Skilur vel reiðina sem blossi upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2025 14:25 Mjöll Matthíasdóttir er formaður Félags grunnskólakennara og grunnskólakennari í Þingeyjarskóla. Vísir/Einar Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti klukkan 11:59 í dag að ekki yrði fallist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin höfðu óskað eftir frest til tólf á hádegi að taka afstöðu í deilunni. Henni var hafnað á elleftu stundu sem fór öfugt ofan í marga kennara sem gengu í kjölfarið út úr leik- og grunnskólum víða um land. „Ég er nú bara að lesa um þetta í fjölmiðlum eins og flestir aðrir,“ segir Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara. „Við erum með hugann við annað, gagnvart kjarasamningum.“ Framtakið sé sjálfssprottið og félagið ekkert komið að því. Heyrst hefur að kennarar í Reykjavík ætli að fjölmenna á aukafund borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þar sem aðeins stendur til að greiða atkvæði um embætti vegna nýs meirihluta. Mjöll segir kennara hafa bundið miklar vonir við að erfið deila þeirra við ríki og sveitarfélög væri að leysast. „Fólki bregður illilega við þegar þessar fréttir koma. Ég skil vel reiðina sem blossar upp hjá kennurum. Hún er mjög skiljanleg.“ Aðspurð um framhaldið telur hún að rykið þurfi aðeins að setjast áður en aðilar setjist aftur við samningaborðið. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, hefur ekki veitt fréttastofu viðtal í dag. Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynnti klukkan 11:59 í dag að ekki yrði fallist á innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin höfðu óskað eftir frest til tólf á hádegi að taka afstöðu í deilunni. Henni var hafnað á elleftu stundu sem fór öfugt ofan í marga kennara sem gengu í kjölfarið út úr leik- og grunnskólum víða um land. „Ég er nú bara að lesa um þetta í fjölmiðlum eins og flestir aðrir,“ segir Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara. „Við erum með hugann við annað, gagnvart kjarasamningum.“ Framtakið sé sjálfssprottið og félagið ekkert komið að því. Heyrst hefur að kennarar í Reykjavík ætli að fjölmenna á aukafund borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þar sem aðeins stendur til að greiða atkvæði um embætti vegna nýs meirihluta. Mjöll segir kennara hafa bundið miklar vonir við að erfið deila þeirra við ríki og sveitarfélög væri að leysast. „Fólki bregður illilega við þegar þessar fréttir koma. Ég skil vel reiðina sem blossar upp hjá kennurum. Hún er mjög skiljanleg.“ Aðspurð um framhaldið telur hún að rykið þurfi aðeins að setjast áður en aðilar setjist aftur við samningaborðið. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, hefur ekki veitt fréttastofu viðtal í dag.
Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum