stétt með stétt. Höfundur er flugfreyja og formaður félags sjálfstæðismanna í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun