Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2025 06:47 Bræðurnir Ágúst Arnar (f.m.) og Einar (t.v.) Ágústssynir láta reyna á sakfellingu sína fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism fyrir Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Verjandi annars tveggja bræðra sem hlutu dóm fyrir fjársvik sem tengdust trúfélaginu Zuism hélt því fram að þeir hefðu ekki fengið réttláta og sanngjarna málsmeðferð þegar mál þeirra var tekið fyrir í Hæstarétti. Saksóknari sagði ekkert hægt að byggja á skýrslum frá bræðrunum sem þeir telja að hafi verið litið fram hjá þegar þeir voru sakfelldir. Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti í Landsrétti í mars 2022. Þeir voru fundnir sekir um að hafa blekkt ríkið til þess að greiða trúfélaginu sóknargjöld sem það átti ekki rétt á, meðal annars með því að upplýsa ekki stjórnvöld um að það uppfyllti ekki skilyrði laga og að senda inn röng eða villandi gögn um félagið. Fénu hefðu þeir svo ráðstafað að mestu leyti til eigin nota, meðal annars í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Alls greiddi ríkissjóður félagi bræðranna rúmar 84 milljónir króna í sóknargjöld áður en frekari greiðslur til þess voru frystar árið 2019. Ágúst Arnar hlaut tveggja ára fangelsisdóm en Einar eins og hálfs árs dóm. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað bræðurna af ákæru héraðssaksóknara. Af þeim sökum áttu þeir rétt á að áfrýja til Hæstaréttar. Zuism var stofnað af bræðrunum Einari og Ágústi Arnari Ágústssyni við þriðja mann árið 2013. Félagsmenn voru teljandi á fingrum annarrar handar og engin starfsemi fór fram á vegum þess. Sýslumaður ætlaði að afskrá félagið árið 2015 en þá gaf sig fram hópur aðgerðasinna sem vildi mótmæla sóknargjaldakerfinu og fékk yfirráð yfir Zuism. Í kjölfarið auglýsti hópurinn að hann hygðist endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld. Um þrjú þúsund manns bættust þá í félagið sem varð að einu fjölmennasta trúfélagi landsins. Zuism átti þá skyndileg rétt á tugum milljóna króna frá ríkinu í sóknargjöld. Bræðurnir stungu þá aftur upp kollinum og gerðu kröfu um að yfirráð þeirra yrðu viðurkennd. Þeir náðu stjórn á Zuism aftur haustið 2017 og fékk félagið þá greiddar tugi milljóna króna í sóknargjöld sem var haldið eftir á meðan skorið var úr um hver réði félaginu. Þeir tóku þá upp loforð aðgerðahópsins um endurgreiðslur og sóttu um lóð fyrir hof í Reykjavík. Sýslumaður lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í febrúar 2019 vegna vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Bræðurnir voru skömmu síðar handteknir og síðar ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Vísaði til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í hrunmáli Við meðferð málsins í Hæstarétti á miðvikudag kröfðust lögmenn bræðranna þess að dómurinn yfir þeim yrði annað hvort ómerktur og málinu vísað aftur til Landsréttar, málinu yrði vísað frá eða þeir sýknaðir. Hvorugur bræðranna var viðstaddur málflutninginn. Lykilatriði í málinu var hvort að raunveruleg trúarstarfsemi hefði átt sér stað á vegum Zuism og hvort að bræðurnir hefðu blekkt sýslumanninn á Norðurlandi eystra, sem hafði eftirlit með starfsemi trúfélaga, til þess að halda að hún ætti sér stað. Unnsteinn Örn Elvarsson, lögmaður Ágústs Arnars, byggði ómerkingarkröfu sína á að Landsréttur hefði lítið sem ekkert fjallað um gögn sem þeir bræður lögðu fram um starfsemi trúfélagsins sem þeir teldu að sönnuðu með óyggjandi hætti að félagið hefði raunverulega verið virkt. Þannig hefði dómurinn ekki fjallað um málsvarnir þeirra hvað þetta varðaði. Vísaði lögmaðurinn til nýgengins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Jóhannesar Baldurssonar og Birkis Kristinssonar sem taldi íslenska ríkið hafa brotið á rétti Jóhannesar til réttlátrar og sanngjarnar málsmeðferðar í síðasta mánuði. Ástæðan var sú að Hæstiréttur hefði ekki tekið afstöðu til hluta málsvarnar Jóhannesar. Það sama sagði Unnsteinn Örn að ætti við um skjöl sem Ágúst Arnar og Einar lögðu fram um viðburði sem félagið hefði haldið, giftingar, skírnir og umsókn þeirra um lóð frá Reykjavíkurborg og sæti í stjórn kirkjugarða. Þar átti hann við skýrslur sem Ágúst Arnar sendi sýslumanni um árlega starfsemi Zuism og skjal sem fannst við húsleit á heimili hans og átti að sýna fjölda viðburða sem félagið hefði haldið eitt árið. Páll Kristjánsson, lögmaður Einars, gagnrýndi harðlega að ekki kæmi fram í dómi Landsréttar hvað það var í gögnum sem forsvarsmenn Zuism sendu stjórnvöldum sem hefði talist aðfinnsluvert. Hvort fjöldi viðburða eða hjónavígsla hafi verið rangur eða hvort eitthvað hefði verið falsað. Engin sönnunarfærsla hefði farið fram um þetta og vera mætti að Landsréttur hefði snúi sönnunarbyrði í málinu við hvað þetta varðaði, fært hana af ákæruvaldinu og á herðar þeim ákærðu. Landsréttur hefði ekki vísað í eitt falsað skjal eða setningu í tölvupósti um að bræðurnir hefðu brugðist trúnaðarskyldum sínum með því að upplýsa ekki óspurðir um að umfang starfsemi félagsins væri ekki svo viðamikil. Páll Kristjánsson, lögmaður Einars Ágústssonar og félaganna EAF ehf. og Threescore LLF.Vísir/Dúi Í bjór og bjúgri bæn Einar Tryggvason, saksóknari, fullyrti aftur á móti að skýrslurnar og viðburðaskjalið hefðu verið fyrirsláttur bræðranna sem væri í engu á byggjandi. Gögnin væru hluti af „blekkingarvef“ sem bræðurnir hefðu spunnið. Allar skýrslur sem Zuism hefði skilað inn hefðu aðeins veitt lágmarksupplýsingar um starfsemina og engar efnislegar skýringar hefðu verið gefnar á neinu. Bræðurnir hefðu svo gefið óljósar og ótrúverðugar skýringar á skýrslunum. Svo gott sem það eina sem bræðurnir hefðu dregið fram til þess að styðja að Zuism hefði verið lögmætt trúfélag hefði verið svokallaðar „bjór og bæn“ samkomur. Skjal sem fannst við húsleit á heimili Ágústs Arnar listaði upp rúmlega fjörutíu slíka viðburði árið 2018. Þær fóru fram á Mathúsi Garðabæjar, veitingahúsi nærri heimili bræðranna. Einar sagði ekki víst hvort að skjalið væri yfir höfuð rétt eða nákvæmt og dró í efa að það væri raunverulega trúarathöfn að bræðurnir færu með félaga sína og fengju sér bjór á kostnað trúfélagsins í nágrenninu. Þátttakendur hefðu jafnframt verið taldir á fingrum annarrar handar, í besta falli tveggja handa. Bræðurnir hefðu aldrei viljað greina frá því hverjir sóttu þessa viðburði þótt þeim hefði verið það í lófa lagið. Sú staðreynd að kveðið hefði verið um hámarkskostnað upp á tuttugu þúsund krónur við þessa viðburði í fundargerð Zuism benti ekki til þess að búist hefði verið við mörgum. Samkomur Zuism eiga að hafa átt sér stað á Mathúsi Garðabæjar. Þær voru hvergi auglýstar og virðast þátttakendur hafa takmarkast við bræðurna og nokkra félaga þeirra.Vísir/Vilhelm Fátt var um svör hjá verjendum bræðranna þegar dómarar inntu þá eftir því hvort og hvar þessir viðburðir hefðu verið auglýstir félagsmönnum í Zuism. Engin gögn eru til um að þeir hafi verið auglýstir á vefsíðu félagsins eða Facebook-síðu þess. Páll lögmaður Einars sagði að það hefði verið „gamli skólinn“ þegar kom að tilkynningum um viðburði. „Þetta var bara orð af orði,“ sagði Páll og hafði það eftir bræðrunum um fyrirkomulagið. Einar saksóknari sló því föstu að viðburðirnir hefðu verið „fyrirsláttur“. Fyrir utan þessi bjórkvöld hefðu bræðurnir aðeins lagt fram gögn um tvær hjónavígslur og eina nafngift sem ættu að sýna fram á virka starfsemi félagsins. Líkti málinu við styrkjamál stjórnmálaflokkanna Sýknukröfuna byggðu verjendurnir að miklu leyti á sömu rökum og Héraðsdómur Reykjavíkur beitti þegar hann sýknaði bræðurna. Þar sem fulltrúi sýslumanns á Norðurlandi eystra sem hafði eftirlit með starfsemi trúfélaga hefði lengi haft efasemdir um að Zuism uppfyllti skilyrði laga þá hefðu stjórnvöld ekki raunverulega verið blekkt til eins né neins. Zuism hefði þess í stað fengið greitt á grundvelli skráningar sinnar sem trúfélag. Páll verjandi Einars sagði ákæruvaldið hafa gert mikið úr fjárdrætti gegn trúfélaginu sjálfu en bræðurnir hafi þrátt fyrir það hvorki verið ákærðir fyrir fjárdrátt, bókhaldsbrot né umboðssvik. Gerði hann að því skóna að saksóknari hafi valið að ákæra þá fyrir fjársvik vegna þess að það hefði verið honum svo mikill þyrnir í augum hversu margir hefðu flykkst í félagið og að hann gæti ekki unað því að það fengi greidd sóknargjöld. Málið væri í raun í röngum farvegi. Hefðu stjórnvöld talið að Zuism hefði fengið greidd sóknargjöld sem félagið átti ekki rétt á hefði frekar átt að gera endurgreiðslukröfu og afskrá félagið eftir atvikum. Benti hann á að Zuism væri enn skráð trúfélag, það þrettánda fjölmennasta á landinu, jafnvel eftir allt sem á undan væri gengið. Tengdi Páll málið við nýlegt styrkjamál stjórnmálaflokkanna á Alþingi en nokkrir þeirra reyndust hafa fengið ríkisstyrki þrátt fyrir að þeir uppfylltu ekki skilyrði laga eftir að þeim var breytt árið 2022. Í því máli hafi ábyrgðin verið talin liggja hjá stjórnvöldum sjálfum. Spurði hann hvers vegna það sama gilti ekki í máli Zuism. Segja engan hafa orðið fyrir tjóni Landsréttur byggði sakfellingu sína meðal annars á því að bræðurnir hefðu verið fullmeðvitaðir um að sá fjöldi fólks sem gekk í Zuism eftir að því var lofað endurgreiðslum á sóknargjöldum væri í félaginu á öðrum forsendum en þeim sem lágu til grundvallar skráningu þess sem trúfélags. Þeim hefði borið að láta stjórnvöld vita af þeirri stöðu en í staðinn hafi þeir styrkt og hagnýtt sér þá röngu trú stjórnvalda að félagið uppfyllti skilyrði laganna. Páll fullyrti að engin sönnunarfærsla hefði farið fram í málinu um að nýju félagsmennirnir hefðu ekki verið þar á réttum forsendum. Spurði hann hvað það væri við „innrás“ þrjú þúsund félagsmanna sem hefði orðið til þess að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði laga. Benti lögmaðurinn á að 67 prósent þjóðarinnar væru skráð í þjóðkirkjuna þrátt fyrir að kirkjusókn væri hverfandi og minnihluti játaði trú á kristinn guð. Ljóst væri að starfsemi þjóðkirkjunnar væri mun minni í sniðum en fjöldi félagsmanna gæfi til kynna. Páll hélt því meðal annars fram að skilyrði hegningarlaga um fjársvik væri ekki fullnægt þar sem enginn hefði orðið fyrir tjóni. Ríkið hefði ekki orðið fyrir fjártjóni af því að greiða Zuism frekar en öðru trúfélagi sem félagar þess sem hefðu annars verið skráðir í. Saksóknari hafnaði þeim rökum verjendans. Vegna þess að hópurinn sem smalaði þrjú þúsund manns í félagið hafi verið aðgerðasinnar sem vildu andæfa sóknargjaldakerfinu væri líklegt að flestir þeirra sem skráðu sig hefðu ella staðið utan trúfélaga. Ríkið greiddi ekki sóknargjöld fyrir þá sem stæðu utan trúfélaga. Færðu nánast allt féð úr sjóðum trúfélagsins Af þeim rúmu 84 milljónum króna sem Zuism fékk úr ríkissjóði frá 2017 til 2019 voru 1,2 milljónir króna eftir á reikningi Zuism þegar héraðssaksóknari greip til aðgerða gegn bræðrunum. Helmingurinn var millifærður á einkahlutafélagi EAF sem Einar átti og bræðurnir stjórnuðu. Hluti fór til bandarísks félags Einars. Þá virtist persónuleg neysla Ágústs Arnars hafa verið fjármögnuð að mestu leyti með fé Zuism árið 2018. Einar saksóknari sagði þetta klárlega ekki samræmast bókhaldi trúfélags með raunverulega starfsemi eða að bræðurnir hefðu ráðstafað fénu til raunverulegrar trúarstarfsemi. Sú staðreynd að þeir hefðu ráðstafað nær öllu fénu benti ekki til þess að þeir hafi ætlað sér að halda starfsemi félagsins áfram. Ekkert raunverulegt bókhald hefði verið haldið og engum áreiðanlegum ársreikningum til að dreifa. Vart yrði séð að félagið hefði haft fjárhagslega burði til þess að ráðast í byggingu hofs þrátt fyrir að það hefði sótt um lóð til Reykjavíkurborgar árið 2018. Kallaði saksóknarinn það enn eitt útspil bræðranna til þess að villa um fyrir stjórnvöldum um virkni félagsins. Ekki væri hægt að sjá að Zuism hefði greitt kostnað vegna verkfræðinga eða hönnuða í tengslum við lóðaumsóknina þvert á það sem sagði í tilkynningu frá félaginu. Þá benti ekkert til þess að sjóður sem félagið sagði að hefði verið stofnaður um byggingu hofsins hefði nokkur sinni verið til. Lóðaumsókninni var hafnað. Teikning af hofi sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism héldu fram að þeir vildu reisa í Reykjavík. Þegar þeir lögðu inn umsóknina um lóð fyrir hofið sagði saksóknari að um fjórtán milljónir króna hefðu verið inni á reikningi trúfélagsins. Hæpið væri að félagið hefði haft fjárhagslega burði til þess að ráðast í slíka byggingu og ekkert benti til þess að það hefði raunverulega staðið til.Zuism.is Breyttu lögum til að gera sig einráða og fengu erlenda leppa í stjórn Eftir að ljóst varð að Zuism fengi tugir milljóna króna frá ríkinu vegna loforða aðgerðasinnahópsins sem stýrði félaginu tímabundið um endurgreiðslur sagði saksóknari að bræðurnir hefðu séð fyrir sér að komast í álnir árið 2015. Þá hefðu þeir breytt lögum og samþykktum félagsins þannig að stjórnin, sem þeir skipuðu ásamt þáverandi eiginkonu Einars Ágústssonar, yrði í reynd einráð. Þetta sagði saksóknari að þeir hefðu gert til að tryggja yfirráð sín yfir félaginu og fjármunum þess og að koma í veg fyrir að nýir félagsmenn gætu komist til áhrifa. Þeir hefðu ekki tilkynnt sýslumanni um þessar lagabreytingar þrátt fyrir að þeim bæri skylda til þess. Þegar byrjaði að hitna undir bræðrunum með rannsókn héraðssaksóknara og frystingu sóknargjalda árið 2019 hafi bræðurnir reynt að fjarlægja sig félaginu, án þess þó að gefa eftir stjórn á því. Þetta hafi þeir meðal annars gert með tilkynningu um að Ágúst Arnar stigi til hliðar sem forstöðumaður og um að ný stjórn hefði verið kjörin á aðalfundi félagsins. Einar saksóknari sagði tilkynningarnar rangar. Bræðurnir virtust þar að auki hafa gleymt að þeir hefðu sjálfir breytt lögum félagsins árið 2015 þannig að það væri ekki aðalfundur sem kysi stjórn heldur stjórnin sjálf. Þá væru engin merki um að sá aðalfundur hefði farið fram. Á meðal þeirra sem bræðurnir sögðu komna í stjórn Zuism var erlend kona sem saksóknari sagði að hefði verið notuð sem leppur. Hún hefði hvorki tengsl við Zuism né Ísland. Bræðurnir hefðu einnig notað persónuskilríki erlendra manna án vitneskju þeirra til þess að blekkja um fyrir stjórnvöldum um stjórnarskipti í Zuism. Saksóknari krafðist þess af Hæstarétti að dómur bræðranna yrði staðfestur en sagði einnig að mögulega væri tilefni til að gera þeim þyngri refsingu, tveggja og hálfs til þriggja ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Einar hlaut endanlega þriggja ára fangelsisdóm fyrir stórfelld fjársvik í tengslum við fjárfestingarsjóð sem hann þóttist reka í fyrra. Verði hann sakfelldur í Zuism-málinu á hann yfir höfði sér viðbótarrefsingu. Fréttin hefur verið uppfærð. Zuism Dómsmál Stjórnsýsla Trúmál Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti í Landsrétti í mars 2022. Þeir voru fundnir sekir um að hafa blekkt ríkið til þess að greiða trúfélaginu sóknargjöld sem það átti ekki rétt á, meðal annars með því að upplýsa ekki stjórnvöld um að það uppfyllti ekki skilyrði laga og að senda inn röng eða villandi gögn um félagið. Fénu hefðu þeir svo ráðstafað að mestu leyti til eigin nota, meðal annars í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Alls greiddi ríkissjóður félagi bræðranna rúmar 84 milljónir króna í sóknargjöld áður en frekari greiðslur til þess voru frystar árið 2019. Ágúst Arnar hlaut tveggja ára fangelsisdóm en Einar eins og hálfs árs dóm. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað bræðurna af ákæru héraðssaksóknara. Af þeim sökum áttu þeir rétt á að áfrýja til Hæstaréttar. Zuism var stofnað af bræðrunum Einari og Ágústi Arnari Ágústssyni við þriðja mann árið 2013. Félagsmenn voru teljandi á fingrum annarrar handar og engin starfsemi fór fram á vegum þess. Sýslumaður ætlaði að afskrá félagið árið 2015 en þá gaf sig fram hópur aðgerðasinna sem vildi mótmæla sóknargjaldakerfinu og fékk yfirráð yfir Zuism. Í kjölfarið auglýsti hópurinn að hann hygðist endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld. Um þrjú þúsund manns bættust þá í félagið sem varð að einu fjölmennasta trúfélagi landsins. Zuism átti þá skyndileg rétt á tugum milljóna króna frá ríkinu í sóknargjöld. Bræðurnir stungu þá aftur upp kollinum og gerðu kröfu um að yfirráð þeirra yrðu viðurkennd. Þeir náðu stjórn á Zuism aftur haustið 2017 og fékk félagið þá greiddar tugi milljóna króna í sóknargjöld sem var haldið eftir á meðan skorið var úr um hver réði félaginu. Þeir tóku þá upp loforð aðgerðahópsins um endurgreiðslur og sóttu um lóð fyrir hof í Reykjavík. Sýslumaður lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í febrúar 2019 vegna vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Bræðurnir voru skömmu síðar handteknir og síðar ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Vísaði til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í hrunmáli Við meðferð málsins í Hæstarétti á miðvikudag kröfðust lögmenn bræðranna þess að dómurinn yfir þeim yrði annað hvort ómerktur og málinu vísað aftur til Landsréttar, málinu yrði vísað frá eða þeir sýknaðir. Hvorugur bræðranna var viðstaddur málflutninginn. Lykilatriði í málinu var hvort að raunveruleg trúarstarfsemi hefði átt sér stað á vegum Zuism og hvort að bræðurnir hefðu blekkt sýslumanninn á Norðurlandi eystra, sem hafði eftirlit með starfsemi trúfélaga, til þess að halda að hún ætti sér stað. Unnsteinn Örn Elvarsson, lögmaður Ágústs Arnars, byggði ómerkingarkröfu sína á að Landsréttur hefði lítið sem ekkert fjallað um gögn sem þeir bræður lögðu fram um starfsemi trúfélagsins sem þeir teldu að sönnuðu með óyggjandi hætti að félagið hefði raunverulega verið virkt. Þannig hefði dómurinn ekki fjallað um málsvarnir þeirra hvað þetta varðaði. Vísaði lögmaðurinn til nýgengins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Jóhannesar Baldurssonar og Birkis Kristinssonar sem taldi íslenska ríkið hafa brotið á rétti Jóhannesar til réttlátrar og sanngjarnar málsmeðferðar í síðasta mánuði. Ástæðan var sú að Hæstiréttur hefði ekki tekið afstöðu til hluta málsvarnar Jóhannesar. Það sama sagði Unnsteinn Örn að ætti við um skjöl sem Ágúst Arnar og Einar lögðu fram um viðburði sem félagið hefði haldið, giftingar, skírnir og umsókn þeirra um lóð frá Reykjavíkurborg og sæti í stjórn kirkjugarða. Þar átti hann við skýrslur sem Ágúst Arnar sendi sýslumanni um árlega starfsemi Zuism og skjal sem fannst við húsleit á heimili hans og átti að sýna fjölda viðburða sem félagið hefði haldið eitt árið. Páll Kristjánsson, lögmaður Einars, gagnrýndi harðlega að ekki kæmi fram í dómi Landsréttar hvað það var í gögnum sem forsvarsmenn Zuism sendu stjórnvöldum sem hefði talist aðfinnsluvert. Hvort fjöldi viðburða eða hjónavígsla hafi verið rangur eða hvort eitthvað hefði verið falsað. Engin sönnunarfærsla hefði farið fram um þetta og vera mætti að Landsréttur hefði snúi sönnunarbyrði í málinu við hvað þetta varðaði, fært hana af ákæruvaldinu og á herðar þeim ákærðu. Landsréttur hefði ekki vísað í eitt falsað skjal eða setningu í tölvupósti um að bræðurnir hefðu brugðist trúnaðarskyldum sínum með því að upplýsa ekki óspurðir um að umfang starfsemi félagsins væri ekki svo viðamikil. Páll Kristjánsson, lögmaður Einars Ágústssonar og félaganna EAF ehf. og Threescore LLF.Vísir/Dúi Í bjór og bjúgri bæn Einar Tryggvason, saksóknari, fullyrti aftur á móti að skýrslurnar og viðburðaskjalið hefðu verið fyrirsláttur bræðranna sem væri í engu á byggjandi. Gögnin væru hluti af „blekkingarvef“ sem bræðurnir hefðu spunnið. Allar skýrslur sem Zuism hefði skilað inn hefðu aðeins veitt lágmarksupplýsingar um starfsemina og engar efnislegar skýringar hefðu verið gefnar á neinu. Bræðurnir hefðu svo gefið óljósar og ótrúverðugar skýringar á skýrslunum. Svo gott sem það eina sem bræðurnir hefðu dregið fram til þess að styðja að Zuism hefði verið lögmætt trúfélag hefði verið svokallaðar „bjór og bæn“ samkomur. Skjal sem fannst við húsleit á heimili Ágústs Arnar listaði upp rúmlega fjörutíu slíka viðburði árið 2018. Þær fóru fram á Mathúsi Garðabæjar, veitingahúsi nærri heimili bræðranna. Einar sagði ekki víst hvort að skjalið væri yfir höfuð rétt eða nákvæmt og dró í efa að það væri raunverulega trúarathöfn að bræðurnir færu með félaga sína og fengju sér bjór á kostnað trúfélagsins í nágrenninu. Þátttakendur hefðu jafnframt verið taldir á fingrum annarrar handar, í besta falli tveggja handa. Bræðurnir hefðu aldrei viljað greina frá því hverjir sóttu þessa viðburði þótt þeim hefði verið það í lófa lagið. Sú staðreynd að kveðið hefði verið um hámarkskostnað upp á tuttugu þúsund krónur við þessa viðburði í fundargerð Zuism benti ekki til þess að búist hefði verið við mörgum. Samkomur Zuism eiga að hafa átt sér stað á Mathúsi Garðabæjar. Þær voru hvergi auglýstar og virðast þátttakendur hafa takmarkast við bræðurna og nokkra félaga þeirra.Vísir/Vilhelm Fátt var um svör hjá verjendum bræðranna þegar dómarar inntu þá eftir því hvort og hvar þessir viðburðir hefðu verið auglýstir félagsmönnum í Zuism. Engin gögn eru til um að þeir hafi verið auglýstir á vefsíðu félagsins eða Facebook-síðu þess. Páll lögmaður Einars sagði að það hefði verið „gamli skólinn“ þegar kom að tilkynningum um viðburði. „Þetta var bara orð af orði,“ sagði Páll og hafði það eftir bræðrunum um fyrirkomulagið. Einar saksóknari sló því föstu að viðburðirnir hefðu verið „fyrirsláttur“. Fyrir utan þessi bjórkvöld hefðu bræðurnir aðeins lagt fram gögn um tvær hjónavígslur og eina nafngift sem ættu að sýna fram á virka starfsemi félagsins. Líkti málinu við styrkjamál stjórnmálaflokkanna Sýknukröfuna byggðu verjendurnir að miklu leyti á sömu rökum og Héraðsdómur Reykjavíkur beitti þegar hann sýknaði bræðurna. Þar sem fulltrúi sýslumanns á Norðurlandi eystra sem hafði eftirlit með starfsemi trúfélaga hefði lengi haft efasemdir um að Zuism uppfyllti skilyrði laga þá hefðu stjórnvöld ekki raunverulega verið blekkt til eins né neins. Zuism hefði þess í stað fengið greitt á grundvelli skráningar sinnar sem trúfélag. Páll verjandi Einars sagði ákæruvaldið hafa gert mikið úr fjárdrætti gegn trúfélaginu sjálfu en bræðurnir hafi þrátt fyrir það hvorki verið ákærðir fyrir fjárdrátt, bókhaldsbrot né umboðssvik. Gerði hann að því skóna að saksóknari hafi valið að ákæra þá fyrir fjársvik vegna þess að það hefði verið honum svo mikill þyrnir í augum hversu margir hefðu flykkst í félagið og að hann gæti ekki unað því að það fengi greidd sóknargjöld. Málið væri í raun í röngum farvegi. Hefðu stjórnvöld talið að Zuism hefði fengið greidd sóknargjöld sem félagið átti ekki rétt á hefði frekar átt að gera endurgreiðslukröfu og afskrá félagið eftir atvikum. Benti hann á að Zuism væri enn skráð trúfélag, það þrettánda fjölmennasta á landinu, jafnvel eftir allt sem á undan væri gengið. Tengdi Páll málið við nýlegt styrkjamál stjórnmálaflokkanna á Alþingi en nokkrir þeirra reyndust hafa fengið ríkisstyrki þrátt fyrir að þeir uppfylltu ekki skilyrði laga eftir að þeim var breytt árið 2022. Í því máli hafi ábyrgðin verið talin liggja hjá stjórnvöldum sjálfum. Spurði hann hvers vegna það sama gilti ekki í máli Zuism. Segja engan hafa orðið fyrir tjóni Landsréttur byggði sakfellingu sína meðal annars á því að bræðurnir hefðu verið fullmeðvitaðir um að sá fjöldi fólks sem gekk í Zuism eftir að því var lofað endurgreiðslum á sóknargjöldum væri í félaginu á öðrum forsendum en þeim sem lágu til grundvallar skráningu þess sem trúfélags. Þeim hefði borið að láta stjórnvöld vita af þeirri stöðu en í staðinn hafi þeir styrkt og hagnýtt sér þá röngu trú stjórnvalda að félagið uppfyllti skilyrði laganna. Páll fullyrti að engin sönnunarfærsla hefði farið fram í málinu um að nýju félagsmennirnir hefðu ekki verið þar á réttum forsendum. Spurði hann hvað það væri við „innrás“ þrjú þúsund félagsmanna sem hefði orðið til þess að félagið uppfyllti ekki lengur skilyrði laga. Benti lögmaðurinn á að 67 prósent þjóðarinnar væru skráð í þjóðkirkjuna þrátt fyrir að kirkjusókn væri hverfandi og minnihluti játaði trú á kristinn guð. Ljóst væri að starfsemi þjóðkirkjunnar væri mun minni í sniðum en fjöldi félagsmanna gæfi til kynna. Páll hélt því meðal annars fram að skilyrði hegningarlaga um fjársvik væri ekki fullnægt þar sem enginn hefði orðið fyrir tjóni. Ríkið hefði ekki orðið fyrir fjártjóni af því að greiða Zuism frekar en öðru trúfélagi sem félagar þess sem hefðu annars verið skráðir í. Saksóknari hafnaði þeim rökum verjendans. Vegna þess að hópurinn sem smalaði þrjú þúsund manns í félagið hafi verið aðgerðasinnar sem vildu andæfa sóknargjaldakerfinu væri líklegt að flestir þeirra sem skráðu sig hefðu ella staðið utan trúfélaga. Ríkið greiddi ekki sóknargjöld fyrir þá sem stæðu utan trúfélaga. Færðu nánast allt féð úr sjóðum trúfélagsins Af þeim rúmu 84 milljónum króna sem Zuism fékk úr ríkissjóði frá 2017 til 2019 voru 1,2 milljónir króna eftir á reikningi Zuism þegar héraðssaksóknari greip til aðgerða gegn bræðrunum. Helmingurinn var millifærður á einkahlutafélagi EAF sem Einar átti og bræðurnir stjórnuðu. Hluti fór til bandarísks félags Einars. Þá virtist persónuleg neysla Ágústs Arnars hafa verið fjármögnuð að mestu leyti með fé Zuism árið 2018. Einar saksóknari sagði þetta klárlega ekki samræmast bókhaldi trúfélags með raunverulega starfsemi eða að bræðurnir hefðu ráðstafað fénu til raunverulegrar trúarstarfsemi. Sú staðreynd að þeir hefðu ráðstafað nær öllu fénu benti ekki til þess að þeir hafi ætlað sér að halda starfsemi félagsins áfram. Ekkert raunverulegt bókhald hefði verið haldið og engum áreiðanlegum ársreikningum til að dreifa. Vart yrði séð að félagið hefði haft fjárhagslega burði til þess að ráðast í byggingu hofs þrátt fyrir að það hefði sótt um lóð til Reykjavíkurborgar árið 2018. Kallaði saksóknarinn það enn eitt útspil bræðranna til þess að villa um fyrir stjórnvöldum um virkni félagsins. Ekki væri hægt að sjá að Zuism hefði greitt kostnað vegna verkfræðinga eða hönnuða í tengslum við lóðaumsóknina þvert á það sem sagði í tilkynningu frá félaginu. Þá benti ekkert til þess að sjóður sem félagið sagði að hefði verið stofnaður um byggingu hofsins hefði nokkur sinni verið til. Lóðaumsókninni var hafnað. Teikning af hofi sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism héldu fram að þeir vildu reisa í Reykjavík. Þegar þeir lögðu inn umsóknina um lóð fyrir hofið sagði saksóknari að um fjórtán milljónir króna hefðu verið inni á reikningi trúfélagsins. Hæpið væri að félagið hefði haft fjárhagslega burði til þess að ráðast í slíka byggingu og ekkert benti til þess að það hefði raunverulega staðið til.Zuism.is Breyttu lögum til að gera sig einráða og fengu erlenda leppa í stjórn Eftir að ljóst varð að Zuism fengi tugir milljóna króna frá ríkinu vegna loforða aðgerðasinnahópsins sem stýrði félaginu tímabundið um endurgreiðslur sagði saksóknari að bræðurnir hefðu séð fyrir sér að komast í álnir árið 2015. Þá hefðu þeir breytt lögum og samþykktum félagsins þannig að stjórnin, sem þeir skipuðu ásamt þáverandi eiginkonu Einars Ágústssonar, yrði í reynd einráð. Þetta sagði saksóknari að þeir hefðu gert til að tryggja yfirráð sín yfir félaginu og fjármunum þess og að koma í veg fyrir að nýir félagsmenn gætu komist til áhrifa. Þeir hefðu ekki tilkynnt sýslumanni um þessar lagabreytingar þrátt fyrir að þeim bæri skylda til þess. Þegar byrjaði að hitna undir bræðrunum með rannsókn héraðssaksóknara og frystingu sóknargjalda árið 2019 hafi bræðurnir reynt að fjarlægja sig félaginu, án þess þó að gefa eftir stjórn á því. Þetta hafi þeir meðal annars gert með tilkynningu um að Ágúst Arnar stigi til hliðar sem forstöðumaður og um að ný stjórn hefði verið kjörin á aðalfundi félagsins. Einar saksóknari sagði tilkynningarnar rangar. Bræðurnir virtust þar að auki hafa gleymt að þeir hefðu sjálfir breytt lögum félagsins árið 2015 þannig að það væri ekki aðalfundur sem kysi stjórn heldur stjórnin sjálf. Þá væru engin merki um að sá aðalfundur hefði farið fram. Á meðal þeirra sem bræðurnir sögðu komna í stjórn Zuism var erlend kona sem saksóknari sagði að hefði verið notuð sem leppur. Hún hefði hvorki tengsl við Zuism né Ísland. Bræðurnir hefðu einnig notað persónuskilríki erlendra manna án vitneskju þeirra til þess að blekkja um fyrir stjórnvöldum um stjórnarskipti í Zuism. Saksóknari krafðist þess af Hæstarétti að dómur bræðranna yrði staðfestur en sagði einnig að mögulega væri tilefni til að gera þeim þyngri refsingu, tveggja og hálfs til þriggja ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Einar hlaut endanlega þriggja ára fangelsisdóm fyrir stórfelld fjársvik í tengslum við fjárfestingarsjóð sem hann þóttist reka í fyrra. Verði hann sakfelldur í Zuism-málinu á hann yfir höfði sér viðbótarrefsingu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Zuism var stofnað af bræðrunum Einari og Ágústi Arnari Ágústssyni við þriðja mann árið 2013. Félagsmenn voru teljandi á fingrum annarrar handar og engin starfsemi fór fram á vegum þess. Sýslumaður ætlaði að afskrá félagið árið 2015 en þá gaf sig fram hópur aðgerðasinna sem vildi mótmæla sóknargjaldakerfinu og fékk yfirráð yfir Zuism. Í kjölfarið auglýsti hópurinn að hann hygðist endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld. Um þrjú þúsund manns bættust þá í félagið sem varð að einu fjölmennasta trúfélagi landsins. Zuism átti þá skyndileg rétt á tugum milljóna króna frá ríkinu í sóknargjöld. Bræðurnir stungu þá aftur upp kollinum og gerðu kröfu um að yfirráð þeirra yrðu viðurkennd. Þeir náðu stjórn á Zuism aftur haustið 2017 og fékk félagið þá greiddar tugi milljóna króna í sóknargjöld sem var haldið eftir á meðan skorið var úr um hver réði félaginu. Þeir tóku þá upp loforð aðgerðahópsins um endurgreiðslur og sóttu um lóð fyrir hof í Reykjavík. Sýslumaður lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í febrúar 2019 vegna vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga. Bræðurnir voru skömmu síðar handteknir og síðar ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.
Zuism Dómsmál Stjórnsýsla Trúmál Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira