Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar 18. febrúar 2025 17:32 „Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins. Kópavogsbær hefur að sögn bæjarstjóra lagt ríka áherslu á það að bæta starfsumhverfi í Kópavogi og kemur til með að gera það áfram. Og það eru orð að sönnu. Á mínum ferli sem kennari hefur starfsumhverfi leikskóla Kópavogs breyst til muna. Svokallað Kópavogsmódel hefur gefið góða raun og er vonandi komið til að vera. Mér finnst við geta verið stolt af þessum kerfisbreytingum sem gera öllum þeim sem koma að gott. Við getum staðið keik og ákveðið að byggja ofan á það sem vel hefur verið gert. Svo eitthvað sé nefnt þá hefur starfsumhverfi barna og kennara farið batnandi og með vali um gjaldfrjálsan leikskóla er fjölskyldum gefið meira frjálsræði þegar kemur að vistunartíma barna. Með því að færa starfsaðstæður leikskólakennara nær starfsumhverfi grunnskólans freistum við þess að fá til okkar fleiri kennara á leikskólastigið. En þá vantar okkur svo sannarlega til starfa. Ef við náum að auka við kennaraflota okkar sem ílengist í starfi sköpum við þær kjöraðstæður sem þarf fyrir sérhvert barn á mikilvægu mótunarskeiði þess. Tengslamyndun barna á fyrstu árum sínum er mjög mikilvæg. Það er því brýnt verkefni að lítil börn sem eyða stórum hluta vökutíma síns í leikskólanum og fjölskyldur þeirra geti treyst á öryggi og vellíðan. Öryggi barna færir þeim frekar góða tengslamyndun, en öryggi og traust milli barna og kennara tryggjum við ekki nema með hæfu starfsfólki sem stoppar lengur við. Of lágt hlutfall kennara og mikil starfsmannavelta mun alltaf hindra árangur að góðu leikskólastarfi. Í framhaldi af tengslamyndun má ég svo til með að nefna líka mikilvægi snemmtækrar íhlutunar hjá leikskólabörnum. Þar er mikilvægt hlutverk leikskólakennarans að koma auga á þau börn sem íhlutun þurfa sem fyrst svo árangur náist. Sem tengiliður farsældar fyrir minn vinnustað hefur mér fundist Kópavogur gera vel. Verið leiðandi í innleiðingu verkefnisins og lagt mikið upp úr því að fræða, handleiða og valdefla þá sem taka að sér bæði tengiliða og málastjórahlutverk. Allt gert svo farsæld barna geti verið með besta móti. Með farsæld erum við að skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Með farsæld erum við líka að tryggja það að börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns. Það er mín trú og tilfinning að Kópavogur vilji vera í sérstöðu og leiðandi í leikskólamálum bæjarins. Skref sem nú þegar hafa verið tekin sýna það glöggt. En þá komum við að alvarleika málsins. Nú þegar vantar mikið upp á fjölda leikskólakennara sem vinna fyrir bæinn. Við sem fyrir erum höfum beðið ansi lengi, þolinmóð eftir úrlausn okkar mála. Það eru sömu við og langar að sjá leikskólastarfið þróast enn frekar í rétta átt Við bíðum eftir að samkomulag við okkur sé virt. Við bíðum eftir að kjör okkar séu leiðrétt. Það hefði átt að gerast fyrir löngu! Kæru bæjarfulltrúar, ég skora hér með á ykkur! Horfið til framtíðar þegar þið flýtið ykkur að leysa þetta umrædda samkomulag og leiðréttið kjör okkar sem fyrst. Hugsið til ávinnings kerfisbreytinga hingað til. Náum við að byggja ofan á þær eða verða þær að engu ef frekari flótti verður úr kennarastéttinni? Kópavogur hefur náð árangri og verið leiðandi í leikskólamálum með kerfisbreytingum sem leitt hafa af sér betra og faglegra umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk. Nú þarf að klára samninga við kennara. Þannig, og bara þannig, náum við árangri til framtíðar og Kópavogur verður leiðandi bæjarfélag í leikskólamálum landsins, búum að og byggjum upp flotta og öfluga leikskóla. Það er metnaður og vilji okkar allra. Höfundur er leikskólakennari og sérkennslustjóri í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Leikskólar Kópavogur Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Sjá meira
„Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins. Kópavogsbær hefur að sögn bæjarstjóra lagt ríka áherslu á það að bæta starfsumhverfi í Kópavogi og kemur til með að gera það áfram. Og það eru orð að sönnu. Á mínum ferli sem kennari hefur starfsumhverfi leikskóla Kópavogs breyst til muna. Svokallað Kópavogsmódel hefur gefið góða raun og er vonandi komið til að vera. Mér finnst við geta verið stolt af þessum kerfisbreytingum sem gera öllum þeim sem koma að gott. Við getum staðið keik og ákveðið að byggja ofan á það sem vel hefur verið gert. Svo eitthvað sé nefnt þá hefur starfsumhverfi barna og kennara farið batnandi og með vali um gjaldfrjálsan leikskóla er fjölskyldum gefið meira frjálsræði þegar kemur að vistunartíma barna. Með því að færa starfsaðstæður leikskólakennara nær starfsumhverfi grunnskólans freistum við þess að fá til okkar fleiri kennara á leikskólastigið. En þá vantar okkur svo sannarlega til starfa. Ef við náum að auka við kennaraflota okkar sem ílengist í starfi sköpum við þær kjöraðstæður sem þarf fyrir sérhvert barn á mikilvægu mótunarskeiði þess. Tengslamyndun barna á fyrstu árum sínum er mjög mikilvæg. Það er því brýnt verkefni að lítil börn sem eyða stórum hluta vökutíma síns í leikskólanum og fjölskyldur þeirra geti treyst á öryggi og vellíðan. Öryggi barna færir þeim frekar góða tengslamyndun, en öryggi og traust milli barna og kennara tryggjum við ekki nema með hæfu starfsfólki sem stoppar lengur við. Of lágt hlutfall kennara og mikil starfsmannavelta mun alltaf hindra árangur að góðu leikskólastarfi. Í framhaldi af tengslamyndun má ég svo til með að nefna líka mikilvægi snemmtækrar íhlutunar hjá leikskólabörnum. Þar er mikilvægt hlutverk leikskólakennarans að koma auga á þau börn sem íhlutun þurfa sem fyrst svo árangur náist. Sem tengiliður farsældar fyrir minn vinnustað hefur mér fundist Kópavogur gera vel. Verið leiðandi í innleiðingu verkefnisins og lagt mikið upp úr því að fræða, handleiða og valdefla þá sem taka að sér bæði tengiliða og málastjórahlutverk. Allt gert svo farsæld barna geti verið með besta móti. Með farsæld erum við að skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðislegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar. Með farsæld erum við líka að tryggja það að börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barns. Það er mín trú og tilfinning að Kópavogur vilji vera í sérstöðu og leiðandi í leikskólamálum bæjarins. Skref sem nú þegar hafa verið tekin sýna það glöggt. En þá komum við að alvarleika málsins. Nú þegar vantar mikið upp á fjölda leikskólakennara sem vinna fyrir bæinn. Við sem fyrir erum höfum beðið ansi lengi, þolinmóð eftir úrlausn okkar mála. Það eru sömu við og langar að sjá leikskólastarfið þróast enn frekar í rétta átt Við bíðum eftir að samkomulag við okkur sé virt. Við bíðum eftir að kjör okkar séu leiðrétt. Það hefði átt að gerast fyrir löngu! Kæru bæjarfulltrúar, ég skora hér með á ykkur! Horfið til framtíðar þegar þið flýtið ykkur að leysa þetta umrædda samkomulag og leiðréttið kjör okkar sem fyrst. Hugsið til ávinnings kerfisbreytinga hingað til. Náum við að byggja ofan á þær eða verða þær að engu ef frekari flótti verður úr kennarastéttinni? Kópavogur hefur náð árangri og verið leiðandi í leikskólamálum með kerfisbreytingum sem leitt hafa af sér betra og faglegra umhverfi fyrir nemendur og starfsfólk. Nú þarf að klára samninga við kennara. Þannig, og bara þannig, náum við árangri til framtíðar og Kópavogur verður leiðandi bæjarfélag í leikskólamálum landsins, búum að og byggjum upp flotta og öfluga leikskóla. Það er metnaður og vilji okkar allra. Höfundur er leikskólakennari og sérkennslustjóri í Kópavogi
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun