Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri staðfestir tíðindin við fréttastofu RÚV. Ívar hefur starfað í 35 ár hjá ÁTVR, sem aðstoðarforstjóri frá árinu 2000 og sem forstjóri frá árinu 2005.
Lítið hefur farið fyrir Ívari í fjölmiðlum í forstjóratíð hans. Því sem næst öll samskipti við fjölmiðla hafa farið í gegnum aðstoðarforstjórann Sigrúnu Ósk. Eina sem haft hefur verið eftir Ívari undanfarin ár hafa verið skrif hans í ársskýrslu stofnunarinnar.
Það kemur í hlut fjármála- og efnahagsráðherra að skipa nýjan forstjóra.