Semja um fjögurra milljarða króna lán Árni Sæberg skrifar 24. febrúar 2025 14:45 Einar Þórarinsson er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn Norræni fjárfestingarbankinn, NIB, hefur undirritað sjö ára lánasamning við Ljósleiðarann ehf. til að styðja við fjárfestingar í ljósleiðarakerfinu á Íslandi á árunum 2024 til 2026. Lánið nemur fjórum milljörðum króna. Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni, móðurfélagi Ljósleiðarans, segir að lánið sé veitt til samfjármögnunar á mikilvægum uppbyggingarverkefnum Ljósleiðarans. Fjármagnið muni renna í áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðarakerfisins, þar á meðal ljósleiðaratenginga við heimili og fyrirtæki, þróun net- og flutningskerfa sem styðji við örugga og skilvirka gagnaflutninga, auk styrkingar á kerfinu. Fjármögnunin sé hluti af nýlegri skuldabréfaútgáfu NIB í íslenskum krónum. Í tilkynningu á vef NIB segir að um sé að ræða 8,5 milljarða svokallað grænt skuldabréf. Starfar á öllum helstu þéttbýlisstöðum Þá segir í tilkynningu að Ljósleiðarinn sé leiðandi fyrirtæki í uppbyggingu stafrænna innviða á Íslandi og starfi nú á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins. Fyrirtækið tengi árlega þúsundir nýrra heimila og vinni með sveitarfélögum að þróunarverkefnum sem styðji við þéttbýlisvöxt og stafræna framtíð landsins. Auk þess gegni Ljósleiðarinn lykilhlutverki í alþjóðlegri tengingu Íslands við umheiminn með rekstri á internetsamböndum til Evrópulanda. Allar framkvæmdir Ljósleiðarans byggi á ábyrgum vinnubrögðum með sjálfbærni að leiðarljósi. Nýjar tengingar séu lagðar meðfram núverandi flutningsleiðum og byggðum svæðum, sem lágmarki umhverfisáhrif framkvæmda. Forsenda hagvaxtar Haft er eftir André Küüsvek, forstjóra NIB, að fjármögnun Ljósleiðarans styðji við markmið bankans um framleiðniaukningu og sjálfbærni á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. „Það er okkur sönn ánægja að styðja við þessar mikilvægu fjárfestingar í stafrænum innviðum á Íslandi. Sterkir fjarskiptainnviðir eru forsenda hagvaxtar og nýsköpunar, og verkefnið fellur vel að áherslum NIB um sjálfbærni og tæknilega framþróun.“ Þá er haft eftir Einari Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Ljósleiðarans, að hann fagni samkomulaginu og telji það styrkja félagið til framtíðar. „Það skiptir miklu máli að Ljósleiðarinn vinni með öflugum og traustum aðila þegar kemur að fjármögnun. Með þessum samningi við NIB tryggjum við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og getum haldið áfram að byggja upp trausta og örugga innviði fyrir fólkið í landinu bæði þegar kemur að atvinnurekstri og hinu daglega lífi.“ Reykjavík Fjarskipti Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni, móðurfélagi Ljósleiðarans, segir að lánið sé veitt til samfjármögnunar á mikilvægum uppbyggingarverkefnum Ljósleiðarans. Fjármagnið muni renna í áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðarakerfisins, þar á meðal ljósleiðaratenginga við heimili og fyrirtæki, þróun net- og flutningskerfa sem styðji við örugga og skilvirka gagnaflutninga, auk styrkingar á kerfinu. Fjármögnunin sé hluti af nýlegri skuldabréfaútgáfu NIB í íslenskum krónum. Í tilkynningu á vef NIB segir að um sé að ræða 8,5 milljarða svokallað grænt skuldabréf. Starfar á öllum helstu þéttbýlisstöðum Þá segir í tilkynningu að Ljósleiðarinn sé leiðandi fyrirtæki í uppbyggingu stafrænna innviða á Íslandi og starfi nú á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins. Fyrirtækið tengi árlega þúsundir nýrra heimila og vinni með sveitarfélögum að þróunarverkefnum sem styðji við þéttbýlisvöxt og stafræna framtíð landsins. Auk þess gegni Ljósleiðarinn lykilhlutverki í alþjóðlegri tengingu Íslands við umheiminn með rekstri á internetsamböndum til Evrópulanda. Allar framkvæmdir Ljósleiðarans byggi á ábyrgum vinnubrögðum með sjálfbærni að leiðarljósi. Nýjar tengingar séu lagðar meðfram núverandi flutningsleiðum og byggðum svæðum, sem lágmarki umhverfisáhrif framkvæmda. Forsenda hagvaxtar Haft er eftir André Küüsvek, forstjóra NIB, að fjármögnun Ljósleiðarans styðji við markmið bankans um framleiðniaukningu og sjálfbærni á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. „Það er okkur sönn ánægja að styðja við þessar mikilvægu fjárfestingar í stafrænum innviðum á Íslandi. Sterkir fjarskiptainnviðir eru forsenda hagvaxtar og nýsköpunar, og verkefnið fellur vel að áherslum NIB um sjálfbærni og tæknilega framþróun.“ Þá er haft eftir Einari Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Ljósleiðarans, að hann fagni samkomulaginu og telji það styrkja félagið til framtíðar. „Það skiptir miklu máli að Ljósleiðarinn vinni með öflugum og traustum aðila þegar kemur að fjármögnun. Með þessum samningi við NIB tryggjum við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins og getum haldið áfram að byggja upp trausta og örugga innviði fyrir fólkið í landinu bæði þegar kemur að atvinnurekstri og hinu daglega lífi.“
Reykjavík Fjarskipti Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent