Ekki valin en draumurinn lifir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2025 16:26 Björg segist spennt fyrir því að vinna með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra gefist tækifæri til þess. Mayo Clinic/Vilhelm Íslenskur læknir í Bandaríkjunum sem sótti um embætti landlæknis en var ekki valin vonast samt til þess að draumur hennar rætist, að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. Hún er uppnumin eftir vinnu þríeykisins í kórónuveirufaraldrinum. Alma Möller lét af störfum sem landlæknir vegna pólitísks draums og er í dag heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hefur verið settur landlæknir á meðan eftirmanns Ölmu er leitað. Staðan var auglýst í desember og upplýst um umsækjendur í janúar. Þau voru: Björg Þorsteinsdóttir, læknir/ráðgjafi Eik Haraldsdóttir, lífeindafræðingur Elísabet Benedikz, yfirlæknir María Heimisdóttir, yfirlæknir Ólafur Baldursson, sérfræðingur (framkvæmdastjóri lækninga í leyfi) Tilkynnt var um það á fimmta tímanum í dag að María Heimisdóttir hefði verið skipuð landlæknir. Féll á stjórnunarreynslunni Björg Þorsteinsdóttir starfar við hið virta Mayo Clinic sjúkrahús í Rochester í Minnesota í Bandaríkjunum. Hún lét flensupest ekki stöðva sig í að ræða við blaðamann. Hún gat staðfest að hún yrði ekki næsti landlæknir en til þess hefði hana skort stjórnunarreynslu. Hún hefur hingað til einbeitt sér að rannsóknum og vísindum. Björg hefur búið ytra í lengri tíma ásamt dönskum eiginmanni sínum Bo Enemark Madsen. Bo er bráðalæknir og kom að uppbyggingu bráðalæknisnáms á Íslandi á árunum 2008 til 2011. Þau eiga fjögur börn. Þau fara ekki í felur með það að vera að hugsa sinn gang eftir nýlegar kosningar í Bandaríkjunum. Þeim hugnast ekki búsetan ytra eftir að Donald Trump komst til valda. Björg segist hafa sótt um embætti landlæknis án þess að gera sér miklar vonir. Þegar hún sá listann yfir umsækjendur fólst vonin um embættið í því að hún kæmi úr öðru umhverfi. Glöggt er gests augað og allt það. Hún fór í viðtal við hæfnisnefnd en ekki í framhaldsviðtal við ráðherra. „Ég féll á stjórnunarreynslunni,“ segir Björg en þó hvergi banginn. Hún er bjartsýn þegar hún lítur yfir lista umsækjenda enda þekki hún til allra þar. Fór í „landlæknanám“ „Ég treysti öllu þessu fólki til að skila góðri vinnu en ég vil mjög gjarnan koma að verkefnavinnu þar sem mitt nám og þekking nýtist.“ Hún hafi ýmislegt til málanna að leggja sem geti komið sé vel í þeim verkefnum sem fram undan eru í heilbrigðismálum á Íslandi. Björg er lyflæknir og með sérfræðipróf í líknandi meðferð. Þá er hún að ljúka doktorsritgerð í lýðheilsu frá Háskóla Íslands þar sem verkefnið snýr að því að hjálpa öldruðum með nýrnabilun að velja úrræði. Þá nam hún lífsiðfræði við Harvard. Björg segir að vinkonur hennar á Íslandi hafi á sínum tíma grínast með það að hún ætlaði utan til Bandaríkjanna í landlæknanám sökum áhuga hennar á heilbrigðismálum hér á landi. Hún segist þurfa að gera upp við sig hvort hún fari að afla sér stjórnunarreynslu eða halda áfram í vísindum og rannsóknum sem séu auðvitað mjög mikilvægt líka. Dáðist að vinnu þríeykisins Hún er spennt fyrir því að heilbrigðisráðuneytið sé komið undir Ölmu Möller og væri spennt fyrir því að vinna með henni í nýju hlutverki, hvernig sem það yrði. „Sérstaklega eftir þessa frábæru vinnu sem vitringarnir þrír unnu í Covid,“ segir Björg. Hún hafi fyllst stolti að fylgjast með því hvernig faraldurinn var höndlaður á Íslandi. „Hér var þessu svo rækilega klúðrað að það var til háborinnar skammar,“ segir Björg. En þótt landlæknisembættið verði ekki hennar þá lifir draumurinn, þ.e. að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. „Það hefur löngum verið draumurinn.“ Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Bandaríkin Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Alma Möller lét af störfum sem landlæknir vegna pólitísks draums og er í dag heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hefur verið settur landlæknir á meðan eftirmanns Ölmu er leitað. Staðan var auglýst í desember og upplýst um umsækjendur í janúar. Þau voru: Björg Þorsteinsdóttir, læknir/ráðgjafi Eik Haraldsdóttir, lífeindafræðingur Elísabet Benedikz, yfirlæknir María Heimisdóttir, yfirlæknir Ólafur Baldursson, sérfræðingur (framkvæmdastjóri lækninga í leyfi) Tilkynnt var um það á fimmta tímanum í dag að María Heimisdóttir hefði verið skipuð landlæknir. Féll á stjórnunarreynslunni Björg Þorsteinsdóttir starfar við hið virta Mayo Clinic sjúkrahús í Rochester í Minnesota í Bandaríkjunum. Hún lét flensupest ekki stöðva sig í að ræða við blaðamann. Hún gat staðfest að hún yrði ekki næsti landlæknir en til þess hefði hana skort stjórnunarreynslu. Hún hefur hingað til einbeitt sér að rannsóknum og vísindum. Björg hefur búið ytra í lengri tíma ásamt dönskum eiginmanni sínum Bo Enemark Madsen. Bo er bráðalæknir og kom að uppbyggingu bráðalæknisnáms á Íslandi á árunum 2008 til 2011. Þau eiga fjögur börn. Þau fara ekki í felur með það að vera að hugsa sinn gang eftir nýlegar kosningar í Bandaríkjunum. Þeim hugnast ekki búsetan ytra eftir að Donald Trump komst til valda. Björg segist hafa sótt um embætti landlæknis án þess að gera sér miklar vonir. Þegar hún sá listann yfir umsækjendur fólst vonin um embættið í því að hún kæmi úr öðru umhverfi. Glöggt er gests augað og allt það. Hún fór í viðtal við hæfnisnefnd en ekki í framhaldsviðtal við ráðherra. „Ég féll á stjórnunarreynslunni,“ segir Björg en þó hvergi banginn. Hún er bjartsýn þegar hún lítur yfir lista umsækjenda enda þekki hún til allra þar. Fór í „landlæknanám“ „Ég treysti öllu þessu fólki til að skila góðri vinnu en ég vil mjög gjarnan koma að verkefnavinnu þar sem mitt nám og þekking nýtist.“ Hún hafi ýmislegt til málanna að leggja sem geti komið sé vel í þeim verkefnum sem fram undan eru í heilbrigðismálum á Íslandi. Björg er lyflæknir og með sérfræðipróf í líknandi meðferð. Þá er hún að ljúka doktorsritgerð í lýðheilsu frá Háskóla Íslands þar sem verkefnið snýr að því að hjálpa öldruðum með nýrnabilun að velja úrræði. Þá nam hún lífsiðfræði við Harvard. Björg segir að vinkonur hennar á Íslandi hafi á sínum tíma grínast með það að hún ætlaði utan til Bandaríkjanna í landlæknanám sökum áhuga hennar á heilbrigðismálum hér á landi. Hún segist þurfa að gera upp við sig hvort hún fari að afla sér stjórnunarreynslu eða halda áfram í vísindum og rannsóknum sem séu auðvitað mjög mikilvægt líka. Dáðist að vinnu þríeykisins Hún er spennt fyrir því að heilbrigðisráðuneytið sé komið undir Ölmu Möller og væri spennt fyrir því að vinna með henni í nýju hlutverki, hvernig sem það yrði. „Sérstaklega eftir þessa frábæru vinnu sem vitringarnir þrír unnu í Covid,“ segir Björg. Hún hafi fyllst stolti að fylgjast með því hvernig faraldurinn var höndlaður á Íslandi. „Hér var þessu svo rækilega klúðrað að það var til háborinnar skammar,“ segir Björg. En þótt landlæknisembættið verði ekki hennar þá lifir draumurinn, þ.e. að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. „Það hefur löngum verið draumurinn.“
Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Bandaríkin Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira