Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar 27. febrúar 2025 07:16 Iðnaður er ein af undirstöðum íslensks samfélags og við iðnaðarmenn vitum hversu mikilvægt það er að stjórnvöld tryggi okkur, sem í honum starfa, gott starfsumhverfi. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir iðnaðarmennina sjálfa, sem leggja höfuðáherslu á að viðhalda og efla fagmennsku, heldur einnig íslenskt atvinnulíf og neytendur – samfélagið allt. Þar skiptir öflug iðnmenntun miklu. Hún er forsenda þess að fyrirtækin okkar og iðnaðurinn í heild vaxi og þróist. Í störfum sínum sem formaður Samtaka iðnaðarins vann Guðrún Hafsteinsdóttir ötullega að hagsmunum iðnaðar í landinu. Hún var öflugur málsvari iðnaðar bæði innan samtakanna sem utan og lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa fyrirtækjum og einstaklingum í iðnaði góð skilyrði til vaxtar. Undir hennar forystu lögðu SI mikla áherslu á öfluga iðnmenntun, þar sem framtíðarstarfsfólk fær þá þjálfun og færni sem nauðsynleg er til að takast á við kröfur samfélagsins. Með skýrum skilaboðum og elju stuðlaði Guðrún að því að iðnmenntun fengi þann sess sem hún á skilið í samfélaginu og að mikilvægi iðngreina væri viðurkennt á við aðrar menntaleiðir. Gæði íslensks atvinnulífs ráðast ekki síst af því að atvinnugreinar fái þá umgjörð sem nauðsynleg er til að vaxa og dafna. Til þess að íslenskur iðnaður geti blómstrað þarf skýra stefnu og skilning á þörfum iðnaðarmanna og fyrirtækja. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sýnt fram á dýpri skilning á þessum þáttum en margir aðrir. Hún hefur barist fyrir umbótum sem auka samkeppnishæfni iðnaðarins og stuðla að aukinni áherslu á faglega þróun innan greinarinnar. Með hennar forystu hefur verið lögð áhersla á að styrkja iðnnám og bæta tengsl atvinnulífsins við menntakerfið, sem er lykilatriði til að tryggja gæði og framþróun í greininni. Í ljósi þess frábæra starfs sem Guðrún hefur unnið innan Samtaka iðnaðarins og utan, teljum við iðnaðarmenn hana hafa alla þá eiginleika að bera sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að hafa til að stækka flokkinn og efla samfélagið allt til framtíðar. Hún hefur sýnt í verki að hún skilur mikilvægi þess að efla íslenskt atvinnulíf og stuðla að bættum starfsskilyrðum fyrir iðnaðinn. Hún veit að án öflugs iðnaðar, án öflugs atvinnulífs verður ekki blómstrandi samfélag. Þá hefur hún sýnt einstaka hæfileika til að sameina ólíka hópa og skapa sameiginlega sýn í stórum og mikilvægum málum. Af þessum sökum styðjum við Guðrúnu Hafsteinsdóttur heils hugar í komandi formannskosningum innan Sjálfstæðisflokksins. Arna Arnardóttir, gullsmíðameistari Bergsteinn Jónasson, rafvirkjameistari Björn Árni Ágústsson, úrsmíðameistari Guðmundur Þórir Ingólfsson, rafvirkjameistari Hjörleifur Stefánsson, rafvirkjameistari Ingibjörg Sveinsdóttir, hársnyrtimeistari Jón Sigurðsson, húsasmíðameistari Kristján Baldvinsson, pípulagningameistari Lúðvík Gunnarsson, pípulagningameistari Pétur H. Halldórsson, rafvirkjameistari Reynir Þór Ragnarsson, rafvirkjameistari Rúnar Helgason, pípulagningameistari Sævar Jónsson, blikksmíðameistari Snjólfur Eiríksson, skrúðgarðyrkjumeistari Stefán Bogi Stefánsson, gullsmíðameistari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Iðnaður er ein af undirstöðum íslensks samfélags og við iðnaðarmenn vitum hversu mikilvægt það er að stjórnvöld tryggi okkur, sem í honum starfa, gott starfsumhverfi. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir iðnaðarmennina sjálfa, sem leggja höfuðáherslu á að viðhalda og efla fagmennsku, heldur einnig íslenskt atvinnulíf og neytendur – samfélagið allt. Þar skiptir öflug iðnmenntun miklu. Hún er forsenda þess að fyrirtækin okkar og iðnaðurinn í heild vaxi og þróist. Í störfum sínum sem formaður Samtaka iðnaðarins vann Guðrún Hafsteinsdóttir ötullega að hagsmunum iðnaðar í landinu. Hún var öflugur málsvari iðnaðar bæði innan samtakanna sem utan og lagði áherslu á mikilvægi þess að skapa fyrirtækjum og einstaklingum í iðnaði góð skilyrði til vaxtar. Undir hennar forystu lögðu SI mikla áherslu á öfluga iðnmenntun, þar sem framtíðarstarfsfólk fær þá þjálfun og færni sem nauðsynleg er til að takast á við kröfur samfélagsins. Með skýrum skilaboðum og elju stuðlaði Guðrún að því að iðnmenntun fengi þann sess sem hún á skilið í samfélaginu og að mikilvægi iðngreina væri viðurkennt á við aðrar menntaleiðir. Gæði íslensks atvinnulífs ráðast ekki síst af því að atvinnugreinar fái þá umgjörð sem nauðsynleg er til að vaxa og dafna. Til þess að íslenskur iðnaður geti blómstrað þarf skýra stefnu og skilning á þörfum iðnaðarmanna og fyrirtækja. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sýnt fram á dýpri skilning á þessum þáttum en margir aðrir. Hún hefur barist fyrir umbótum sem auka samkeppnishæfni iðnaðarins og stuðla að aukinni áherslu á faglega þróun innan greinarinnar. Með hennar forystu hefur verið lögð áhersla á að styrkja iðnnám og bæta tengsl atvinnulífsins við menntakerfið, sem er lykilatriði til að tryggja gæði og framþróun í greininni. Í ljósi þess frábæra starfs sem Guðrún hefur unnið innan Samtaka iðnaðarins og utan, teljum við iðnaðarmenn hana hafa alla þá eiginleika að bera sem næsti formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að hafa til að stækka flokkinn og efla samfélagið allt til framtíðar. Hún hefur sýnt í verki að hún skilur mikilvægi þess að efla íslenskt atvinnulíf og stuðla að bættum starfsskilyrðum fyrir iðnaðinn. Hún veit að án öflugs iðnaðar, án öflugs atvinnulífs verður ekki blómstrandi samfélag. Þá hefur hún sýnt einstaka hæfileika til að sameina ólíka hópa og skapa sameiginlega sýn í stórum og mikilvægum málum. Af þessum sökum styðjum við Guðrúnu Hafsteinsdóttur heils hugar í komandi formannskosningum innan Sjálfstæðisflokksins. Arna Arnardóttir, gullsmíðameistari Bergsteinn Jónasson, rafvirkjameistari Björn Árni Ágústsson, úrsmíðameistari Guðmundur Þórir Ingólfsson, rafvirkjameistari Hjörleifur Stefánsson, rafvirkjameistari Ingibjörg Sveinsdóttir, hársnyrtimeistari Jón Sigurðsson, húsasmíðameistari Kristján Baldvinsson, pípulagningameistari Lúðvík Gunnarsson, pípulagningameistari Pétur H. Halldórsson, rafvirkjameistari Reynir Þór Ragnarsson, rafvirkjameistari Rúnar Helgason, pípulagningameistari Sævar Jónsson, blikksmíðameistari Snjólfur Eiríksson, skrúðgarðyrkjumeistari Stefán Bogi Stefánsson, gullsmíðameistari
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun