Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar 18. febrúar 2025 17:32 „Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins. Kópavogsbær hefur að sögn bæjarstjóra lagt ríka áherslu á það að bæta starfsumhverfi í Kópavogi og kemur til með að gera það áfram. Og það eru orð að sönnu. Á mínum ferli sem kennari hefur starfsumhverfi leikskóla Kópavogs breyst til muna. Svokallað Kópavogsmódel hefur gefið góða raun og er vonandi komið til að vera. Mér finnst við geta verið stolt af þessum kerfisbreytingum sem gera öllum þeim sem koma að gott. Við getum staðið keik og ákveðið að byggja ofan á það sem vel hefur verið gert. Svo eitthvað sé nefnt þá hefur starfsumhverfi barna og kennara farið batnandi og með vali um gjaldfrjálsan leikskóla er fjölskyldum gefið meira frjálsræði þegar kemur að vistunartíma barna. Með því að færa starfsaðstæður leikskólakennara nær starfsumhverfi grunnskólans freistum við þess að fá til okkar fleiri kennara á leikskólastigið. En þá vantar okkur svo sannarlega til starfa. Ef við náum að auka við kennaraflota okkar sem ílengist í starfi sköpum við þær kjöraðstæður sem þarf fyrir sérhvert barn á mikilvægu mótunarskeiði þess. Tengslamyndun barna á fyrstu árum sínum er mjög mikilvæg. Það er því brýnt verkefni að lítil börn sem eyða stórum hluta vökutíma síns í leikskólanum og fjölskyldur þeirra geti treyst á öryggi og vellíðan. Öryggi barna færir þeim frekar góða tengslamyndun, en öryggi og traust milli barna og kennara tryggjum við ekki nema með hæfu starfsfólki sem stoppar lengur við. Of lágt hlutfall kennara og mikil starfsmannavelta mun alltaf hindra árangur að góðu leikskólastarfi. Í framhaldi af tengslamyndun má ég svo til með að nefna líka mikilvægi snemmtækrar íhlutunar hjá leikskólabörnum. Þar er mikilvægt hlutverk leikskólakennarans að koma auga á þau börn sem íhlutun þurfa sem fyrst svo árangur náist. Sem tengiliður farsældar fyrir minn vinnustað hefur mér fundist Kópavogur gera vel. Verið leiðandi í innleiðingu verkefnisins og lagt mikið upp úr því að fræða, handleiða og valdefla þá sem taka að sér bæði tengiliða og málastjórahlutverk. Allt gert svo farsæld barna geti verið með besta móti. Með farsæld erum við að skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Með farsæld erum við líka að tryggja það að börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns. Það er mín trú og tilfinning að Kópavogur vilji vera í sérstöðu og leiðandi í leikskólamálum bæjarins. Skref sem nú þegar hafa verið tekin sýna það glöggt. En þá komum við að alvarleika málsins. Nú þegar vantar mikið upp á fjölda leikskólakennara sem vinna fyrir bæinn. Við sem fyrir erum höfum beðið ansi lengi, þolinmóð eftir úrlausn okkar mála. Það eru sömu við og langar að sjá leikskólastarfið þróast enn frekar í rétta átt Við bíðum eftir að samkomulag við okkur sé virt. Við bíðum eftir að kjör okkar séu leiðrétt. Það hefði átt að gerast fyrir löngu! Kæru bæjarfulltrúar, ég skora hér með á ykkur! Horfið til framtíðar þegar þið flýtið ykkur að leysa þetta umrædda samkomulag og leiðréttið kjör okkar sem fyrst. Hugsið til ávinnings kerfisbreytinga hingað til. Náum við að byggja ofan á þær eða verða þær að engu ef frekari flótti verður úr kennarastéttinni? Kópavogur hefur náð árangri og verið leiðandi í leikskólamálum með kerfisbreytingum sem leitt hafa af sér betra og faglegra umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk. Nú þarf að klára samninga við kennara. Þannig, og bara þannig, náum við árangri til framtíðar og Kópavogur verður leiðandi bæjarfélag í leikskólamálum landsins, búum að og byggjum upp flotta og öfluga leikskóla. Það er metnaður og vilji okkar allra. Höfundur er leikskólakennari og sérkennslustjóri í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Kópavogur Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
„Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins. Kópavogsbær hefur að sögn bæjarstjóra lagt ríka áherslu á það að bæta starfsumhverfi í Kópavogi og kemur til með að gera það áfram. Og það eru orð að sönnu. Á mínum ferli sem kennari hefur starfsumhverfi leikskóla Kópavogs breyst til muna. Svokallað Kópavogsmódel hefur gefið góða raun og er vonandi komið til að vera. Mér finnst við geta verið stolt af þessum kerfisbreytingum sem gera öllum þeim sem koma að gott. Við getum staðið keik og ákveðið að byggja ofan á það sem vel hefur verið gert. Svo eitthvað sé nefnt þá hefur starfsumhverfi barna og kennara farið batnandi og með vali um gjaldfrjálsan leikskóla er fjölskyldum gefið meira frjálsræði þegar kemur að vistunartíma barna. Með því að færa starfsaðstæður leikskólakennara nær starfsumhverfi grunnskólans freistum við þess að fá til okkar fleiri kennara á leikskólastigið. En þá vantar okkur svo sannarlega til starfa. Ef við náum að auka við kennaraflota okkar sem ílengist í starfi sköpum við þær kjöraðstæður sem þarf fyrir sérhvert barn á mikilvægu mótunarskeiði þess. Tengslamyndun barna á fyrstu árum sínum er mjög mikilvæg. Það er því brýnt verkefni að lítil börn sem eyða stórum hluta vökutíma síns í leikskólanum og fjölskyldur þeirra geti treyst á öryggi og vellíðan. Öryggi barna færir þeim frekar góða tengslamyndun, en öryggi og traust milli barna og kennara tryggjum við ekki nema með hæfu starfsfólki sem stoppar lengur við. Of lágt hlutfall kennara og mikil starfsmannavelta mun alltaf hindra árangur að góðu leikskólastarfi. Í framhaldi af tengslamyndun má ég svo til með að nefna líka mikilvægi snemmtækrar íhlutunar hjá leikskólabörnum. Þar er mikilvægt hlutverk leikskólakennarans að koma auga á þau börn sem íhlutun þurfa sem fyrst svo árangur náist. Sem tengiliður farsældar fyrir minn vinnustað hefur mér fundist Kópavogur gera vel. Verið leiðandi í innleiðingu verkefnisins og lagt mikið upp úr því að fræða, handleiða og valdefla þá sem taka að sér bæði tengiliða og málastjórahlutverk. Allt gert svo farsæld barna geti verið með besta móti. Með farsæld erum við að skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Með farsæld erum við líka að tryggja það að börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns. Það er mín trú og tilfinning að Kópavogur vilji vera í sérstöðu og leiðandi í leikskólamálum bæjarins. Skref sem nú þegar hafa verið tekin sýna það glöggt. En þá komum við að alvarleika málsins. Nú þegar vantar mikið upp á fjölda leikskólakennara sem vinna fyrir bæinn. Við sem fyrir erum höfum beðið ansi lengi, þolinmóð eftir úrlausn okkar mála. Það eru sömu við og langar að sjá leikskólastarfið þróast enn frekar í rétta átt Við bíðum eftir að samkomulag við okkur sé virt. Við bíðum eftir að kjör okkar séu leiðrétt. Það hefði átt að gerast fyrir löngu! Kæru bæjarfulltrúar, ég skora hér með á ykkur! Horfið til framtíðar þegar þið flýtið ykkur að leysa þetta umrædda samkomulag og leiðréttið kjör okkar sem fyrst. Hugsið til ávinnings kerfisbreytinga hingað til. Náum við að byggja ofan á þær eða verða þær að engu ef frekari flótti verður úr kennarastéttinni? Kópavogur hefur náð árangri og verið leiðandi í leikskólamálum með kerfisbreytingum sem leitt hafa af sér betra og faglegra umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk. Nú þarf að klára samninga við kennara. Þannig, og bara þannig, náum við árangri til framtíðar og Kópavogur verður leiðandi bæjarfélag í leikskólamálum landsins, búum að og byggjum upp flotta og öfluga leikskóla. Það er metnaður og vilji okkar allra. Höfundur er leikskólakennari og sérkennslustjóri í Kópavogi
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar