Refsing Dagbjartar þyngd verulega Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 20. febrúar 2025 15:12 Mannslátið átti sér stað í Bátavogi í september 2023. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri, í Bátavogsmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hana í tíu ára fangelsi, en Landsréttur dæmdi hana í sextán ára fangelsi. Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. Landsréttur kvað upp dóm í málinu klukkan 15 en hann hefur ekki verið birtur. Það var niðurstaða dómsins að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ segir í dómi Landsréttar. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Upptökur lykilsönnunargögn Lykilsönnunargögn í málinu voru myndbands- og hljóðupptökur sem Dagbjört tók upp á meðan hún og maðurinn voru ein saman í íbúðinni í Bátavogi. Hluti af þessum upptökum voru spilaðar við aðalmeðferð málsins í héraði í júní síðastliðnum. Í þessum upptökum heyrist Dagbjört kenna manninum um andlát hunds hennar. „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ segir hún meðal annars. Þá má heyra hann öskra ítrekað, en við því segir hún. „Hættu að öskra, hættu að öskra fíflið þitt.“ Jafnframt heyrist hann spyrja hvort hún vilji ekki ná í hníf og stinga hann í hjartað. Fyrir dómi var Dagbjört spurð hvort hún væri enn sannfærð um að maðurinn hefði átt þátt í dauða hundsins en þá sagði hún svo ekki vera. Hundurinn hafi verið orðinn þrettán ára gamall og líklega dáið vegna hás aldurs. Sló hinn látna á meðan endurlífgunartilraunir voru í gangi Viðbragðsaðilar sögðu fyrir dómi að eftir að þeir komu á vettvang hafi Dagbjört slegið manninn, sem mun hafa verið látinn. Slökkviliðsmaður lýsti atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Sakhæf þó hún hafi ekki verið í tengslum við raunveruleikann Það var mat héraðsdóms að Dagbjört hefði ekki verið í miklum tengslum við atburðinn sem málið varðar. Þó hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að Dagbjört hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þegar hún beitti manninn ofbeldi. Því var komist að þeirri niðurstöðu að hún væri sakhæf. Þá benti ekkert til að refsing myndi ekki bera árangur. Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar birtist. Dómsmál Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Reykjavík Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. Landsréttur kvað upp dóm í málinu klukkan 15 en hann hefur ekki verið birtur. Það var niðurstaða dómsins að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ segir í dómi Landsréttar. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Upptökur lykilsönnunargögn Lykilsönnunargögn í málinu voru myndbands- og hljóðupptökur sem Dagbjört tók upp á meðan hún og maðurinn voru ein saman í íbúðinni í Bátavogi. Hluti af þessum upptökum voru spilaðar við aðalmeðferð málsins í héraði í júní síðastliðnum. Í þessum upptökum heyrist Dagbjört kenna manninum um andlát hunds hennar. „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ segir hún meðal annars. Þá má heyra hann öskra ítrekað, en við því segir hún. „Hættu að öskra, hættu að öskra fíflið þitt.“ Jafnframt heyrist hann spyrja hvort hún vilji ekki ná í hníf og stinga hann í hjartað. Fyrir dómi var Dagbjört spurð hvort hún væri enn sannfærð um að maðurinn hefði átt þátt í dauða hundsins en þá sagði hún svo ekki vera. Hundurinn hafi verið orðinn þrettán ára gamall og líklega dáið vegna hás aldurs. Sló hinn látna á meðan endurlífgunartilraunir voru í gangi Viðbragðsaðilar sögðu fyrir dómi að eftir að þeir komu á vettvang hafi Dagbjört slegið manninn, sem mun hafa verið látinn. Slökkviliðsmaður lýsti atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Sakhæf þó hún hafi ekki verið í tengslum við raunveruleikann Það var mat héraðsdóms að Dagbjört hefði ekki verið í miklum tengslum við atburðinn sem málið varðar. Þó hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að Dagbjört hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þegar hún beitti manninn ofbeldi. Því var komist að þeirri niðurstöðu að hún væri sakhæf. Þá benti ekkert til að refsing myndi ekki bera árangur. Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar birtist.
Dómsmál Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Reykjavík Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira