Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 20:36 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Formaður skóla- og frístundaráðs segir Reykjavíkurborg hugsanlega ekki hafa stigið nógu fast niður varðandi ofbeldi í Breiðholtsskóla. Hún hélt að málið væri á réttri leið en svo reyndist ekki. „Þetta er ákaflega erfitt mál fyrir alla þá sem að þessu máli hafa komið en hins vegar má segja það að við höfum verið að vinna með þetta mál í töluverðan tíma og við töldum okkur vera á réttri leið. En það hefur svo sannarlega komið í ljós að við höfum þurft að setja inn meiri stuðning og við höfum nú brugðist við og gert það,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í Reykjavík síðdegis í dag. Árelía viðurkennir að borgin hefði getað brugðist harðar við. „Ég myndi segja að við höfum að einhverju leyti hugsanlega ekki stigið nógu fast niður,“ segir hún. Faðir stúlku í Breiðholtsskóla sagði í viðtali á Vísi fyrir helgi að fámennur hópur ungra nemenda ráði ríkum í skólanum. Þeir beiti önnur börn andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ástandið sé það slæmt að börn þori ekki í skólann af hræðslu. Starfsfólk og foreldrar hafa sakað borgina um algjört úrræða- og athafnaleysi. „Við þurfum líka að hafa í huga þegar slík mál koma upp í okkar skólum þá gerum við okkar ýtrasta til að styðja við starfsmenn líka því það eru þeir sem standa í framlínunni gagnvart erfiðum málum sem upp koma.“ Einn af stóru áhrifavöldunum er versnandi félagasfærni barna. Þá sé flóknari veruleiki sem blasir við í hverri skólastofu en áður. „Það er eitt af því sem hefur kannski lítið farið fyrir í umræðunni að félagsfærni hefur verið að láta undan að einhverju leiti á síðustu árum. Við þurfum bæði að styðja nemendur og börnin okkar og við sem samfélag að taka utanum það breytta samfélag sem við stöndum frammi fyrir.“ Foreldrafundur var haldinn fyrir helgi vegna málsins og Árelía segir miklar breytingar í vændum. „Það er nú þegar komið af stað. Ég er fullviss um það að það sem við erum að gera núna mun breyta miklu. Ég er alveg komin með ró í hjarta yfir því sem við erum að gera,“ segir Árelía Eydís. Ofbeldi barna Grunnskólar Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
„Þetta er ákaflega erfitt mál fyrir alla þá sem að þessu máli hafa komið en hins vegar má segja það að við höfum verið að vinna með þetta mál í töluverðan tíma og við töldum okkur vera á réttri leið. En það hefur svo sannarlega komið í ljós að við höfum þurft að setja inn meiri stuðning og við höfum nú brugðist við og gert það,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í Reykjavík síðdegis í dag. Árelía viðurkennir að borgin hefði getað brugðist harðar við. „Ég myndi segja að við höfum að einhverju leyti hugsanlega ekki stigið nógu fast niður,“ segir hún. Faðir stúlku í Breiðholtsskóla sagði í viðtali á Vísi fyrir helgi að fámennur hópur ungra nemenda ráði ríkum í skólanum. Þeir beiti önnur börn andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ástandið sé það slæmt að börn þori ekki í skólann af hræðslu. Starfsfólk og foreldrar hafa sakað borgina um algjört úrræða- og athafnaleysi. „Við þurfum líka að hafa í huga þegar slík mál koma upp í okkar skólum þá gerum við okkar ýtrasta til að styðja við starfsmenn líka því það eru þeir sem standa í framlínunni gagnvart erfiðum málum sem upp koma.“ Einn af stóru áhrifavöldunum er versnandi félagasfærni barna. Þá sé flóknari veruleiki sem blasir við í hverri skólastofu en áður. „Það er eitt af því sem hefur kannski lítið farið fyrir í umræðunni að félagsfærni hefur verið að láta undan að einhverju leiti á síðustu árum. Við þurfum bæði að styðja nemendur og börnin okkar og við sem samfélag að taka utanum það breytta samfélag sem við stöndum frammi fyrir.“ Foreldrafundur var haldinn fyrir helgi vegna málsins og Árelía segir miklar breytingar í vændum. „Það er nú þegar komið af stað. Ég er fullviss um það að það sem við erum að gera núna mun breyta miklu. Ég er alveg komin með ró í hjarta yfir því sem við erum að gera,“ segir Árelía Eydís.
Ofbeldi barna Grunnskólar Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira