Handbolti

„Getum gengið stoltar frá borði“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir fór fyrir liði sínu gegn Haukum í dag. 
Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir fór fyrir liði sínu gegn Haukum í dag.  Vísir/Vilhelm

Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir, fyrirliði Gróttu, skoraði sex mörk fyrir lið sitt þegar það laut í lægra haldi fyrir Haukum í undanúrslitum Powerade-bikarsins í handbolta kvenna að Ásvöllum í kvöld. Karlotta gat fundið jákvæða punkta við frammistöðu Gróttuliðsins í leiknum þrátt fyrir tapið.

„Það vantaði aðeins meiri aga í sóknarleikinn hjá okkur. Við hefðum þurft betri framkvæmd í kerfin hjá okkur og nýta færin sömuleiðis betur. Svo hefðum við þurft að mæta betur gíraðar inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Karlotta aðspurð um hvað hefði vantað upp á hjá Gróttu í leiknum. 

„Mér fannst við samt sem áður spila heilt yfir bara vel í þessum leik. Sérstaklega í vörninni og Anna Karólína var að verja vel í markinu. Haukar eru svo auðvitað bara með topplið og þær sýndu það í seinni hálfleik,“ sagði skyttan enn fremur. 

„Við erum reynslunni ríkari eftir því að hafa spilað þennan undanúrslitaleik fyrir framan fullt af fólki. Þetta var fyrst bara mjög gaman og við getum tekið heilmargt út úr þessum leik. Ég geng sátt frá þessum leik og við getum klárlega verið stoltar af frammistöðu okkar. Mér fannst þetta geggjað kvöld,“ sagði fyrirliðinn hreykinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×