Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar 27. febrúar 2025 07:16 Iðnaður er ein af undirstöðum íslensks samfélags og við iðnaðarmenn vitum hversu mikilvægt það er að stjórnvöld tryggi okkur, sem í honum starfa, gott starfsumhverfi. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir iðnaðarmennina sjálfa, sem leggja höfuðáherslu á að viðhalda og efla fagmennsku, heldur einnig íslenskt atvinnulíf og neytendur – samfélagið allt. Þar skiptir öflug iðnmenntun miklu. Hún er forsenda þess að fyrirtækin okkar og iðnaðurinn í heild vaxi og þróist. Í störfum sínum sem formaður Samtaka iðnaðarins vann Guðrún Hafsteinsdóttir ötullega að hagsmunum iðnaðar í landinu. Hún var öflugur málsvari iðnaðar bæði innan samtakanna sem utan og lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa fyrirtækjum og einstaklingum í iðnaði góð skilyrði til vaxtar. Undir hennar forystu lögðu SI mikla áherslu á öfluga iðnmenntun, þar sem framtíðarstarfsfólk fær þá þjálfun og færni sem nauðsynleg er til að takast á við kröfur samfélagsins. Með skýrum skilaboðum og elju stuðlaði Guðrún að því að iðnmenntun fengi þann sess sem hún á skilið í samfélaginu og að mikilvægi iðngreina væri viðurkennt á við aðrar menntaleiðir. Gæði íslensks atvinnulífs ráðast ekki síst af því að atvinnugreinar fái þá umgjörð sem nauðsynleg er til að vaxa og dafna. Til þess að íslenskur iðnaður geti blómstrað þarf skýra stefnu og skilning á þörfum iðnaðarmanna og fyrirtækja. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sýnt fram á dýpri skilning á þessum þáttum en margir aðrir. Hún hefur barist fyrir umbótum sem auka samkeppnishæfni iðnaðarins og stuðla að aukinni áherslu á faglega þróun innan greinarinnar. Með hennar forystu hefur verið lögð áhersla á að styrkja iðnnám og bæta tengsl atvinnulífsins við menntakerfið, sem er lykilatriði til að tryggja gæði og framþróun í greininni. Í ljósi þess frábæra starfs sem Guðrún hefur unnið innan Samtaka iðnaðarins og utan, teljum við iðnaðarmenn hana hafa alla þá eiginleika að bera sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að hafa til að stækka flokkinn og efla samfélagið allt til framtíðar. Hún hefur sýnt í verki að hún skilur mikilvægi þess að efla íslenskt atvinnulíf og stuðla að bættum starfsskilyrðum fyrir iðnaðinn. Hún veit að án öflugs iðnaðar, án öflugs atvinnulífs verður ekki blómstrandi samfélag. Þá hefur hún sýnt einstaka hæfileika til að sameina ólíka hópa og skapa sameiginlega sýn í stórum og mikilvægum málum. Af þessum sökum styðjum við Guðrúnu Hafsteinsdóttur heils hugar í komandi formannskosningum innan Sjálfstæðisflokksins. Arna Arnardóttir, gullsmíðameistari Bergsteinn Jónasson, rafvirkjameistari Björn Árni Ágústsson, úrsmíðameistari Guðmundur Þórir Ingólfsson, rafvirkjameistari Hjörleifur Stefánsson, rafvirkjameistari Ingibjörg Sveinsdóttir, hársnyrtimeistari Jón Sigurðsson, húsasmíðameistari Kristján Baldvinsson, pípulagningameistari Lúðvík Gunnarsson, pípulagningameistari Pétur H. Halldórsson, rafvirkjameistari Reynir Þór Ragnarsson, rafvirkjameistari Rúnar Helgason, pípulagningameistari Sævar Jónsson, blikksmíðameistari Snjólfur Eiríksson, skrúðgarðyrkjumeistari Stefán Bogi Stefánsson, gullsmíðameistari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Iðnaður er ein af undirstöðum íslensks samfélags og við iðnaðarmenn vitum hversu mikilvægt það er að stjórnvöld tryggi okkur, sem í honum starfa, gott starfsumhverfi. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir iðnaðarmennina sjálfa, sem leggja höfuðáherslu á að viðhalda og efla fagmennsku, heldur einnig íslenskt atvinnulíf og neytendur – samfélagið allt. Þar skiptir öflug iðnmenntun miklu. Hún er forsenda þess að fyrirtækin okkar og iðnaðurinn í heild vaxi og þróist. Í störfum sínum sem formaður Samtaka iðnaðarins vann Guðrún Hafsteinsdóttir ötullega að hagsmunum iðnaðar í landinu. Hún var öflugur málsvari iðnaðar bæði innan samtakanna sem utan og lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa fyrirtækjum og einstaklingum í iðnaði góð skilyrði til vaxtar. Undir hennar forystu lögðu SI mikla áherslu á öfluga iðnmenntun, þar sem framtíðarstarfsfólk fær þá þjálfun og færni sem nauðsynleg er til að takast á við kröfur samfélagsins. Með skýrum skilaboðum og elju stuðlaði Guðrún að því að iðnmenntun fengi þann sess sem hún á skilið í samfélaginu og að mikilvægi iðngreina væri viðurkennt á við aðrar menntaleiðir. Gæði íslensks atvinnulífs ráðast ekki síst af því að atvinnugreinar fái þá umgjörð sem nauðsynleg er til að vaxa og dafna. Til þess að íslenskur iðnaður geti blómstrað þarf skýra stefnu og skilning á þörfum iðnaðarmanna og fyrirtækja. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sýnt fram á dýpri skilning á þessum þáttum en margir aðrir. Hún hefur barist fyrir umbótum sem auka samkeppnishæfni iðnaðarins og stuðla að aukinni áherslu á faglega þróun innan greinarinnar. Með hennar forystu hefur verið lögð áhersla á að styrkja iðnnám og bæta tengsl atvinnulífsins við menntakerfið, sem er lykilatriði til að tryggja gæði og framþróun í greininni. Í ljósi þess frábæra starfs sem Guðrún hefur unnið innan Samtaka iðnaðarins og utan, teljum við iðnaðarmenn hana hafa alla þá eiginleika að bera sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að hafa til að stækka flokkinn og efla samfélagið allt til framtíðar. Hún hefur sýnt í verki að hún skilur mikilvægi þess að efla íslenskt atvinnulíf og stuðla að bættum starfsskilyrðum fyrir iðnaðinn. Hún veit að án öflugs iðnaðar, án öflugs atvinnulífs verður ekki blómstrandi samfélag. Þá hefur hún sýnt einstaka hæfileika til að sameina ólíka hópa og skapa sameiginlega sýn í stórum og mikilvægum málum. Af þessum sökum styðjum við Guðrúnu Hafsteinsdóttur heils hugar í komandi formannskosningum innan Sjálfstæðisflokksins. Arna Arnardóttir, gullsmíðameistari Bergsteinn Jónasson, rafvirkjameistari Björn Árni Ágústsson, úrsmíðameistari Guðmundur Þórir Ingólfsson, rafvirkjameistari Hjörleifur Stefánsson, rafvirkjameistari Ingibjörg Sveinsdóttir, hársnyrtimeistari Jón Sigurðsson, húsasmíðameistari Kristján Baldvinsson, pípulagningameistari Lúðvík Gunnarsson, pípulagningameistari Pétur H. Halldórsson, rafvirkjameistari Reynir Þór Ragnarsson, rafvirkjameistari Rúnar Helgason, pípulagningameistari Sævar Jónsson, blikksmíðameistari Snjólfur Eiríksson, skrúðgarðyrkjumeistari Stefán Bogi Stefánsson, gullsmíðameistari
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun